Handbolti

Enginn bikarblús hjá Refunum hans Dags

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty
Füchse Berlin, lærisveinar Dags Sigurðssonar og nýkrýndir bikarmeistarar, unnu fimm marka heimasigur á VfL Gummersbach, 27-22, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þetta var fyrsti deildarleikur Refanna síðan í marsmánuði en liðið hafði síðan þá unnið tvo bikarleiki og tryggt sér þýska bikarinn sem og að vinna Hlohovec í EHF-bikarnum.

Konstantin Igropulo og Jesper Nielsen voru markahæstir hjá Füchse Berlin með fimm mörk hvor en Markus Richwien og  Mattias Zachrisson voru báðir með þrjú mörk.

Füchse Berlin var þýskur bikarmeistari um síðustu helgi eftir 22-21 sigur á  Flensburg-Handewitt í bikarúrslitaleiknum en það var fyrsti stóri titill félagsins undir stjórn Dags Sigurðssonar.

Það var enginn bikarblús hjá Refunum hans Dags í dag og sigur liðsins var öruggur eftir að Füchse komst í 16-11 fyrir hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×