Halló, Reykjavík! Kristján Freyr Halldórsson skrifar 15. maí 2014 17:30 Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hæ, ég heiti Kristján Freyr og er Reykvíkingur. Ég hef búið í Reykjavík í fimmtán ár en ég er þó aðeins eldri en fimmtán ára. Ég bjó nefnilega áður í Hnífsdal, þorpinu á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Á Vestfjörðum semsagt. Ég er þá kannski Hnífsdælingur frekar, eða Vestfirðingur? Jæja, það skiptir kannski ekki öllu máli en ég altént uppgötvaði það í fyrra að frá og með því sumri hafði ég lengstan hluta ævi minnar búið í Reykjavík. Ég kom hingað til að sækja Háskólanám en áður en ég gerði það þótti mér afar spennandi og skemmtilegt að heimsækja Reykjavík. Tvíbreiðar götur, fjölmargir bílar, rosalega há kirkja, framandi sælgæti, bíó í Breiðholti og tónlistar- og bókaverslanir á hverju strái. Reyndar fannst mér agalega mikill vanillurjómaís-fnykur liggja yfir miðborginni sem kallaði alltaf á ís með dýfu. Seinna komst ég að því að lyktin var úr Kexverksmiðjunni Frón sem þá var að búa til kremkex. Mér finnst yndislegt að búa í Reykjavík. Borgin hefur uppá svo margt að bjóða og ég get ekki sagt annað en að hún hafi tekið vel á móti mér sem gesti. Ég hef þá tilhneigingu, komandi frá Hnífsdal, að leita uppi þorpsandann í Reykjavík. Ég hef fundið hann og fyrir mér er ekki mikill munur á stórborginni Reykjavík og litla sjávarþorpinu fyrir vestan. Hér arka ég af stað á morgnana úr Hlíðunum, yfir Skólavörðuholtið, framhjá kirkjunni, kjörbúðinni, gítarsmiðnum, skóaranum, grasalækninum og úrsmiðnum. Það er sannkallaður þorpsandi. Það besta er svo að það eru mörg álíka "þorp" í borginni sem hvert hefur sinn sjarma, sín ævintýri og sögu sem gaman er að kynnast. Þegar sú spurning poppaði upp í kollinum á mér síðasta sumar hvort ég væri orðinn Reykvíkingur þá ákvað ég láta til skarar skríða, ákvað að taka málin í mínar hendur. Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu en það skiptir ekki máli. Það eina er að ég er íbúi Reykjavíkur, er glaður og stoltur sem slíkur og ákvað að vanda mig betur við það. Ég ákvað að skila nú af mér til samfélagsins og bjóða mig fram til góðra verka. Hvernig gerir maður það? Já, það eru auðvitað margar leiðir. Það besta við að vera íbúi í Reykjavík er að framlag hvers og eins skiptir máli, hver og einn telur. Það var því mikil lukka og gleði að hitta fyrir hóp sem stendur að bjartri framtíð fyrir Reykjavík. Björt Framtíð er stjórnmálaarmur Besta flokksins sem setið hefur í stjórn borgarinnar síðustu fjögur árin. Þessum hópi hefur farnast afar vel að stýra borginni. Það er friður og ró yfir stjórnmálunum í borginni. Og það er það sem Björt Framtíð ætlar að stuðla að: að halda í þann stöðugleika sem verið hefur í stjórn borgarinnar, að hlúa að mannréttindum, bæta mannleg samskipti og hjálpast að, að vinna að hag fjölskyldna í borginni, bjóða uppá fjölbreytta þjónustu fyrir alla og virkja íbúana í hvívetna. Fólkið sem stendur að Bjartri Framtíð kemur úr ýmsum áttum en á það sameiginlegt að hafa áhuga og ástríðu til að gera Reykjavík að frábærum stað til að búa eða sækja heim. Það vill einfaldlega bjarta framtíð Reykjavík í hag. Það er nú fallegur og heiðarlegur hvati! Um leið og ég þakka Reykjavík fyrir að taka vel á móti mér á sínum tíma, vona ég að ég fái tækifæri til að skila af mér til baka. Ég óska ykkur öllum Bjartrar Framtíðar.- Kristján Freyr er trommari í hljómsveitinni Reykjavík! og bóksali. Hann skipar 7. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun