Hver nær yfirhöndinni | Svara Haukar á pöllunum? Guðmunndur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 14:00 Áhorfendur, Sigurbergur og Einar Pétur halda í sér andanum í þann mund sem Guðni skorar. VÍSIR/VILHELM Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti