Hinir „nýfátæku“ Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 11. apríl 2014 14:09 Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir!
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun