Trúarleiðtogar vantrúaðir á kristilegt framboð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. maí 2014 14:00 Frá vinstri: Gunnar Þorsteinsson, Hjörtur Magni Jóhannsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurvin Lárus Jónsson. Stofnun kristilegra stjórnmálasamtaka hér á landi hefur vakið athygli en stefnt er að framboði í alþingiskosningunum 2017 og í sveitastjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum og vilja banna fóstureyðingar. Þá er flokkurinn alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vísir hafði samband við nokkra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til samtakanna. „Í fyrstu hljómar þetta eins og öfgahægriofstæki,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „En ég ætla ekki að fullyrða að svo sé. Maður sér mýmörg dæmi um svona áherslur hjá trúfélögum úti í heimi, til dæmis í Bandaríkjunum, og meðal ofstækismanna innan íslams og gyðingdóms. Þetta er ekki bundið við ein trúarbrögð.“ Hjörtur segir það að blanda saman trúmálum og pólitík sé stórhættulegt. „Þessi umræða hefur komið upp á Íslandi nokkrum sinnum og aldrei orðið að því. Að blanda saman trú og flokkapólitík, rétt eins og trú og þjóðernishyggju, er einhver hættulegasti og göróttasti kokteill sem hægt er að blanda.“ Hjörtur hefur ekki trú á að framboðið muni ná teljandi fylgi. „Nei það hef ég ekki, og vona reyndar ekki.“Ekki áherslur Jesú frá NasaretHildi Eir Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, líst einnig illa á stefnumál samtakanna. „Mér líst hræðilega á þetta framtak. Hvað get ég sagt? Ég er bara ósammála öllu sem þeir segja þarna og mér er orða vant.“ Hildur segir stefnumálin dapurleg og reiknar ekki með að framboðið fái mikið fylgi. „Ég held að það sé ekki jarðvegur fyrir þetta á Íslandi. Við erum komin lengra í þessum málum. Það gæti verið alveg frábært að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefði mannréttindi í hávegum en með þessum stefnumálum getur þetta ekki verið kristilegur flokkur. Þetta er ekki réttnefni og þetta eru ekki áherslur Jesú frá Nasaret.“Engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokkiSigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, telur hins vegar enga þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og kemur ekki til með að styðja framboðið. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Sigurvin í samtali við Vísi. „En það er allt í lagi að það sé opinbert að ég kem ekki til með að styðja þessi samtök og það fólk sem þar er. Ég tel að bein afskipti kirkjunnar af hinu opinbera sviði séu ekki af hinu góða. Það er engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og allra síst með svona stefnumál eins og þarna eru.“„Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?“Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir stofnun kristilegs framboðs hafa verið reynda áður og að sá flokkur hafi fengið afar lítið fylgi. „Ég hef nú verið þeirrar skoðunar, eftir mikla íhugun, að þátttaka hins kristilega manns í þeim stjórnmálaöflum sem til eru séu farsælust. Þessir flokkar eru yfir höfuð lýðræðislegir og ef menn vilja koma ár sinni fyrir borð er það hægur vandi. Aðspurður segist Gunnar ekki vita hvort hann muni greiða kristilega flokknum atkvæði. „Ég verð nú að fá að vita hver stefnumálin eru,“ segir Gunnar og þá les blaðamaður fyrir hann helstu stefnumál samtakanna. „Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?,“ segir Gunnar og hlær. „En við lifum í opnu lýðræðissamfélagi og þessi flokkur er auðvitað velkominn í það.“ ESB-málið Tengdar fréttir Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Stofnun kristilegra stjórnmálasamtaka hér á landi hefur vakið athygli en stefnt er að framboði í alþingiskosningunum 2017 og í sveitastjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum og vilja banna fóstureyðingar. Þá er flokkurinn alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vísir hafði samband við nokkra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til samtakanna. „Í fyrstu hljómar þetta eins og öfgahægriofstæki,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „En ég ætla ekki að fullyrða að svo sé. Maður sér mýmörg dæmi um svona áherslur hjá trúfélögum úti í heimi, til dæmis í Bandaríkjunum, og meðal ofstækismanna innan íslams og gyðingdóms. Þetta er ekki bundið við ein trúarbrögð.“ Hjörtur segir það að blanda saman trúmálum og pólitík sé stórhættulegt. „Þessi umræða hefur komið upp á Íslandi nokkrum sinnum og aldrei orðið að því. Að blanda saman trú og flokkapólitík, rétt eins og trú og þjóðernishyggju, er einhver hættulegasti og göróttasti kokteill sem hægt er að blanda.“ Hjörtur hefur ekki trú á að framboðið muni ná teljandi fylgi. „Nei það hef ég ekki, og vona reyndar ekki.“Ekki áherslur Jesú frá NasaretHildi Eir Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, líst einnig illa á stefnumál samtakanna. „Mér líst hræðilega á þetta framtak. Hvað get ég sagt? Ég er bara ósammála öllu sem þeir segja þarna og mér er orða vant.“ Hildur segir stefnumálin dapurleg og reiknar ekki með að framboðið fái mikið fylgi. „Ég held að það sé ekki jarðvegur fyrir þetta á Íslandi. Við erum komin lengra í þessum málum. Það gæti verið alveg frábært að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefði mannréttindi í hávegum en með þessum stefnumálum getur þetta ekki verið kristilegur flokkur. Þetta er ekki réttnefni og þetta eru ekki áherslur Jesú frá Nasaret.“Engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokkiSigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, telur hins vegar enga þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og kemur ekki til með að styðja framboðið. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Sigurvin í samtali við Vísi. „En það er allt í lagi að það sé opinbert að ég kem ekki til með að styðja þessi samtök og það fólk sem þar er. Ég tel að bein afskipti kirkjunnar af hinu opinbera sviði séu ekki af hinu góða. Það er engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og allra síst með svona stefnumál eins og þarna eru.“„Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?“Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir stofnun kristilegs framboðs hafa verið reynda áður og að sá flokkur hafi fengið afar lítið fylgi. „Ég hef nú verið þeirrar skoðunar, eftir mikla íhugun, að þátttaka hins kristilega manns í þeim stjórnmálaöflum sem til eru séu farsælust. Þessir flokkar eru yfir höfuð lýðræðislegir og ef menn vilja koma ár sinni fyrir borð er það hægur vandi. Aðspurður segist Gunnar ekki vita hvort hann muni greiða kristilega flokknum atkvæði. „Ég verð nú að fá að vita hver stefnumálin eru,“ segir Gunnar og þá les blaðamaður fyrir hann helstu stefnumál samtakanna. „Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?,“ segir Gunnar og hlær. „En við lifum í opnu lýðræðissamfélagi og þessi flokkur er auðvitað velkominn í það.“
ESB-málið Tengdar fréttir Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45