Körfubolti

Norðmenn saltaðir í Solna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
U18 ára lið karla fagnar fjögurra stiga sigri.
U18 ára lið karla fagnar fjögurra stiga sigri. Mynd/KKí
Ísland vann Noreg í öllum fjórum leikjum dagsins á Norðurlandamóti ungmenna í körfubolta sem nú stendur yfir í Solna í Svíþjóð.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur U18 ára liðs drengja annan daginn í röð en það vann sinn leik, 73-69.

Sara Hinriksdóttir úr Keflavík var einnig stigahæst hjá U18 ára liði stúlkna annan leikinn í röð en okkar stelpur unnu auðveldan 19 stiga sigur, 60-41.

Mesta spennan var í leik U16 ára liða drengja sem ísland vann með tveimur stigum, 86-85. Þar var Þórir Þorbjarnarson stigahæstur með heil 33 stig.

Úrslit dagsins:

U18 stúlkur: Noregur 41-60 Ísland - Stigahæst í leiknum var Sara Hinriksdóttir með 17 stig

U18 drengir: Noregur 69-73 Ísland - Stigahæstur í leiknum var Jón Axel Guðmundsson með 19 stig

U16 drengir: Noregur 84-86 Ísland - Stigahæstur var Þórir Þorbjarnarson með 33 stig

U16 stúlkur: Noregur 41-69 Ísland - Stigahæst var Thelma Dís Ágústsdóttir með 14 stig

Á morgun mæta okkar krakkar liðum Finna en fyrsti leikurinn er klukkan 13.00 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×