Að byggja bæ Ása Richarsdóttir skrifar 13. maí 2014 12:21 Við sem fædd erum og uppalin í Kópavogi á seinni hluta síðustu aldar þekkjum flest sögur af frumbyggjum hreppsins og sum okkar eru börn þeirra eða barnabörn. Frumbyggjarnir bókstaflega ruddu jörðina, grófu grunna og reistu hús oft löngu áður en vegur var lagður heim að húsi. Hér var hægt að fá land fyrir lítið, hingað flutti fólk sem ekki naut náðar í bönkunum og byggði sín heimili með hjálp góðra vina og á eigin dugnaði og vilja til að eignast þak yfir höfuðið. Þau voru landnámsmenn og lýsingar alls ekki ólíkar þeim sem lesa má um ýmsar aðrar frumbyggjabyggðir, þó tíminn væri ef til vill annar.UPPBYGGING Í UPPHAFI Fyrstu árin var engin verslun í Kópavogi, fólkið þurfti að fara til Reykjavíkur til að sækja mjólk og salt í grautinn. Smám saman fór byggðin að taka á sig mynd og hreppurinn varð kaupstaður. Við tók að byggja skóla fyrir börnin, kirkjuna á holtinu, svo fóru að koma mjólkurbúðir, fiskbúðir og hverfisverslanir, það risu skúrar fyrir verkstæðin og skemmur fyrir fyrirtækin… þannig eitt af öðru varð bærinn til, félagsheimilið reis, sundlaugin, skólarnir í Austurbæ og Vesturbæ. Til urðu íþróttafélög, skátafélag, hjálparsveit, siglingaklúbbur, leikfélag, myndlistarskóli, kvöldskóli, kórar, rotary og lions, og svo mætti lengi telja. Þessum tíma í Kópavogi voru gerð ódauðleg skil í Kópavogsbragi Böðvars Guðlaugssonar sem Ríó Tríóið söng. Þar var meðal annars gert góðlátlegt grín að kvartkílómetralanga malbikaða spottanum sem var „svo mikið mjúkur“.FÓLKSFJÖLGUN OG MALBIK Líkt og sjá má á neðangreindri töflu fjölgaði fólkinu hratt fyrstu áratugina, margfaldaðist milli 1950 og 1960, árið 1970 voru íbúarnir orðnir meira en helmingi fleiri en 10 árum fyrr. En næstu tuttugu árin hægði á fjölgun, árið 1990 vorum við orðin rúmlega 16 þúsund talsins. En upp úr 1990 var sprenging og á aldamótaárinu 2000 hafði íbúafjöldinn nær tvöfaldast, kominn í tæplega 24 þúsund manns. Byggðin breiddist út, hætti að snúast um Kópavogshálsinn og byrjaði að teygja sig upp um holt og hæðir, alla leið upp á Vatnsenda.ÁrÍbúafjöldi19501.64719606.213197011.165198013.819199016.186200023.518201030.357 Á fyrstu áratugum í lífi Kópavogs hafði bærinn ef til vill fáar malbikaðar götur en hann hafði þá ímynd að vera bær barna, samhjálpar og velferðar. Fólkið, þarfir þess, barna sem annarra voru látnar ganga fyrir. Svo breyttist það. Göturnar voru malbikaðar, vinum mínum fannst og finnst jafn erfitt að rata en maður lifandi, það er mikið malbik í Kópavogi. Á sama tíma og aukin krafa um vistvænt og grænt umhverfi fór að heyrast í samfélaginu var ráðist í gríðarlega úthlutun lóða til íbúða og atvinnuhúsnæðis í Kópavogi þar sem háreistir turnar fengu að spretta óáreittir, byggð leyfð við viðkvæma vatnsbakka, mikið land lagt undir stofnæðar og brautir og til urðu stór aðskilin úthverfi sem dreifast yfir gríðarlegt landflæmi. Áfram var keyrt þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa, m.a. gegn uppbyggingu á Kársnesi, skipulagi á Nónhæð, háreystri byggð á Lundarsvæði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Nú er mál að linni. Framundan en gríðarlegt verkefni fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að fanga bæjarstæðið og gera allt sem hægt er að gera til að búa til samstæða byggð fremur en aðskilin úthverfi líkt og nú. Það verður að finna límið í „Nýjan Kópavog“ og það verður best sótt í brunn mannlífsins sjálfs. Hér eftir verður að leita jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags.KÓPAVOGUR SEXTUGUR Kópavogsbær verður sextugur á næsta ári. Alla tíð hafa bæinn byggt „innflytjendur“ – fyrst alls konar fólk úr Reykjavík og utan að landi sem ekki hafði efni á að byggja annars staðar. Í dag er bærinn líka fullur af „innflytjendum“ – alls staðar að og við hefur bæst fjölbreyttur hópur fólks alls staðar að úr heiminum. Við erum 32 þúsund talsins og við erum öll Kópavogsbúar.STEFNA SAMFYLKINGARINNAR Skipulagsmál eru rammpólitísk og það er mikill munur á skipulagi þar sem félagshyggja og íbúar eru í fyrirrúmi og frjálshyggju þar sem verktakar og landeigendur fá ráðið öllu. Samfylkingin í Kópavogi vill gera skipulag og umhverfi Kópavogs að forgangsmáli á komandi kjörtímabili . Framtíðarsýn okkar er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild, sem eitt búsetusvæði og atvinnumarkaður, svæði með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og almenningssamgöngukerfi. Gríðarleg þörf er á betri, vistvænni samgöngutengingum við önnur sveitarfélög, m.a. með göngubrú yfir Fossvog og að stofnæðar sem í dag kljúfa Kópavog, verði settar í stokk. Á næstu fjórum árum viljum við auka verulega ferðir strætó, endurhanna götur þar sem hjólandi og gangandi fólk verður sett í forgang, þróa núverandi atvinnu- og íbúasvæði út frá vistvænum forsendum og byggja upp útivistarsvæði í öllum hverfum Kópavogs, svo fátt eitt sé nefnt. Allar okkar fjölmörgu tillögur má finna á www.betrikopavogur.is.SKIPULAG ER SPENNANDI VERKEFNI Skipulag lands Kópavogs er spennandi verkefni. Í landinu okkar eru mörg svæði þar sem hægt er að þróa byggð þannig að stutt verði fyrir íbúa í almenningssamgöngur, þjónustu, verslun, skóla og útivistarsvæði. Heildstæð sterk byggð, þar sem sérstaða bæjarins, hvers hverfis, hvers íbúa fær notið sín er sýn Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem fædd erum og uppalin í Kópavogi á seinni hluta síðustu aldar þekkjum flest sögur af frumbyggjum hreppsins og sum okkar eru börn þeirra eða barnabörn. Frumbyggjarnir bókstaflega ruddu jörðina, grófu grunna og reistu hús oft löngu áður en vegur var lagður heim að húsi. Hér var hægt að fá land fyrir lítið, hingað flutti fólk sem ekki naut náðar í bönkunum og byggði sín heimili með hjálp góðra vina og á eigin dugnaði og vilja til að eignast þak yfir höfuðið. Þau voru landnámsmenn og lýsingar alls ekki ólíkar þeim sem lesa má um ýmsar aðrar frumbyggjabyggðir, þó tíminn væri ef til vill annar.UPPBYGGING Í UPPHAFI Fyrstu árin var engin verslun í Kópavogi, fólkið þurfti að fara til Reykjavíkur til að sækja mjólk og salt í grautinn. Smám saman fór byggðin að taka á sig mynd og hreppurinn varð kaupstaður. Við tók að byggja skóla fyrir börnin, kirkjuna á holtinu, svo fóru að koma mjólkurbúðir, fiskbúðir og hverfisverslanir, það risu skúrar fyrir verkstæðin og skemmur fyrir fyrirtækin… þannig eitt af öðru varð bærinn til, félagsheimilið reis, sundlaugin, skólarnir í Austurbæ og Vesturbæ. Til urðu íþróttafélög, skátafélag, hjálparsveit, siglingaklúbbur, leikfélag, myndlistarskóli, kvöldskóli, kórar, rotary og lions, og svo mætti lengi telja. Þessum tíma í Kópavogi voru gerð ódauðleg skil í Kópavogsbragi Böðvars Guðlaugssonar sem Ríó Tríóið söng. Þar var meðal annars gert góðlátlegt grín að kvartkílómetralanga malbikaða spottanum sem var „svo mikið mjúkur“.FÓLKSFJÖLGUN OG MALBIK Líkt og sjá má á neðangreindri töflu fjölgaði fólkinu hratt fyrstu áratugina, margfaldaðist milli 1950 og 1960, árið 1970 voru íbúarnir orðnir meira en helmingi fleiri en 10 árum fyrr. En næstu tuttugu árin hægði á fjölgun, árið 1990 vorum við orðin rúmlega 16 þúsund talsins. En upp úr 1990 var sprenging og á aldamótaárinu 2000 hafði íbúafjöldinn nær tvöfaldast, kominn í tæplega 24 þúsund manns. Byggðin breiddist út, hætti að snúast um Kópavogshálsinn og byrjaði að teygja sig upp um holt og hæðir, alla leið upp á Vatnsenda.ÁrÍbúafjöldi19501.64719606.213197011.165198013.819199016.186200023.518201030.357 Á fyrstu áratugum í lífi Kópavogs hafði bærinn ef til vill fáar malbikaðar götur en hann hafði þá ímynd að vera bær barna, samhjálpar og velferðar. Fólkið, þarfir þess, barna sem annarra voru látnar ganga fyrir. Svo breyttist það. Göturnar voru malbikaðar, vinum mínum fannst og finnst jafn erfitt að rata en maður lifandi, það er mikið malbik í Kópavogi. Á sama tíma og aukin krafa um vistvænt og grænt umhverfi fór að heyrast í samfélaginu var ráðist í gríðarlega úthlutun lóða til íbúða og atvinnuhúsnæðis í Kópavogi þar sem háreistir turnar fengu að spretta óáreittir, byggð leyfð við viðkvæma vatnsbakka, mikið land lagt undir stofnæðar og brautir og til urðu stór aðskilin úthverfi sem dreifast yfir gríðarlegt landflæmi. Áfram var keyrt þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa, m.a. gegn uppbyggingu á Kársnesi, skipulagi á Nónhæð, háreystri byggð á Lundarsvæði, svo nokkur dæmi séu nefnd. Nú er mál að linni. Framundan en gríðarlegt verkefni fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að fanga bæjarstæðið og gera allt sem hægt er að gera til að búa til samstæða byggð fremur en aðskilin úthverfi líkt og nú. Það verður að finna límið í „Nýjan Kópavog“ og það verður best sótt í brunn mannlífsins sjálfs. Hér eftir verður að leita jafnvægis milli allra þeirra þátta sem einkenna þurfa mannvænleg og framsækin samfélög; jafnvægi milli uppbyggingar, umhverfis, menningar og skipulags.KÓPAVOGUR SEXTUGUR Kópavogsbær verður sextugur á næsta ári. Alla tíð hafa bæinn byggt „innflytjendur“ – fyrst alls konar fólk úr Reykjavík og utan að landi sem ekki hafði efni á að byggja annars staðar. Í dag er bærinn líka fullur af „innflytjendum“ – alls staðar að og við hefur bæst fjölbreyttur hópur fólks alls staðar að úr heiminum. Við erum 32 þúsund talsins og við erum öll Kópavogsbúar.STEFNA SAMFYLKINGARINNAR Skipulagsmál eru rammpólitísk og það er mikill munur á skipulagi þar sem félagshyggja og íbúar eru í fyrirrúmi og frjálshyggju þar sem verktakar og landeigendur fá ráðið öllu. Samfylkingin í Kópavogi vill gera skipulag og umhverfi Kópavogs að forgangsmáli á komandi kjörtímabili . Framtíðarsýn okkar er að höfuðborgarsvæðið verði skipulagt sem ein heild, sem eitt búsetusvæði og atvinnumarkaður, svæði með sameiginlegar náttúruperlur, auðlindir og almenningssamgöngukerfi. Gríðarleg þörf er á betri, vistvænni samgöngutengingum við önnur sveitarfélög, m.a. með göngubrú yfir Fossvog og að stofnæðar sem í dag kljúfa Kópavog, verði settar í stokk. Á næstu fjórum árum viljum við auka verulega ferðir strætó, endurhanna götur þar sem hjólandi og gangandi fólk verður sett í forgang, þróa núverandi atvinnu- og íbúasvæði út frá vistvænum forsendum og byggja upp útivistarsvæði í öllum hverfum Kópavogs, svo fátt eitt sé nefnt. Allar okkar fjölmörgu tillögur má finna á www.betrikopavogur.is.SKIPULAG ER SPENNANDI VERKEFNI Skipulag lands Kópavogs er spennandi verkefni. Í landinu okkar eru mörg svæði þar sem hægt er að þróa byggð þannig að stutt verði fyrir íbúa í almenningssamgöngur, þjónustu, verslun, skóla og útivistarsvæði. Heildstæð sterk byggð, þar sem sérstaða bæjarins, hvers hverfis, hvers íbúa fær notið sín er sýn Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar