Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 77-68 | Húnanir neita að fara í sumarfrí Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 14. apríl 2014 18:04 Elvar Már Friðriksson var frábær í kvöld. Vísir/Daníel Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í Grindavík á fimmtudaginn kemur með því að sigra Grindavík í spennandi leik. Spennustigið var hátt í Ljónagryfjunni í kvöld sem sést best á lágu stigaskori leiksins. Það voru samt bæði lið sem áttu í erfiðleikum að finna körfuna og úr varð hörkuleikur. Njarðvíkingar og Grindvíkingar byrjuðu af miklum krafti í Ljónagryfjunni í kvöld og skiptust liðin á að skora fyrstu fjórar mínúturnar og var staðan jöfn 8-8 á þeim tímapunkti. Njarðvíkingar náðu þá fínum leikkafla sem gerði það að verkum að þeir náðu fjögurra stiga forskoti sem þeir héldu út fyrsta fjórðung, 19-15. Sóknarleikur heimamanna var í flottum málum fyrstu 10 mínúturnar og loksins náðu þeir að byrja leik betur en Grindvíkingar. Það var allt annað upp á teningnum sóknarlega hjá heimamönnum, þeim gekk illa að finna körfuna utan af velli. Kom það þó ekki að sök framan af fjórðungnum þar sem Grindvíkingar áttu í sömu erfiðleikum. Gestirnir byrjuðu að vinna upp það litla forskot sem heimamenn höfðu og komu sér fjórum stigum yfir þegar stutt var til hálfleiks. Héldu þeir því forskoti út hálfleikinn, 26-30. Njarðvíkingar skoruðu einungis sjö stig í öðrum leikhluta og getur það ekki verið vænlegt til árangurs í úrslitakeppni. Reyndar voru Grindvíkingar líka í erfiðleikum í sókninni, eins og sést best á stöðunni í hálfleik. Stigahæstir í hálfleik voru þeir Tracy Smith Jr. með 10 stig fyrir heimamenn en Ólafur Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson voru báðir með sjö stig fyrir gestina. Njarðvíkingar náðu að byrja af miklum krafti í seinni hálfleik en þeir skoruðu fyrstu fimm stig þriðja leikhluta og komust þar með yfir einu stigi. Grindvíkingar voru þó fljótir að taka við sér og komu sér fljótlega aftur í fjögurra stiga forystu sem þeir náðu að halda þangað til um fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Þá náði Njarðvík góðum kafla þar sem þeir komust yfir. Sú forusta var skammvinn því aftur náðu Grindvíkingar að koma sér í fjögurra stiga mun en með góðri baráttu náðu Njarðvíkingar að komast tveimur stigum yfir þegar þriðji fjórðungur kláraðist, 51-49. Seinasti leikhlutinn byrjaði af rosalegum krafti hjá báðum liðum og var það augljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa leikinn eftir. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar en þegar lokafjórðungurinn var hálfnaður náðu heimamenn að slíta sig fjórum stigum frá gestunum. Njarðvíkingar náðu að halda gestunum tveimur til fjórum stigum fyrir aftan sig alveg þangað til að lokamínútunum þegar Grindvíkingar gerðu sig seka um að brjóta klaufalega af sér og gefa heimamönnum tækifæri á að skora af vítlínunni sem þeir og gerðu. Leikar fóru þannig að Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í rimmunni með því að sigra Grindvíkinga með níu stigum, 77-68. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. en hann skoraði 25 stig, þá var Elvar Már Friðriksson góður í kvöld en hann skilaði af sér 21 stigi, átta fráköstum og níu stoðsendingum. Hjá Grindavík var Sigurður Þorsteinsson með 15 stig og 10 fráköst og var Ernest Clinch Jr. með 13 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar fyrir Grindavík.Einar Árni Jóhannsson: Okkur langar í meiri körfubolta „Það sást langar leiðir að það var mikil löngun til staðar hjá okkar mönnum og ég er gríðarlega ánægður með liðið í kvöld“, sagði glaður þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld. „Tímabilið var í húfi í kvöld og þetta var bara bikarúrslitaleikur um að komast í annan bikarúrslitaleik. Það er sjaldan að það er einhver svaka hittni þegar svona mikið er undir. Við spiluðum hinsvegar hörkuvörn og vorum duglegir í frákastabaráttunni og það skilaði þessu væntanlega fyrir okkur í kvöld“, sagði Einar þegar hann var beðinn um að útskýra lágt stigaskor í leiknum í kvöld. Um oddaleikinn sem þarf að spila á fimmtudaginn sagði Einar: „Þetta byrjar bara núll núll og ég trúi því að þetta verður barningur fram á síðustu sekúndu. Við förum fullir sjálfstrausts í leikinn, við erum ánægðir með spilamennskuna okkar í kvöld og vitum sem er að það ber lítið á milli þessara liða. Þetta er spurning um dagsformið og allt það og löngun. Hún er mikil báðum megin, við förum bara óhræddir í þetta því okkur langar í meiri körfubolta.“Sverrir Þór Sverrisson: Vantaði einbeitningu og ákafa hjá okkur í kvöld „Maður fer náttúrulega í alla leiki til að vinna þá og við ætluðum okkur að klára einvígið í kvöld“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þegar blaðamaður sagði við hann að það hafi væntanlega ekki verið á stefnuskránni að leyfa Njarðvíkingum að ná sér í oddaleik. „Við vorum bara lélegir og áttum ekkert skilið út úr þessum leik í kvöld. Við verðum bara að vera klárir í oddaleik ef við ætlum okkur áfram. Mikið um mistök af okkar hálfu og mér fannst vanta upp á einbeitningu og ákafa hjá okkur. Það var ágætis barátta á köflum en við gerðum ekki nóg til að eiga skilið að vinna þennan leik.“ Um hluti sem Sverri fannst að þurfi að laga fyrir oddaleikinn sagði hann: „Það er heilmargt sem við þurfum að laga. Menn þurfa að endurstilla sig og koma tilbúnir til leiks og gera betur í oddaleiknum.“Njarðvík-Grindavík 77-68 (19-15, 7-15, 25-19, 26-19)Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/3 varin skot, Elvar Már Friðriksson 21/8 fráköst/9 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Ágúst Orrason 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/10 fráköst/4 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/14 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3.4. leikhluti | 77-68: Leik lokið. Grindvíkingar skoruðu en fengu dæmda á sig tæknivillu þegar Njarðvík reyndi að kasta boltanum inn á völlinn. Logi Gunnarss. nýtti bæði vítin og Njarðvíkingar fengu boltann aftur og skoruðu. Grindavík reyndi skot en það geigaði og Njarðvík hélt boltanum út leiktímann. Það verður oddaleikur í Grindavík.4. leikhluti | 73-66: Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sóknina en Grindavík missti boltann út af skrefi. Það er brotið á Loga Gunnarss. og hann fór á vítalínuna þegar 22 sek. voru eftir. Hann nýtti bæði vítin og Grindavík tók leikhlé.4. leikhluti | 71-66: Njarðvíkingar eiga boltann með eina sekúndu á skotklukkunni og það er tekið leikhlé þegar 34 sek. eru eftir.4. leikhluti | 71-66: Uss Siggi Þorsteinss. braut á Loga Gunnarssyni í þriggja stiga skoti. Hann nýtti öll vítin, þetta gæti verið dýrkeypt. 1:37 eftir.4. leikhluti | 66-64: Baginski bætti við tveimur af vítalínunni fyrir Njarðvík áður en Siggi Þorsteinss. minnkaði muninn í tvö stig. 2:55 eftir.4. leikhluti | 64-62: Óli Ólafss. með rosalegann þrist fyrir gestina. Ég held að hann hafi staðið á Njarðvíkur merkinu þegar hanna skaut. 4:05 eftir.4. leikhluti | 64-59: Gestirnir minnka muninn þegar 4:35 eru eftir.4. leikhluti | 64-57: Heimamenn að ná yfirhöndinni? Sverri líst allavega ekki nógu vel á þetta og tekur leikhlé þegar 5:03 eru til leiksloka.4. leikhluti | 64-57: Elvar Már með rosalegann þrist fyrir heimamenn og kemur þeim fimm stigum yfir. Hann stelur síðan boltanum og heimamenn fá sókn og Baginski skorar um leið og skotklukkan rennur út. 5:31 eftir.4. leikhluti | 59-57: Það er skipst á að skora en það er tekið leikhlé þegar 6:28 eru eftir. Elvar Már hefur átt góða framgöngu undanfarnar mínútur, 4 stig í röð frá honum úr góðum gegnumbrotum.4. leikhluti | 57-55: Jájá, liðin skiptast á að skora en heimamenn eru enn með forskot. 7:24 eftir.4. leikhluti | 55-53: Liðin skiptast á körfum og Njarðvíkingar taka forystuna þegar 8:40 eru til leiksloka.4. leikhluti | 51-51: Clinch Jr. náði í villu og jafnaði leikinn í upphafi fjórða fjórðungs. 9:41 eftir.3. leikhluti | 51-49: Grindavík átti lokasóknina. Clinch Jr. reyndi þriggja stiga skot sem geigaði, Ómar náði frákastinu og setti boltann ofan í en klukkan glumdi áður en hann sleppti boltanum og því er tveggja stiga munur heimamönnum í vil.3. leikhluti | 51-49: Elvar Már Friðriksson minnkaði muninn með þriggja stiga körfu þegar hálf mínúta var til leikhlés. Ómar Sævarsson framkvæmdi síðan sóknarvillu og Njarðvíkingar fóru í sókna þar sem Smith Jr. skoraði og fékk villu að auki. Vítið fór . 17 sek. eftir.3. leikhluti | 45-49: Sex stig í röð frá gestunum og þeir eru aftur komnir í fjögurra stiga forystu. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 45-43: Heimamenn komast aftur yfir, svona á þetta að vera. Liðin að skiptast á að hafa forskot. 2 mín eftir.3. leikhluti | 42-43: Ólafur Helgi var ekki lengi að koma heimamönnum yfir með þriggja stiga körfu en hann braut svo á Clinch Jr., í þriggja stiga skoti, sem náði að jafna leikinn og koma gestunum yfir með þremur vítaskotum. 3 mín. eftir.3. leikhluti | 39-40: Jóhann Árni jafnaði og kom gestunum yfir með tveimur vítaskotum. 3:40 eftir.3. leikhluti | 39-38: Heimamenn komnir yfir, Ólafur Helgi með gott stökkskot afr stuttu færi. 4 mín. eftir.3. leikhluti | 37-38: Smith Jr. bætti við tveimur stigum og náði síðan að stela boltanum. Njarðvíkingar fóru í sókn en náðu ekki að komast yfir. 4:31 eftir.3. leikhluti | 35-38: Enn gengur liðum erfiðlega að setja körfu utan af velli. Elvar Már bætir við einu stigi af vítalínunni. 5:32 eftir.3. leikhluti | 34-38: Liðin skiptast á körfum. Siggi Þorsteinss. fer mikinn þessa stundina, sex stig á skömmum tíma frá kappanum. 6:45 eftir.3. leikhluti | 32-36: Siggi Þorsteinss. setur niður fjögur stig í röð og eykur muninn aftur í fjögur stig. 7:44 eftir.3. leikhluti | 32-32: Það var dæmd ásetningsvilla á Grindvíkinga, Njarðvík nýtti eitt víti og náði ekki að nýta sér að fá boltann aftur. Clinch Jr. fór í hraðaupphlaup og tróð boltanum með glæsi brag í körfuna. 8:55 eftir.3. leikhluti | 31-30: Heimamenn eru fyrstir á blað og þar var að verki Tracy Smith Jr. Svo strax á eftir dúndraði Ágúst Orrason niður þrist og heimamenn eru komnir yfir. 9:34 eftir.3. leikhluti | 26-30: Seinni hálfleikur er hafinn. Við biðjum um betri sóknarleik eða þá að þetta haldist spennandi til loka. 9:58 eftir.2. leikhluti | 26-30: Hálfleikur og gestirnir leiða með fjórum stigum. Bæði lið fengu tækifæri til að setja niður lokaskot en báðar sóknir klikkuðu. Sóknarleikur heimamanna fór til fjandans í öðrum leikhluta en þeir töpuðu honum 7-15.2. leikhluti | 26-30: Sigurður Þorsteinsson jók forskot gestanna í fjögur stig eftir gott gegnumbrot. 1 mín. eftir.2. leikhluti | 26-28: Njarðvíkingar náðu ekki að bæta við körfu eftir leikhléið. Grindvíkingar fengu boltann og Sigurður Þorsteinsson náði í villu og nýtti eitt víti. 1:50 eftir.2. leikhluti | 26-27: Leikhlé tekið þegar 2:33 eru eftir af öðrum fjórðung.2. leikhluti | 26-27: Ómar Sævarsson kom gestunum yfir og Grindvíkingar stálu síðan boltanum en náðu ekki að nýta sér það. 3:08 eftir.2. leikhluti | 26-25: Njarðvíkingum gengur illa að finna körfuna utan af velli. Það kemur ekki að sök því Grindavík á við sama vandamál að etja þessa stundina. 4:08 eftir.2. leikhluti | 26-25: Munurinn er kominn niður í eitt stig eftir að Ólafur Ólafsson setur niður laglegt sniðskot úr erfiðri stöðu. 4:58 eftir.2. leikhluti | 26-22: Heimamenn komu sterkari út úr leikhléinu og náðu að bæta við tveimur stigum. Fjögur stig í forskot þegar 5:38 eru eftir.2. leikhluti | 24-22: Elvar Már með þrist fyrir heimamenn og kemur þeim tveimur stigum yfir. Grindavík tekur leikhlé þegar 6:21 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 21-22: Gestirnir eru komni yfir í fyrsta sinn síðan á upphafs mínútunum. 6:55 eftir.2. leikhluti | 21-20: Logi Gunnarss. jók muninn aftur í fimm stig með þrist en Ólafur Ólafsson svaraði í sömu mynt og minnkaði muninn aftur. 7:332. leikhluti | 19-17: Gestirnir fyrstir á blað í öðrum fjórðung og minnka muninn í tvö stig. 9:15 eftir.2. leikhluti | 19-15: Annar leikhluti er hafinn og Grindvíkingar missa boltann. 9:50 eftir.1. leikhluti | 19-15: Hvorugt liðið náði að bæta við stigum seinustu tvær mínúturnar og fara heimamenn því með fimm stiga forskot í leikhléið milli leikhluta.1. leikhluti | 19-15: Grindvíkingar hafa byrjað alla leiki hingað til betur en Njarðvíkingar eru núna með yfirhöndina í byrjun leiks. 1:21 eftir.1. leikhluti | 19-15: Clinch Jr. minnkaði muninn í eitt stig úr vítum en Baginski og Smith Jr. náðu tveimur hraða upphlaupum í röð og heimamenn eru komnir með fimm stig í forskot. Góður kafli hjá Njarðvíkingum núna. 2:14 eftir.1. leikhluti | 15-12: Aftur hraðaupphlaup hjá heimamönnum og þeir opna þriggja stiga forskot. Það mesta sem af er leik. 3:26 eftir.1. leikhluti | 13-12: Logi Gunnarsson fær sér sæti á bekknum, greinilega verið að hvíla hann svo hann verði ferskur í allt kvöld. Smith Jr. neita Ómari Sævars. aðgengi að körfunni og Elvar Már geysist upp völlinn og leggur boltann í körfuna. 3:55 eftir.1. leikhluti | 11-10: Sóknarleikurinn er í fínu horfi hjá heimamönnum. Gestunum reyndar líka, þetta gæti verið jafnt í allt kvöld. 5 mín. eftir.1. leikhluti | 8-8: Fín barátta og spil hjá báðum liðum. Grindvíkingar eru samt að ná nokkrum sóknarfráköstum. 6 mín eftir.1. leikhluti | 6-6: Enn er skipst á körfum. Smith Jr. er kominn með öll stig heimamanna en þrír leikmenn hafa skorað fyrir Grindavík. 7 mín. eftir1. leikhluti | 4-4: Liðin skiptast á að skora hér í upphafi. 8:30 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og Njarðvíkingar ná valdi á boltanum og skora fyrstu stigin. 9:30 eftir.Fyrir leik: Tæpar tíu mínútur eru þangað til boltanum verður kastað upp og liðin eru að taka seinustu lay-up hringina til að hita sig upp. Ljónagryfjan er orðin smekkfull og mér sýnist fólk enn vera að streyma inn þannig að stemmningin ætti að vera góð hérna í kvöld.Fyrir leik: Liðin áttust við á föstudaginn síðastliðinn og báru Grindvíkingar sigurorð af Njarðvíkingum í Röstinni í Grindavík. Lokatölur voru 89-73 fyrir þá gulklæddu. Það er mál manna að Njarðvíkingar hafi ekki átt góðann dag á föstudaginn og að sóknarleikur þeirra hafi ekki verið upp á marga fiska framan af leik. Sóknarleikurinn þarf að vera í lagi í kvöld vilji þeir framlengja mótinu sínu. Grindvíkingar hafa spilað undanfarna tvo leiki eins og þeir sem valdið hafa og munu halda áfram væntanlega á sömu nótum í kvöld. Í boði er einvígi við KR um Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Njarðvíkingar eru með bakið upp við vegginn fræga en Grindavík leiðir einvígið 2-1. Gestirnir geta því, með sigri í kvöld, sent Njarðvíkinga í sumarfrí og bókað sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik.Fyrir leik: Komið sælir lesendur og verið velkomnir í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Hér munum við lýsa því hvað gerist í leik Njarðvíkinga og Grindvíkinga.3. leikhluti | 26-30: Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í Grindavík á fimmtudaginn kemur með því að sigra Grindavík í spennandi leik. Spennustigið var hátt í Ljónagryfjunni í kvöld sem sést best á lágu stigaskori leiksins. Það voru samt bæði lið sem áttu í erfiðleikum að finna körfuna og úr varð hörkuleikur. Njarðvíkingar og Grindvíkingar byrjuðu af miklum krafti í Ljónagryfjunni í kvöld og skiptust liðin á að skora fyrstu fjórar mínúturnar og var staðan jöfn 8-8 á þeim tímapunkti. Njarðvíkingar náðu þá fínum leikkafla sem gerði það að verkum að þeir náðu fjögurra stiga forskoti sem þeir héldu út fyrsta fjórðung, 19-15. Sóknarleikur heimamanna var í flottum málum fyrstu 10 mínúturnar og loksins náðu þeir að byrja leik betur en Grindvíkingar. Það var allt annað upp á teningnum sóknarlega hjá heimamönnum, þeim gekk illa að finna körfuna utan af velli. Kom það þó ekki að sök framan af fjórðungnum þar sem Grindvíkingar áttu í sömu erfiðleikum. Gestirnir byrjuðu að vinna upp það litla forskot sem heimamenn höfðu og komu sér fjórum stigum yfir þegar stutt var til hálfleiks. Héldu þeir því forskoti út hálfleikinn, 26-30. Njarðvíkingar skoruðu einungis sjö stig í öðrum leikhluta og getur það ekki verið vænlegt til árangurs í úrslitakeppni. Reyndar voru Grindvíkingar líka í erfiðleikum í sókninni, eins og sést best á stöðunni í hálfleik. Stigahæstir í hálfleik voru þeir Tracy Smith Jr. með 10 stig fyrir heimamenn en Ólafur Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson voru báðir með sjö stig fyrir gestina. Njarðvíkingar náðu að byrja af miklum krafti í seinni hálfleik en þeir skoruðu fyrstu fimm stig þriðja leikhluta og komust þar með yfir einu stigi. Grindvíkingar voru þó fljótir að taka við sér og komu sér fljótlega aftur í fjögurra stiga forystu sem þeir náðu að halda þangað til um fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Þá náði Njarðvík góðum kafla þar sem þeir komust yfir. Sú forusta var skammvinn því aftur náðu Grindvíkingar að koma sér í fjögurra stiga mun en með góðri baráttu náðu Njarðvíkingar að komast tveimur stigum yfir þegar þriðji fjórðungur kláraðist, 51-49. Seinasti leikhlutinn byrjaði af rosalegum krafti hjá báðum liðum og var það augljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa leikinn eftir. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar en þegar lokafjórðungurinn var hálfnaður náðu heimamenn að slíta sig fjórum stigum frá gestunum. Njarðvíkingar náðu að halda gestunum tveimur til fjórum stigum fyrir aftan sig alveg þangað til að lokamínútunum þegar Grindvíkingar gerðu sig seka um að brjóta klaufalega af sér og gefa heimamönnum tækifæri á að skora af vítlínunni sem þeir og gerðu. Leikar fóru þannig að Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik í rimmunni með því að sigra Grindvíkinga með níu stigum, 77-68. Atkvæðamestur heimamanna var Tracy Smith Jr. en hann skoraði 25 stig, þá var Elvar Már Friðriksson góður í kvöld en hann skilaði af sér 21 stigi, átta fráköstum og níu stoðsendingum. Hjá Grindavík var Sigurður Þorsteinsson með 15 stig og 10 fráköst og var Ernest Clinch Jr. með 13 stig, sex fráköst og átta stoðsendingar fyrir Grindavík.Einar Árni Jóhannsson: Okkur langar í meiri körfubolta „Það sást langar leiðir að það var mikil löngun til staðar hjá okkar mönnum og ég er gríðarlega ánægður með liðið í kvöld“, sagði glaður þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld. „Tímabilið var í húfi í kvöld og þetta var bara bikarúrslitaleikur um að komast í annan bikarúrslitaleik. Það er sjaldan að það er einhver svaka hittni þegar svona mikið er undir. Við spiluðum hinsvegar hörkuvörn og vorum duglegir í frákastabaráttunni og það skilaði þessu væntanlega fyrir okkur í kvöld“, sagði Einar þegar hann var beðinn um að útskýra lágt stigaskor í leiknum í kvöld. Um oddaleikinn sem þarf að spila á fimmtudaginn sagði Einar: „Þetta byrjar bara núll núll og ég trúi því að þetta verður barningur fram á síðustu sekúndu. Við förum fullir sjálfstrausts í leikinn, við erum ánægðir með spilamennskuna okkar í kvöld og vitum sem er að það ber lítið á milli þessara liða. Þetta er spurning um dagsformið og allt það og löngun. Hún er mikil báðum megin, við förum bara óhræddir í þetta því okkur langar í meiri körfubolta.“Sverrir Þór Sverrisson: Vantaði einbeitningu og ákafa hjá okkur í kvöld „Maður fer náttúrulega í alla leiki til að vinna þá og við ætluðum okkur að klára einvígið í kvöld“, sagði Sverrir Þór Sverrisson þegar blaðamaður sagði við hann að það hafi væntanlega ekki verið á stefnuskránni að leyfa Njarðvíkingum að ná sér í oddaleik. „Við vorum bara lélegir og áttum ekkert skilið út úr þessum leik í kvöld. Við verðum bara að vera klárir í oddaleik ef við ætlum okkur áfram. Mikið um mistök af okkar hálfu og mér fannst vanta upp á einbeitningu og ákafa hjá okkur. Það var ágætis barátta á köflum en við gerðum ekki nóg til að eiga skilið að vinna þennan leik.“ Um hluti sem Sverri fannst að þurfi að laga fyrir oddaleikinn sagði hann: „Það er heilmargt sem við þurfum að laga. Menn þurfa að endurstilla sig og koma tilbúnir til leiks og gera betur í oddaleiknum.“Njarðvík-Grindavík 77-68 (19-15, 7-15, 25-19, 26-19)Njarðvík: Tracy Smith Jr. 25/3 varin skot, Elvar Már Friðriksson 21/8 fráköst/9 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 13/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Ágúst Orrason 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/10 fráköst/4 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 11/14 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 4, Daníel Guðni Guðmundsson 3.4. leikhluti | 77-68: Leik lokið. Grindvíkingar skoruðu en fengu dæmda á sig tæknivillu þegar Njarðvík reyndi að kasta boltanum inn á völlinn. Logi Gunnarss. nýtti bæði vítin og Njarðvíkingar fengu boltann aftur og skoruðu. Grindavík reyndi skot en það geigaði og Njarðvík hélt boltanum út leiktímann. Það verður oddaleikur í Grindavík.4. leikhluti | 73-66: Njarðvíkingar náðu ekki að nýta sóknina en Grindavík missti boltann út af skrefi. Það er brotið á Loga Gunnarss. og hann fór á vítalínuna þegar 22 sek. voru eftir. Hann nýtti bæði vítin og Grindavík tók leikhlé.4. leikhluti | 71-66: Njarðvíkingar eiga boltann með eina sekúndu á skotklukkunni og það er tekið leikhlé þegar 34 sek. eru eftir.4. leikhluti | 71-66: Uss Siggi Þorsteinss. braut á Loga Gunnarssyni í þriggja stiga skoti. Hann nýtti öll vítin, þetta gæti verið dýrkeypt. 1:37 eftir.4. leikhluti | 66-64: Baginski bætti við tveimur af vítalínunni fyrir Njarðvík áður en Siggi Þorsteinss. minnkaði muninn í tvö stig. 2:55 eftir.4. leikhluti | 64-62: Óli Ólafss. með rosalegann þrist fyrir gestina. Ég held að hann hafi staðið á Njarðvíkur merkinu þegar hanna skaut. 4:05 eftir.4. leikhluti | 64-59: Gestirnir minnka muninn þegar 4:35 eru eftir.4. leikhluti | 64-57: Heimamenn að ná yfirhöndinni? Sverri líst allavega ekki nógu vel á þetta og tekur leikhlé þegar 5:03 eru til leiksloka.4. leikhluti | 64-57: Elvar Már með rosalegann þrist fyrir heimamenn og kemur þeim fimm stigum yfir. Hann stelur síðan boltanum og heimamenn fá sókn og Baginski skorar um leið og skotklukkan rennur út. 5:31 eftir.4. leikhluti | 59-57: Það er skipst á að skora en það er tekið leikhlé þegar 6:28 eru eftir. Elvar Már hefur átt góða framgöngu undanfarnar mínútur, 4 stig í röð frá honum úr góðum gegnumbrotum.4. leikhluti | 57-55: Jájá, liðin skiptast á að skora en heimamenn eru enn með forskot. 7:24 eftir.4. leikhluti | 55-53: Liðin skiptast á körfum og Njarðvíkingar taka forystuna þegar 8:40 eru til leiksloka.4. leikhluti | 51-51: Clinch Jr. náði í villu og jafnaði leikinn í upphafi fjórða fjórðungs. 9:41 eftir.3. leikhluti | 51-49: Grindavík átti lokasóknina. Clinch Jr. reyndi þriggja stiga skot sem geigaði, Ómar náði frákastinu og setti boltann ofan í en klukkan glumdi áður en hann sleppti boltanum og því er tveggja stiga munur heimamönnum í vil.3. leikhluti | 51-49: Elvar Már Friðriksson minnkaði muninn með þriggja stiga körfu þegar hálf mínúta var til leikhlés. Ómar Sævarsson framkvæmdi síðan sóknarvillu og Njarðvíkingar fóru í sókna þar sem Smith Jr. skoraði og fékk villu að auki. Vítið fór . 17 sek. eftir.3. leikhluti | 45-49: Sex stig í röð frá gestunum og þeir eru aftur komnir í fjögurra stiga forystu. 1 mín. eftir.3. leikhluti | 45-43: Heimamenn komast aftur yfir, svona á þetta að vera. Liðin að skiptast á að hafa forskot. 2 mín eftir.3. leikhluti | 42-43: Ólafur Helgi var ekki lengi að koma heimamönnum yfir með þriggja stiga körfu en hann braut svo á Clinch Jr., í þriggja stiga skoti, sem náði að jafna leikinn og koma gestunum yfir með þremur vítaskotum. 3 mín. eftir.3. leikhluti | 39-40: Jóhann Árni jafnaði og kom gestunum yfir með tveimur vítaskotum. 3:40 eftir.3. leikhluti | 39-38: Heimamenn komnir yfir, Ólafur Helgi með gott stökkskot afr stuttu færi. 4 mín. eftir.3. leikhluti | 37-38: Smith Jr. bætti við tveimur stigum og náði síðan að stela boltanum. Njarðvíkingar fóru í sókn en náðu ekki að komast yfir. 4:31 eftir.3. leikhluti | 35-38: Enn gengur liðum erfiðlega að setja körfu utan af velli. Elvar Már bætir við einu stigi af vítalínunni. 5:32 eftir.3. leikhluti | 34-38: Liðin skiptast á körfum. Siggi Þorsteinss. fer mikinn þessa stundina, sex stig á skömmum tíma frá kappanum. 6:45 eftir.3. leikhluti | 32-36: Siggi Þorsteinss. setur niður fjögur stig í röð og eykur muninn aftur í fjögur stig. 7:44 eftir.3. leikhluti | 32-32: Það var dæmd ásetningsvilla á Grindvíkinga, Njarðvík nýtti eitt víti og náði ekki að nýta sér að fá boltann aftur. Clinch Jr. fór í hraðaupphlaup og tróð boltanum með glæsi brag í körfuna. 8:55 eftir.3. leikhluti | 31-30: Heimamenn eru fyrstir á blað og þar var að verki Tracy Smith Jr. Svo strax á eftir dúndraði Ágúst Orrason niður þrist og heimamenn eru komnir yfir. 9:34 eftir.3. leikhluti | 26-30: Seinni hálfleikur er hafinn. Við biðjum um betri sóknarleik eða þá að þetta haldist spennandi til loka. 9:58 eftir.2. leikhluti | 26-30: Hálfleikur og gestirnir leiða með fjórum stigum. Bæði lið fengu tækifæri til að setja niður lokaskot en báðar sóknir klikkuðu. Sóknarleikur heimamanna fór til fjandans í öðrum leikhluta en þeir töpuðu honum 7-15.2. leikhluti | 26-30: Sigurður Þorsteinsson jók forskot gestanna í fjögur stig eftir gott gegnumbrot. 1 mín. eftir.2. leikhluti | 26-28: Njarðvíkingar náðu ekki að bæta við körfu eftir leikhléið. Grindvíkingar fengu boltann og Sigurður Þorsteinsson náði í villu og nýtti eitt víti. 1:50 eftir.2. leikhluti | 26-27: Leikhlé tekið þegar 2:33 eru eftir af öðrum fjórðung.2. leikhluti | 26-27: Ómar Sævarsson kom gestunum yfir og Grindvíkingar stálu síðan boltanum en náðu ekki að nýta sér það. 3:08 eftir.2. leikhluti | 26-25: Njarðvíkingum gengur illa að finna körfuna utan af velli. Það kemur ekki að sök því Grindavík á við sama vandamál að etja þessa stundina. 4:08 eftir.2. leikhluti | 26-25: Munurinn er kominn niður í eitt stig eftir að Ólafur Ólafsson setur niður laglegt sniðskot úr erfiðri stöðu. 4:58 eftir.2. leikhluti | 26-22: Heimamenn komu sterkari út úr leikhléinu og náðu að bæta við tveimur stigum. Fjögur stig í forskot þegar 5:38 eru eftir.2. leikhluti | 24-22: Elvar Már með þrist fyrir heimamenn og kemur þeim tveimur stigum yfir. Grindavík tekur leikhlé þegar 6:21 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 21-22: Gestirnir eru komni yfir í fyrsta sinn síðan á upphafs mínútunum. 6:55 eftir.2. leikhluti | 21-20: Logi Gunnarss. jók muninn aftur í fimm stig með þrist en Ólafur Ólafsson svaraði í sömu mynt og minnkaði muninn aftur. 7:332. leikhluti | 19-17: Gestirnir fyrstir á blað í öðrum fjórðung og minnka muninn í tvö stig. 9:15 eftir.2. leikhluti | 19-15: Annar leikhluti er hafinn og Grindvíkingar missa boltann. 9:50 eftir.1. leikhluti | 19-15: Hvorugt liðið náði að bæta við stigum seinustu tvær mínúturnar og fara heimamenn því með fimm stiga forskot í leikhléið milli leikhluta.1. leikhluti | 19-15: Grindvíkingar hafa byrjað alla leiki hingað til betur en Njarðvíkingar eru núna með yfirhöndina í byrjun leiks. 1:21 eftir.1. leikhluti | 19-15: Clinch Jr. minnkaði muninn í eitt stig úr vítum en Baginski og Smith Jr. náðu tveimur hraða upphlaupum í röð og heimamenn eru komnir með fimm stig í forskot. Góður kafli hjá Njarðvíkingum núna. 2:14 eftir.1. leikhluti | 15-12: Aftur hraðaupphlaup hjá heimamönnum og þeir opna þriggja stiga forskot. Það mesta sem af er leik. 3:26 eftir.1. leikhluti | 13-12: Logi Gunnarsson fær sér sæti á bekknum, greinilega verið að hvíla hann svo hann verði ferskur í allt kvöld. Smith Jr. neita Ómari Sævars. aðgengi að körfunni og Elvar Már geysist upp völlinn og leggur boltann í körfuna. 3:55 eftir.1. leikhluti | 11-10: Sóknarleikurinn er í fínu horfi hjá heimamönnum. Gestunum reyndar líka, þetta gæti verið jafnt í allt kvöld. 5 mín. eftir.1. leikhluti | 8-8: Fín barátta og spil hjá báðum liðum. Grindvíkingar eru samt að ná nokkrum sóknarfráköstum. 6 mín eftir.1. leikhluti | 6-6: Enn er skipst á körfum. Smith Jr. er kominn með öll stig heimamanna en þrír leikmenn hafa skorað fyrir Grindavík. 7 mín. eftir1. leikhluti | 4-4: Liðin skiptast á að skora hér í upphafi. 8:30 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og Njarðvíkingar ná valdi á boltanum og skora fyrstu stigin. 9:30 eftir.Fyrir leik: Tæpar tíu mínútur eru þangað til boltanum verður kastað upp og liðin eru að taka seinustu lay-up hringina til að hita sig upp. Ljónagryfjan er orðin smekkfull og mér sýnist fólk enn vera að streyma inn þannig að stemmningin ætti að vera góð hérna í kvöld.Fyrir leik: Liðin áttust við á föstudaginn síðastliðinn og báru Grindvíkingar sigurorð af Njarðvíkingum í Röstinni í Grindavík. Lokatölur voru 89-73 fyrir þá gulklæddu. Það er mál manna að Njarðvíkingar hafi ekki átt góðann dag á föstudaginn og að sóknarleikur þeirra hafi ekki verið upp á marga fiska framan af leik. Sóknarleikurinn þarf að vera í lagi í kvöld vilji þeir framlengja mótinu sínu. Grindvíkingar hafa spilað undanfarna tvo leiki eins og þeir sem valdið hafa og munu halda áfram væntanlega á sömu nótum í kvöld. Í boði er einvígi við KR um Íslandsmeistaratitilinn.Fyrir leik: Njarðvíkingar eru með bakið upp við vegginn fræga en Grindavík leiðir einvígið 2-1. Gestirnir geta því, með sigri í kvöld, sent Njarðvíkinga í sumarfrí og bókað sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik.Fyrir leik: Komið sælir lesendur og verið velkomnir í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Hér munum við lýsa því hvað gerist í leik Njarðvíkinga og Grindvíkinga.3. leikhluti | 26-30:
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira