Atvinnumál í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. maí 2014 14:25 Björt framtíð vill setja atvinnumál í Kópavogi í forgang, byggja upp fjölbreytt störf og skapa þannig grunn undir vaxandi tekjur inn í framtíðina. Sveitarfélög hafa þann tilgang að veita þjónustu og tryggja íbúum ákveðin lífsgæði. Oftast er um að ræða lögbundin verkefni en sameiginleg velferðarmál eru einnig áberandi. Eitt meginverkefna sveitarfélaga snýst einnig um að efla atvinnuþróun innan sveitarfélagsins en verkefni af því tagi eru gjarnan skýrð með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Kópavogur er þar ekkert einsdæmi. Sveitarfélög á landinu öllu hafa stutt við atvinnulíf og nýsköpun um áratuga skeið með ýmsum nefndum, sjóðum og félögum s.s. atvinnuþróunarfélögum, atvinnumálanefndum, markaðsstofum og rannsóknar- og þróunarsjóðum. Víða á Íslandi hafa markaðsstofur verið stofnaðar með miklum árangri í atvinnumálum. Til þess að samstarfið gangi sem best þá er heppilegast að í stjórn slíkra stofnana sé bæði fólk úr atvinnulífinu og fólk kosið til þess í bæjarstjórn. Þannig er fyrirkomulagið hjá Markaðsstofu Kópavogs. Sýnum ábyrgð Þörf er á að fjölga störfum í Kópavogi, atvinnuleysi er talsvert og fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið er bundið af að veita eykst með viðvarandi atvinnuleysi. Ekki er síður þörf á að auka tekjur þeirra stofnana sem bærinn rekur, safnanna og tónleikasalar. Raunar er fækkun safngesta staðreynd og rekstur safnanna dýr. Það er í mínum huga ábyrgðarleysi að bregðast ekki við slíkri stöðu, ekki síst þegar öðrum sveitarfélögum tekst að laða að ferðamenn að, t.d. með því að markaðssetja söfn. Þá kann einhver að velta fyrir sér hvort við eigum að sitja hjá og láta ferðamenn renna undir Hamraborgina og til baka í Leifsstöð eða hvort við eigum að gera þeim tilboð um að heimsækja söfnin okkar og skapa tekjur rétt eins og önnur bæjarfélög gera. Við skulum skoða þetta með opnum huga og ekki segja blákalt að ferðamenn eigi ekki erindi í Kópavog. Verslunarmiðstöðin Smáralind tók sig til og hóf rekstur ferðamannavagns í fyrrasumar sem skilaði þeim þúsundum erlendra gesta. Vagninn fer frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, á nokkur hótel og svo í verslunarmiðstöðina. Til þess að efla miðbæ Kópavogs þá var samið við rekstaraðila um að koma við á menningarstofunni við Hamraborg og auka þar með aðgengi ferðmanna að henni enda talið að það skipti máli fyrir söfnin. Markaðsstofan hefur einnig gert samning við Hópbíla Teits Jónassonar um að koma með yfir 2000 þýska ferðamenn í Kópavog í sumar. Erlendir ferðamenn koma einnig reglulega í tengslum við íþróttaviðburði sem styrkir bæði íþróttafélögin og verslun og þjónustu. Það er óskandi að við náum að landa fleiri slíkum samningum því íþrótta- og menningatengd ferðaþjónusta skiptir verulegu máli fyrir atvinnustigið í Kópavogi. Staðreyndin er sú að í hvert skipti sem ferðamaður greiðir fyrir vöru í Kópavogi þá hækkar hann atvinnustigið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ný hugsun í Kópavogi en ef ferðaþjónusta virkar í öðrum sveitarfélögum þá virkar hún hér. Við skulum samt vera þolinmóð því slík uppbygging gæti tekið einhvern tíma. Styrkjum stöðu Kópavogs saman Undanfarin ár hef ég lagt mig fram um að vinna af heilindum að uppbyggingu í Kópavogi, m.a. með því að leggja fram tillögu að stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Sjálf á ég engra hagsmuna að gæta og hef aldrei þegið laun fyrir störf mín á þeim vettvangi. Markaðsstofunni er ætlað að styrkja stöðu Kópavogs sem næststærsta sveitarfélags landsins, áfangastaðar í ferðaþjónustu og miðstöðvar verslunar og þjónustu. Með aðkomu Markaðsstofunnar hafa verið stofnuð hagsmunasamtök atvinnufyrirtækja í Smiðjuhverfi og undirbúningur er hafinn á svæðinu við Bæjarlind og einnig við Nýbýlaveg. Stefnt er að því að stofna slík samtök í öllum atvinnuhverfum í Kópavogi. Það er ánægjulegt að finna þau jákvæðu viðbrögð sem við fáum frá fyrirtækjum við það eitt að þau komi að borðinu, taka þátt í opnu samtali og vinna saman að bestu lausn. Ég vil halda áfram að vinna að hugmyndum um betri og öflugri Kópavog, þess vegna vel ég að bjóða fram krafta mína með Bjartri framtíð. Ég hef mikla trú á að með samvinnu, rökræðu og samtali við íbúa, starfsmenn Kópavogsbæjar og fyrirtæki þá sé líklegra að ná góðum árangri. Þannig getum við öll átt okkar þátt í að gera Kópavog betri, öflugri, fallegri og eftirsóknarverðari stað að búa á. Björt framtíð í Kópavogi gengur óbundin til kosninga ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð vill setja atvinnumál í Kópavogi í forgang, byggja upp fjölbreytt störf og skapa þannig grunn undir vaxandi tekjur inn í framtíðina. Sveitarfélög hafa þann tilgang að veita þjónustu og tryggja íbúum ákveðin lífsgæði. Oftast er um að ræða lögbundin verkefni en sameiginleg velferðarmál eru einnig áberandi. Eitt meginverkefna sveitarfélaga snýst einnig um að efla atvinnuþróun innan sveitarfélagsins en verkefni af því tagi eru gjarnan skýrð með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Kópavogur er þar ekkert einsdæmi. Sveitarfélög á landinu öllu hafa stutt við atvinnulíf og nýsköpun um áratuga skeið með ýmsum nefndum, sjóðum og félögum s.s. atvinnuþróunarfélögum, atvinnumálanefndum, markaðsstofum og rannsóknar- og þróunarsjóðum. Víða á Íslandi hafa markaðsstofur verið stofnaðar með miklum árangri í atvinnumálum. Til þess að samstarfið gangi sem best þá er heppilegast að í stjórn slíkra stofnana sé bæði fólk úr atvinnulífinu og fólk kosið til þess í bæjarstjórn. Þannig er fyrirkomulagið hjá Markaðsstofu Kópavogs. Sýnum ábyrgð Þörf er á að fjölga störfum í Kópavogi, atvinnuleysi er talsvert og fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið er bundið af að veita eykst með viðvarandi atvinnuleysi. Ekki er síður þörf á að auka tekjur þeirra stofnana sem bærinn rekur, safnanna og tónleikasalar. Raunar er fækkun safngesta staðreynd og rekstur safnanna dýr. Það er í mínum huga ábyrgðarleysi að bregðast ekki við slíkri stöðu, ekki síst þegar öðrum sveitarfélögum tekst að laða að ferðamenn að, t.d. með því að markaðssetja söfn. Þá kann einhver að velta fyrir sér hvort við eigum að sitja hjá og láta ferðamenn renna undir Hamraborgina og til baka í Leifsstöð eða hvort við eigum að gera þeim tilboð um að heimsækja söfnin okkar og skapa tekjur rétt eins og önnur bæjarfélög gera. Við skulum skoða þetta með opnum huga og ekki segja blákalt að ferðamenn eigi ekki erindi í Kópavog. Verslunarmiðstöðin Smáralind tók sig til og hóf rekstur ferðamannavagns í fyrrasumar sem skilaði þeim þúsundum erlendra gesta. Vagninn fer frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, á nokkur hótel og svo í verslunarmiðstöðina. Til þess að efla miðbæ Kópavogs þá var samið við rekstaraðila um að koma við á menningarstofunni við Hamraborg og auka þar með aðgengi ferðmanna að henni enda talið að það skipti máli fyrir söfnin. Markaðsstofan hefur einnig gert samning við Hópbíla Teits Jónassonar um að koma með yfir 2000 þýska ferðamenn í Kópavog í sumar. Erlendir ferðamenn koma einnig reglulega í tengslum við íþróttaviðburði sem styrkir bæði íþróttafélögin og verslun og þjónustu. Það er óskandi að við náum að landa fleiri slíkum samningum því íþrótta- og menningatengd ferðaþjónusta skiptir verulegu máli fyrir atvinnustigið í Kópavogi. Staðreyndin er sú að í hvert skipti sem ferðamaður greiðir fyrir vöru í Kópavogi þá hækkar hann atvinnustigið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ný hugsun í Kópavogi en ef ferðaþjónusta virkar í öðrum sveitarfélögum þá virkar hún hér. Við skulum samt vera þolinmóð því slík uppbygging gæti tekið einhvern tíma. Styrkjum stöðu Kópavogs saman Undanfarin ár hef ég lagt mig fram um að vinna af heilindum að uppbyggingu í Kópavogi, m.a. með því að leggja fram tillögu að stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Sjálf á ég engra hagsmuna að gæta og hef aldrei þegið laun fyrir störf mín á þeim vettvangi. Markaðsstofunni er ætlað að styrkja stöðu Kópavogs sem næststærsta sveitarfélags landsins, áfangastaðar í ferðaþjónustu og miðstöðvar verslunar og þjónustu. Með aðkomu Markaðsstofunnar hafa verið stofnuð hagsmunasamtök atvinnufyrirtækja í Smiðjuhverfi og undirbúningur er hafinn á svæðinu við Bæjarlind og einnig við Nýbýlaveg. Stefnt er að því að stofna slík samtök í öllum atvinnuhverfum í Kópavogi. Það er ánægjulegt að finna þau jákvæðu viðbrögð sem við fáum frá fyrirtækjum við það eitt að þau komi að borðinu, taka þátt í opnu samtali og vinna saman að bestu lausn. Ég vil halda áfram að vinna að hugmyndum um betri og öflugri Kópavog, þess vegna vel ég að bjóða fram krafta mína með Bjartri framtíð. Ég hef mikla trú á að með samvinnu, rökræðu og samtali við íbúa, starfsmenn Kópavogsbæjar og fyrirtæki þá sé líklegra að ná góðum árangri. Þannig getum við öll átt okkar þátt í að gera Kópavog betri, öflugri, fallegri og eftirsóknarverðari stað að búa á. Björt framtíð í Kópavogi gengur óbundin til kosninga !
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar