Stærðin skiptir ekki máli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2014 22:15 Jón Axel Guðmundsson í baráttunni við Martin Hermannsson. Vísir/Stefán Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira
Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Eitt af því sem vakti athygli í leik tvö á föstudaginn var hversu vel Grindvíkingum gekk þegar þeir voru með lágvaxið lið inn á vellinum, þ.e.a.s. ekki með báða stóru menninna sína, Ómar Örn Sævarsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson, inn á í einu Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, Sigurð út af og setti Daníel Guðna Guðmundsson inn á í hans stað. Á þeim tíma var KR tólf stigum yfir, 43-55. Grindvíkingar náðu að minnka muninn í sex stig, 49-55, áður en 3. leikhluti var allur og tóku síðan völdin í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 30-21. Sigurður kom ekki meira við sögu í leiknum, en Grindvíkingar unnu síðustu tólf mínútur leiksins án hans með 15 stigum. Sé litið á +/- tölfræðina úr leiknum, þá voru Grindvíkingar +13 þegar þeir Ómar, Daníel, Jón Axel Guðmundsson, Ólafur Ólafsson og Earnest Lewis Clinch Jr. voru saman inn á vellinum. Sama uppstilling, nema með Jóhann Árna Ólafsson í stað Ólafs, var næstbesta" uppstilling Grindvíkinga í leiknum, en hún var +4. Í fyrsta leiknum gekk Grindvíkingum líka best þegar þeir voru bara með einn stóran mann inn á vellinum. Uppstillingin: Daníel, Clinch, Ólafur, Jóhann og Sigurður var +9 í leiknum í DHL-höllinni, hæst allra uppstillinga Grindavíkur. Sé hins vegar litið á tímabilið í heild, þá hafa þessar "litlu" uppstillingar ekki skilað miklu. Uppstillingin: Jóhann, Daníel, Clinch, Jón Axel og Ómar var -14 í vetur og Jóhann, Jón Axel, Þorleifur Ólafsson, Sigurður og Clinch var -11 og Jóhann, Jón Axel, Clinch, Ólafur og Sigurður var -10. "Besta" uppstilling Grindvíkinga á tímabilinu (+93) inniheldur báða stóru menninna, Sigurð og Ómar, auk Clinch, Jóhanns og Ólafs. Það verður því fróðlegt að sjá hvað Sverrir Þór Sverrisson gerir í leiknum á morgun; hversu margar mínútur hann gefur "litlu" liðunum, sem hafa verið að virka svo vel í einvíginu gegn KR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45 Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36 Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58 Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sport Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. 25. apríl 2014 14:03
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. 21. apríl 2014 18:45
Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. 26. apríl 2014 17:36
Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 25. apríl 2014 21:58