Handbolti

Hammarby jafnaði einvígið gegn Kristianstad | Guif komið í 2-0

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Rafn og Heimir Óli og félagar þeirra eru búnir að vinna 14 leiki í röð.
Aron Rafn og Heimir Óli og félagar þeirra eru búnir að vinna 14 leiki í röð. Mynd/Guif
Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar hans í Kristianstad töpuðu fyrir Hammarby, 28-26, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Hammarby hafði forystuna nær allan leikinn en fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16-11. Minnstur varð munurinn eitt mark undir lok seinni hálfleiks, 25-24, en heimamenn héldu út og lönduðu mikilvægum sigri.

Ólafur hafði nokkuð hægt um sig en skoraði þrjú mörk. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslitin.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn og það sama má segja um deildarmeistara Guif frá Eskilstuna og Redbergslid. Munurinn er að Guif getur sópað sínum andstæðingi í sumarfrí og tryggt sér sæti í undanúrslitum á sunnudaginn.

Guif vann nefnilega annan leik liðanna í kvöld, 26-21, og hafði ekki mikið fyrir því. Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark fyrir Guif í kvöld og AronRafnEðvarðsson stóð vaktina í markinu.

Lærisveinar KristjánsAndréssonar eru 2-0 yfir í einvíginu og get sem fyrr segir tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×