Hin raunverulega leiðrétting Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 16. maí 2014 11:49 Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun