Hin raunverulega leiðrétting Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 16. maí 2014 11:49 Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar