Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 21-17 | Valur tók forystuna Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 24. apríl 2014 13:07 Vísir/Valli Valur er komið í 1- 0 gegn ÍBV, en liðin leika í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Vinna þarf þrjá leiki til að fara í úrslit. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn á því að láta aukamann inná í vesti og tóku markvörðinn útaf í staðinn. Það gekk ágætlega upp og þær leiddu með tveimur mörkum, 3-5, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Valsstúlkur lokuðu þá vörninni og jöfnuðu metin í 5-5 þegar stundarfjórðungur var liðin. Heimastúlkur gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og töpuðu boltanum í gríð og erg. Guðrún Jenný gerði vel í að verja í markinu, en hún var með yfir 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Rebekka Rut Skúladóttir skoraði úr hraðaupphlaupi eftir átján mínútna leik og kom Val í 7-6, en það var í fyrsta skipti sem Valur leiddi í fyrri hálfleik. Það var einnig eina mark fyrri hálfleiks úr hraðaupphlaupi og söknuðu heimastúlkur þess að geta ekki nýtt sér hraðaupphlaupin betur. Eyjastúlkur gerðu vel í að hlaupa til baka og stoppa hraðaupphlaupin. Staðan í hálfleik var svo 9-7 heimastúlkum í vil, en fyrrnefnd Rebekka skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks fimm sekúndum áður en flautan gall. Ekki mikið skorað og leikurinn einkenndist aðallega af töpuðum boltum, en bæði lið misstu boltann hvað eftir annað á afar klaufalegan máta. Þjálfararnir hafa líklega lagt áherslu á að fækka þessum töpuðu boltum í hálfleik. Varnarleikur beggja liða var með ágætis móti og var forvitnilegt að sjá hvernig síðari hálfleikurinn þróaðist. Valsstúlkur voru svo sannarlega mættar til leiks í síðari hálfleik en þær skoruðu fimm fyrstu mörkin og voru komnar í 14-7 þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir það var engin spurning um hvoru meginn sigurinn myndi enda. Þrátt fyrir ágætis áhlaup undir lok síðari hálfleiks hjá gestunum unnu heimastúlkur fjögurra marka sigur, 21-17. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í markinu og var hún með rúmlega 50% markvörslu sem er magnað. Ekki er hægt að taka neitt af Jenný, en mörg skotin sem hún fékk á sig voru máttlítil og stóð vörn Vals þétt fyrir framan hana og hjálpaði henni gífurlega mikið. Að öðru leyti í Valsliðinu voru það sem fyrr Kristín Guðmundsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk sem voru atkvæðamestar. Kristín stýrði leiknum af festu auk þess að nýta fjögur af fimm vítaköstum Vals. Anna Úrsúla var drjúg á línunni og spilaði einnig virkilega vel í vörninni. Hjá ÍBV var varnarleikurinn ágætur, en ætli þær sér að vinna Val í þessu einvígi þurfa þær að spila mikið betri sóknarleik. Einungis fjórir leikmenn ÍBV komust á blað, sem er sáralítið og í þokkabót skoruðu einungis tveir leikmenn þrjú eða fleiri mörk. Dröfn Haraldsdóttir átti fínan leik í markinu hjá ÍBV og varði vel. Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudag í Eyjum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals: Helst að fara bara til Vestmannaeyja einu sinni ,,Við vissum að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Varnir beggja liða voru gífurlega góðar og í hálfleik var 9-7, ekki er það mikið skorað. Ef við fáum svona fá mörk á okkur þá erum við að fara vinna leiki," sagði Hrafnhildur Ósk við Vísi í leikslok. Valsstúllkur skoruðu fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks og lögðu grunninn að sigrinum þar: ,,Það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik frá áramótum og þessir kaflar eru byrjaðar að koma í hverjum einasta leik. Það munar gífurlega miklu að ná svona kafla þar sem við fáum á okkur eitt mark á sautján mínútum eða eitthvað." ,,Við fórum að fá auðveld mörk í upphafi síðari hálfleiks. Við byrjuðum að skora mörk úr annari bylgju sem við vorum ekki að fá í fyrri hálfleik. Við þurftum að hafa mikið fyrir mörkunum í fyrri hálfleik. Svo fengum við nokkuð auðveld þrjú mörk í byrjun síðari hálfleiks og þá náum við svona mjög þæginlegu forskoti sem við létum aldrei af hendi aftur." Hrafnhildi langar helst bara til Eyja einu sinni í einvíginu: ,,Það væri óskandi að komast í 2-0 á sunnudaginn og það er klárlega stefnan. Helst að fara bara til Vestmananeyja einu sinni í þessu einvígi," sagði Hrafnhildur brosandi í leikslok. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV: Erum að skjóta of mikið í Jenný ,,Þetta gekk ekki alveg nógu vel. Við vorum of ragar sóknarlega og það vantaði að vera beittari og að þora að taka af skarið," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok. ,,Við erum að skjóta alltof mikið í Jenný(markvörð Vals) og hún var ekki að hafa mikið fyrir skotunum sem hún fékk á sig. Það og hraðaupphlaupin sem við klikkuðum í þessum leik telja mjög dýrt í leikjum sem er lítið skorað í." Aðspurður hvað hafði gerst í upphafi síðari hálfleiks svaraði Jón Gunnlaugur: ,,Við vorum alltof ragar. Við skutum illa á markið eða skjóta ekki neitt. Þetta er það sem við þurfum að laga fyrir sunnudaginn og þetta verður komið í lag." ,,Vörnin var frábær og ég er ekki í vafa um að stelpurnir sýni sitt rétta andlit sóknarlega í Eyjum. Það vantar ekki metnaðinn og dugnaðinn í þær. Ég er ekki í vafa um að þessi smáatriði verði klár á sunnudaginn. Við ætlum að vinna á sunnudaginn. Það er klárt," sagði Jón Gunnlaugur kokhraustur í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Valur er komið í 1- 0 gegn ÍBV, en liðin leika í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Vinna þarf þrjá leiki til að fara í úrslit. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn á því að láta aukamann inná í vesti og tóku markvörðinn útaf í staðinn. Það gekk ágætlega upp og þær leiddu með tveimur mörkum, 3-5, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum. Valsstúlkur lokuðu þá vörninni og jöfnuðu metin í 5-5 þegar stundarfjórðungur var liðin. Heimastúlkur gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og töpuðu boltanum í gríð og erg. Guðrún Jenný gerði vel í að verja í markinu, en hún var með yfir 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Rebekka Rut Skúladóttir skoraði úr hraðaupphlaupi eftir átján mínútna leik og kom Val í 7-6, en það var í fyrsta skipti sem Valur leiddi í fyrri hálfleik. Það var einnig eina mark fyrri hálfleiks úr hraðaupphlaupi og söknuðu heimastúlkur þess að geta ekki nýtt sér hraðaupphlaupin betur. Eyjastúlkur gerðu vel í að hlaupa til baka og stoppa hraðaupphlaupin. Staðan í hálfleik var svo 9-7 heimastúlkum í vil, en fyrrnefnd Rebekka skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks fimm sekúndum áður en flautan gall. Ekki mikið skorað og leikurinn einkenndist aðallega af töpuðum boltum, en bæði lið misstu boltann hvað eftir annað á afar klaufalegan máta. Þjálfararnir hafa líklega lagt áherslu á að fækka þessum töpuðu boltum í hálfleik. Varnarleikur beggja liða var með ágætis móti og var forvitnilegt að sjá hvernig síðari hálfleikurinn þróaðist. Valsstúlkur voru svo sannarlega mættar til leiks í síðari hálfleik en þær skoruðu fimm fyrstu mörkin og voru komnar í 14-7 þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eftir það var engin spurning um hvoru meginn sigurinn myndi enda. Þrátt fyrir ágætis áhlaup undir lok síðari hálfleiks hjá gestunum unnu heimastúlkur fjögurra marka sigur, 21-17. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í markinu og var hún með rúmlega 50% markvörslu sem er magnað. Ekki er hægt að taka neitt af Jenný, en mörg skotin sem hún fékk á sig voru máttlítil og stóð vörn Vals þétt fyrir framan hana og hjálpaði henni gífurlega mikið. Að öðru leyti í Valsliðinu voru það sem fyrr Kristín Guðmundsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk sem voru atkvæðamestar. Kristín stýrði leiknum af festu auk þess að nýta fjögur af fimm vítaköstum Vals. Anna Úrsúla var drjúg á línunni og spilaði einnig virkilega vel í vörninni. Hjá ÍBV var varnarleikurinn ágætur, en ætli þær sér að vinna Val í þessu einvígi þurfa þær að spila mikið betri sóknarleik. Einungis fjórir leikmenn ÍBV komust á blað, sem er sáralítið og í þokkabót skoruðu einungis tveir leikmenn þrjú eða fleiri mörk. Dröfn Haraldsdóttir átti fínan leik í markinu hjá ÍBV og varði vel. Næsti leikur liðanna fer fram á sunnudag í Eyjum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals: Helst að fara bara til Vestmannaeyja einu sinni ,,Við vissum að þær myndu koma brjálaðar til leiks. Varnir beggja liða voru gífurlega góðar og í hálfleik var 9-7, ekki er það mikið skorað. Ef við fáum svona fá mörk á okkur þá erum við að fara vinna leiki," sagði Hrafnhildur Ósk við Vísi í leikslok. Valsstúllkur skoruðu fimm fyrstu mörk síðari hálfleiks og lögðu grunninn að sigrinum þar: ,,Það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik frá áramótum og þessir kaflar eru byrjaðar að koma í hverjum einasta leik. Það munar gífurlega miklu að ná svona kafla þar sem við fáum á okkur eitt mark á sautján mínútum eða eitthvað." ,,Við fórum að fá auðveld mörk í upphafi síðari hálfleiks. Við byrjuðum að skora mörk úr annari bylgju sem við vorum ekki að fá í fyrri hálfleik. Við þurftum að hafa mikið fyrir mörkunum í fyrri hálfleik. Svo fengum við nokkuð auðveld þrjú mörk í byrjun síðari hálfleiks og þá náum við svona mjög þæginlegu forskoti sem við létum aldrei af hendi aftur." Hrafnhildi langar helst bara til Eyja einu sinni í einvíginu: ,,Það væri óskandi að komast í 2-0 á sunnudaginn og það er klárlega stefnan. Helst að fara bara til Vestmananeyja einu sinni í þessu einvígi," sagði Hrafnhildur brosandi í leikslok. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV: Erum að skjóta of mikið í Jenný ,,Þetta gekk ekki alveg nógu vel. Við vorum of ragar sóknarlega og það vantaði að vera beittari og að þora að taka af skarið," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok. ,,Við erum að skjóta alltof mikið í Jenný(markvörð Vals) og hún var ekki að hafa mikið fyrir skotunum sem hún fékk á sig. Það og hraðaupphlaupin sem við klikkuðum í þessum leik telja mjög dýrt í leikjum sem er lítið skorað í." Aðspurður hvað hafði gerst í upphafi síðari hálfleiks svaraði Jón Gunnlaugur: ,,Við vorum alltof ragar. Við skutum illa á markið eða skjóta ekki neitt. Þetta er það sem við þurfum að laga fyrir sunnudaginn og þetta verður komið í lag." ,,Vörnin var frábær og ég er ekki í vafa um að stelpurnir sýni sitt rétta andlit sóknarlega í Eyjum. Það vantar ekki metnaðinn og dugnaðinn í þær. Ég er ekki í vafa um að þessi smáatriði verði klár á sunnudaginn. Við ætlum að vinna á sunnudaginn. Það er klárt," sagði Jón Gunnlaugur kokhraustur í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira