Hin raunverulega leiðrétting Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 16. maí 2014 11:49 Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun