Réttur til mannréttinda Alma Rut Lindudóttir skrifar 13. maí 2014 12:43 Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í. Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir og þurfti að taka ábyrgð, ég þurfti að standa mig og gera það besta úr aðstæðunum fyrir mig og börnin mín. Fyrir utan vinnuna mína voru bekkir, á þeim sat fólk. Stundum nokkrar konur, en oftast voru fleiri karlmenn. Flestir í Fógetagarðinum voru komnir yfir þrítugt það kom þó nokkrum sinnum fyrir að þar voru einstaklingar alveg niður í 18 ára. Sama hvernig veðrið var þá var yfirleitt alltaf eitthvað líf í Fógetagarðinum, sérstaklega á sumrin, en þá var legið í sólbaði, drukkinn bjór og haft það notalegt. Veturnir voru verri þá var kalt, sumir klæddu sig í kraftgalla, á meðan aðrir reyndu að komast inn í skjól.Lærði mikið af fólkinu í fógetagarðinum Í fógetagarðinum sat fólk sem átti eftir að kenna mér svo mikið og þá aðallega að þakka fyrir það sem ég átti og hafði. Flestir af þessum einstaklingum höfðu farið aðra braut í lífinu heldur en ég, í flestum tilfellum var það ekki þeirra val heldur sjúkdómur sem stýrði því. Flestir drukku mikið áfengi, aðrir voru í harðari efnum og svo voru líka einstaklingar sem höfðu verið í neyslu, en voru orðnir edrú. Ég hlustaði á sögurnar þeirra. Margar skemmtilegar, aðrar sorglegar og nokkrar virkilega átakanlegar. Margir áttu sögu sem gerði það að verkum að þeir byrjuðu að drekka. Oft virðist það hafa gerst að átakanlegir hlutir leiddu fólkið út í neysluna til að byrja með og svo fór sjúkdómurinn að taka völdin. Eftir kynni mín af Fógetagarðinum og lífinu þar þá hætti ég að kvarta yfir mörgum hlutum, ég hætti að vorkenna sjálfri mér og þakkaði betur og meira fyrir það sem ég hafði. Þegar ég sá aðstæður einstaklinga sem höfðu ekki heimili eða rúm til þess að sofa í þá breyttist mitt hugafar mikið. Ég hugsaði um það hvernig lífið væri ef maður gæti ekki farið heim ef það væri ekkert heima því við vitum vel hversu mikils virði heimilið okkar er. Eftir þennan tíma í fógetagarðinum upplifði ég líka margt annað, ég sá hlutina öðruvísi en áður.Fólk í fyrsta sæti Við fæðumst inn í þennan heim, við vorum öll saklaus lítil börn sem lékum okkur, fórum í grunnskóla og fetuðum okkur út í lífið. Sennilega erum við þannig flest að við viljum láta koma fram við okkur af virðingu. Við höfum hvorki rétt til þess að dæma aðra, né til þess að horfa niður á fólk og sýna óvirðingu. Hvar sem þú ert í lífinu, á hvaða stað þú ert eða hvað sem þú ert að gera þá ertu ekki yfir neinn hafin. Hver einasta persóna hefur sinn rétt, rétt til þess að komið sé fram við hana af virðingu. Í fjögur ár hef ég lagt mikið í það að bæta aðbúnað þeirra sem hafa orðið utangarðs. Margir þeirra sátu í Fógetagarðinum um árin. Ég nota orðið utangarðs því þessir einstaklingar hafa ekki fengið og fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á að fá. Þjónusta við utangarðsfólk þarf að vera meiri og auka þarf úrræðum. Það er mikið af góðum úrræðum í boði en gríðarleg þörf á fleirum og fjölbreyttari. Mestu þörfina í dag tel ég vera úrræði fyrir einstaklinga sem koma úr meðferð og bíða eftir plássi á öðrum stöðum. Það er mikil þörf á fleiri félagslegum íbúðum og öðru heimili fyrir karlmenn með vímuefnavanda heimili eins og er í dag á Njálsgötu. Mín skoðun er sú að það á að setja fólk í fyrsta sæti og aðra hluti þar á eftir. Við þurfum að byrja á því að sporna við fátækt, það eiga allir að eiga sitt heimili og geta framfleytt sér og sínum. Við viljum betri borg fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég að vinna á sólbaðsstofu sem var staðsett við Fógetagarðinn. Ég var einstæð móðir með tvo stráka á grunnskólaaldri. Staða mín var eins og margra annarra í þjóðfélaginu, dálítið erfið. Ég var með óhagstæð lán, íbúðarlánin mín hækkuðu upp úr öllu valdi og ofan á það komu framkvæmdir á blokkinni sem ég bjó í. Að auki var ég ekki fær um að vinna 100 prósent vinnu vegna veikinda. Á þessum tíma var fjárhagur minn ekki upp á sitt besta. Ég viðurkenni alveg að ég vældi yfir stöðu minni og lagðist í sjálfsvorkunn. En ég var móðir og þurfti að taka ábyrgð, ég þurfti að standa mig og gera það besta úr aðstæðunum fyrir mig og börnin mín. Fyrir utan vinnuna mína voru bekkir, á þeim sat fólk. Stundum nokkrar konur, en oftast voru fleiri karlmenn. Flestir í Fógetagarðinum voru komnir yfir þrítugt það kom þó nokkrum sinnum fyrir að þar voru einstaklingar alveg niður í 18 ára. Sama hvernig veðrið var þá var yfirleitt alltaf eitthvað líf í Fógetagarðinum, sérstaklega á sumrin, en þá var legið í sólbaði, drukkinn bjór og haft það notalegt. Veturnir voru verri þá var kalt, sumir klæddu sig í kraftgalla, á meðan aðrir reyndu að komast inn í skjól.Lærði mikið af fólkinu í fógetagarðinum Í fógetagarðinum sat fólk sem átti eftir að kenna mér svo mikið og þá aðallega að þakka fyrir það sem ég átti og hafði. Flestir af þessum einstaklingum höfðu farið aðra braut í lífinu heldur en ég, í flestum tilfellum var það ekki þeirra val heldur sjúkdómur sem stýrði því. Flestir drukku mikið áfengi, aðrir voru í harðari efnum og svo voru líka einstaklingar sem höfðu verið í neyslu, en voru orðnir edrú. Ég hlustaði á sögurnar þeirra. Margar skemmtilegar, aðrar sorglegar og nokkrar virkilega átakanlegar. Margir áttu sögu sem gerði það að verkum að þeir byrjuðu að drekka. Oft virðist það hafa gerst að átakanlegir hlutir leiddu fólkið út í neysluna til að byrja með og svo fór sjúkdómurinn að taka völdin. Eftir kynni mín af Fógetagarðinum og lífinu þar þá hætti ég að kvarta yfir mörgum hlutum, ég hætti að vorkenna sjálfri mér og þakkaði betur og meira fyrir það sem ég hafði. Þegar ég sá aðstæður einstaklinga sem höfðu ekki heimili eða rúm til þess að sofa í þá breyttist mitt hugafar mikið. Ég hugsaði um það hvernig lífið væri ef maður gæti ekki farið heim ef það væri ekkert heima því við vitum vel hversu mikils virði heimilið okkar er. Eftir þennan tíma í fógetagarðinum upplifði ég líka margt annað, ég sá hlutina öðruvísi en áður.Fólk í fyrsta sæti Við fæðumst inn í þennan heim, við vorum öll saklaus lítil börn sem lékum okkur, fórum í grunnskóla og fetuðum okkur út í lífið. Sennilega erum við þannig flest að við viljum láta koma fram við okkur af virðingu. Við höfum hvorki rétt til þess að dæma aðra, né til þess að horfa niður á fólk og sýna óvirðingu. Hvar sem þú ert í lífinu, á hvaða stað þú ert eða hvað sem þú ert að gera þá ertu ekki yfir neinn hafin. Hver einasta persóna hefur sinn rétt, rétt til þess að komið sé fram við hana af virðingu. Í fjögur ár hef ég lagt mikið í það að bæta aðbúnað þeirra sem hafa orðið utangarðs. Margir þeirra sátu í Fógetagarðinum um árin. Ég nota orðið utangarðs því þessir einstaklingar hafa ekki fengið og fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á að fá. Þjónusta við utangarðsfólk þarf að vera meiri og auka þarf úrræðum. Það er mikið af góðum úrræðum í boði en gríðarleg þörf á fleirum og fjölbreyttari. Mestu þörfina í dag tel ég vera úrræði fyrir einstaklinga sem koma úr meðferð og bíða eftir plássi á öðrum stöðum. Það er mikil þörf á fleiri félagslegum íbúðum og öðru heimili fyrir karlmenn með vímuefnavanda heimili eins og er í dag á Njálsgötu. Mín skoðun er sú að það á að setja fólk í fyrsta sæti og aðra hluti þar á eftir. Við þurfum að byrja á því að sporna við fátækt, það eiga allir að eiga sitt heimili og geta framfleytt sér og sínum. Við viljum betri borg fyrir alla.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun