Helgi Jónas snýr aftur - tekur við Keflavíkurliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 09:16 Helgi Jónas Guðfinnsson og Falur Harðarson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu. Dominos-deild karla Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti