Leiksoppar sveitarstjórnarmanna Bergmann Guðmundsson skrifar 28. apríl 2014 22:30 Nú líður senn að kosningum og það er yfirleitt sá tími sem sveitastjórnarmenn muna eftir því að þeir eru með fólk í vinnu sem sér um að ala upp og mennta æsku landsins. Inn á kennarastofur grunnskólanna fara að lauma sér ýmsir aðilar sem ekki hafa sést í 4 ár, verið jafnvel ósýnilegri en snjómaðurinn ógurlegi. Maður fer að heyra hvísl, hvískur og ógreinileg orð sem feykjast til manns með vindinum. Orð sem vekja upp sárar minningar um svik og loforð sem aldrei voru efnd. Orð eins og „gildi menntunar“ og svo „vagga menningar“ og jafnvel ef maður er heppinn „hornsteinar samfélagsins“. Stjórnmálamenn fara að skrifa greinar í dagblöð, tímarit og vefmiðla og fjalla um þann mikla mannauð sem býr í grunnskólum landsins og hversu nauðsynlegt það sé að halda uppi góðu skólastarfi, og hvað þeir séu meðvitaðir um gildi menntunar. Kennarinn fær sinn sess í umræðunni. Góður kennari gulli betri, kennarar eiga lof skilið og aðrir gullhamrar streyma af vörum þeirra sem falast eftir atkvæðum landsmanna. Við kennarar vitum varla hvaðan á okkur stendur veðrið. Allt í einu er okkur stillt upp og myndir teknar af okkur með mektarbokkum samfélagsins. Við höfum uppveðrast í gegnum tíðina og jafnvel hugsað með okkur að nú sé komið að því. Loksins sjá menn gildi þess að vera með vel launað og ánægt starfsfólk í þessari mikilvægu stétt sem leggur grunninn að samfélaginu með vinnu sinni. Maður hefur jafnvel ekki fengið þunglyndiskast um mánaðarmótin eins og venjulega þegar launaseðillinn berst. En eitthvað er skrýtið í ár. Kennarastéttin er hætt að hlusta, hún er búin að læra á sprellið. Við erum dregin fram eins og gamall ættingi sem á stórafmæli, myndir eru teknar, ræður eru haldnar og svo þegar partíið er búið er okkur stungið aftur inn í skólana og látin dúsa þar á skítakaupi þar til hægt verður að nota okkur til atkvæðaveiða að 4 árum liðnum. En kæri sveitastjórnarmaður, ekki í ár. Við erum búin að vera samningslaus í 2 ár og enginn vilji virðist vera til að leiðrétta launin eða laga hjá okkur vinnuaðstæður. Flæði nýútskrifaðra kennara hefur stöðvast og stéttin eldist og eldist vegna þess að nýliðunin er engin. Og hver getur svo sem fett fingur út í það. 5 ára háskólanám gefur þér rétt rúmlega 300.000 krónur í heildarlaun. Það þarf hugsjónamanneskju til að velja kennslu sem ævistarf í dag, og góða fyrirvinnu á heimilið. Hvernig væri þá að breyta um takt. Bónusar og launaskrið þekkist ekki hjá okkur og ekki koma stjórnmálamenn fram og setja reglugerðir til þess að við getum fengið árslaun í bónusa fyrir vel unnin störf. Nei, það er fundið að því að skólakerfið hefur ekki nægilega framlegð. Kennarar vinna ekki nægilega mikið. Eins og við séum verksmiðja sem dælir út fullmótuðum einstaklingum eftir þörfum. Í skólunum er unnið með fólk ekki vörur, og hvað er mikilvægara en það? Það væri gaman að lifa í samfélagi þar sem fjármálageiranum væri hampað fjórða hvert ár í ræðu og riti og talað um hornsteina samfélagsins og kennurum og öðrum sem vinna með fólk væri borgað eins og þeir ynnu í fjármálakerfinu. Ekki eru nú miklar líkur á því þar sem við erum ekki að borga í kosningasjóði stjórnmálamanna. Í byrjum apríl voru tveir stórir fundir. Ársþing KÍ og aðalfundur SA. Nú megið þið giska, á hvorum aðalfundinum var ekki þverfótað fyrir stjórnmálamönnum við trogið og á hvorum ráðherra menntamála þurfti, liggur við, að klára ræðuna sína á leiðinni út því honum lá svo á að komast í burtu áður en þessir leiðinlegu kennarar færu að ræða um kjörin sín. Engin verðlaun í boði, ég hef bara ekki efni á þeim. Þetta er lýsandi dæmi fyrir viðhorf ráðamanna gagnvart þessum málaflokki. Þess vegna segi ég kæri sveitarstjórnarmaður. Ekki eyða peningum þínum í auglýsingar til að vegsama skólakerfið, ekki vera að nota okkur til að veiða atkvæði. Við kærum okkur ekki um það. Ef þú vilt gera það sem rétt er, borgaðu okkur þá mannsæmandi laun og mundu þegar þú kemur í heimsókn til okkar að við erum búin að sjá leikritið þitt og okkur fannst það ekki gott. Þú þarft að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú líður senn að kosningum og það er yfirleitt sá tími sem sveitastjórnarmenn muna eftir því að þeir eru með fólk í vinnu sem sér um að ala upp og mennta æsku landsins. Inn á kennarastofur grunnskólanna fara að lauma sér ýmsir aðilar sem ekki hafa sést í 4 ár, verið jafnvel ósýnilegri en snjómaðurinn ógurlegi. Maður fer að heyra hvísl, hvískur og ógreinileg orð sem feykjast til manns með vindinum. Orð sem vekja upp sárar minningar um svik og loforð sem aldrei voru efnd. Orð eins og „gildi menntunar“ og svo „vagga menningar“ og jafnvel ef maður er heppinn „hornsteinar samfélagsins“. Stjórnmálamenn fara að skrifa greinar í dagblöð, tímarit og vefmiðla og fjalla um þann mikla mannauð sem býr í grunnskólum landsins og hversu nauðsynlegt það sé að halda uppi góðu skólastarfi, og hvað þeir séu meðvitaðir um gildi menntunar. Kennarinn fær sinn sess í umræðunni. Góður kennari gulli betri, kennarar eiga lof skilið og aðrir gullhamrar streyma af vörum þeirra sem falast eftir atkvæðum landsmanna. Við kennarar vitum varla hvaðan á okkur stendur veðrið. Allt í einu er okkur stillt upp og myndir teknar af okkur með mektarbokkum samfélagsins. Við höfum uppveðrast í gegnum tíðina og jafnvel hugsað með okkur að nú sé komið að því. Loksins sjá menn gildi þess að vera með vel launað og ánægt starfsfólk í þessari mikilvægu stétt sem leggur grunninn að samfélaginu með vinnu sinni. Maður hefur jafnvel ekki fengið þunglyndiskast um mánaðarmótin eins og venjulega þegar launaseðillinn berst. En eitthvað er skrýtið í ár. Kennarastéttin er hætt að hlusta, hún er búin að læra á sprellið. Við erum dregin fram eins og gamall ættingi sem á stórafmæli, myndir eru teknar, ræður eru haldnar og svo þegar partíið er búið er okkur stungið aftur inn í skólana og látin dúsa þar á skítakaupi þar til hægt verður að nota okkur til atkvæðaveiða að 4 árum liðnum. En kæri sveitastjórnarmaður, ekki í ár. Við erum búin að vera samningslaus í 2 ár og enginn vilji virðist vera til að leiðrétta launin eða laga hjá okkur vinnuaðstæður. Flæði nýútskrifaðra kennara hefur stöðvast og stéttin eldist og eldist vegna þess að nýliðunin er engin. Og hver getur svo sem fett fingur út í það. 5 ára háskólanám gefur þér rétt rúmlega 300.000 krónur í heildarlaun. Það þarf hugsjónamanneskju til að velja kennslu sem ævistarf í dag, og góða fyrirvinnu á heimilið. Hvernig væri þá að breyta um takt. Bónusar og launaskrið þekkist ekki hjá okkur og ekki koma stjórnmálamenn fram og setja reglugerðir til þess að við getum fengið árslaun í bónusa fyrir vel unnin störf. Nei, það er fundið að því að skólakerfið hefur ekki nægilega framlegð. Kennarar vinna ekki nægilega mikið. Eins og við séum verksmiðja sem dælir út fullmótuðum einstaklingum eftir þörfum. Í skólunum er unnið með fólk ekki vörur, og hvað er mikilvægara en það? Það væri gaman að lifa í samfélagi þar sem fjármálageiranum væri hampað fjórða hvert ár í ræðu og riti og talað um hornsteina samfélagsins og kennurum og öðrum sem vinna með fólk væri borgað eins og þeir ynnu í fjármálakerfinu. Ekki eru nú miklar líkur á því þar sem við erum ekki að borga í kosningasjóði stjórnmálamanna. Í byrjum apríl voru tveir stórir fundir. Ársþing KÍ og aðalfundur SA. Nú megið þið giska, á hvorum aðalfundinum var ekki þverfótað fyrir stjórnmálamönnum við trogið og á hvorum ráðherra menntamála þurfti, liggur við, að klára ræðuna sína á leiðinni út því honum lá svo á að komast í burtu áður en þessir leiðinlegu kennarar færu að ræða um kjörin sín. Engin verðlaun í boði, ég hef bara ekki efni á þeim. Þetta er lýsandi dæmi fyrir viðhorf ráðamanna gagnvart þessum málaflokki. Þess vegna segi ég kæri sveitarstjórnarmaður. Ekki eyða peningum þínum í auglýsingar til að vegsama skólakerfið, ekki vera að nota okkur til að veiða atkvæði. Við kærum okkur ekki um það. Ef þú vilt gera það sem rétt er, borgaðu okkur þá mannsæmandi laun og mundu þegar þú kemur í heimsókn til okkar að við erum búin að sjá leikritið þitt og okkur fannst það ekki gott. Þú þarft að gera betur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar