Orðum fylgir ábyrgð Sabine Leskopf skrifar 28. maí 2014 15:29 Undanfarna daga hefur öfgafull umræða átt sér stað sem oddviti Framsóknarinnar kveikti með orðum sínum. Orðið rasismi hefur fallið oftar en einu sinni, en það á ekki við hér, því umræðan snýst ekki um ákveðinn kynþátt heldur ótta við hið ókunna, sem er ein af frumhvötum mannsins. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki eða höfum mjög óljósar hugmyndir um. Þessa hvöt hyggst Framsóknarflokkurinn nú nýta sér í örvæntingu sinni og kjördagurinn leiðir í ljós hvort fólk lætur afvegaleiða sig á þennan hátt. En það er eitt sem kemur ofar í hugann en atkvæðin á laugardaginn og það eru afleiðingar þessarar umræðu. Hvað þýðir það að fólk talar um málefni múslíma og þar af leiðandi málefni innflytjenda almennt á þennan hátt í kaffistofum landsins, við kvöldmatarborðið fyrir framan börnin sín? Hvaða áhrif hefur þetta á börn sem heyra foreldra sína tala svona, fullir af áhyggjum og ótta? Hvernig taka þessi börn svo á móti börnum af erlendum uppruna í skólanum næsta dag? Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að börn af erlendum uppruna verða nú þegar fyrir einelti í meiri mæli en önnur börn. Er oddviti Framsóknarflokksins virkilega tilbúinn að kaupa sér atkvæði á kostnað þeirra? Þann 10. maí var haldið upp á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þar sem við fögnuðum fjölbreytileikanum, þetta er borg eins og við viljum hafa hana, borg sem er litrík og skemmtileg, sem ber virðingu fyrir öllu því jákvæða sem fólk flytur með sér alls staðar að úr heiminum. En einn dagur á ári er ekki nóg. Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Sabine Leskopf Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur öfgafull umræða átt sér stað sem oddviti Framsóknarinnar kveikti með orðum sínum. Orðið rasismi hefur fallið oftar en einu sinni, en það á ekki við hér, því umræðan snýst ekki um ákveðinn kynþátt heldur ótta við hið ókunna, sem er ein af frumhvötum mannsins. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki eða höfum mjög óljósar hugmyndir um. Þessa hvöt hyggst Framsóknarflokkurinn nú nýta sér í örvæntingu sinni og kjördagurinn leiðir í ljós hvort fólk lætur afvegaleiða sig á þennan hátt. En það er eitt sem kemur ofar í hugann en atkvæðin á laugardaginn og það eru afleiðingar þessarar umræðu. Hvað þýðir það að fólk talar um málefni múslíma og þar af leiðandi málefni innflytjenda almennt á þennan hátt í kaffistofum landsins, við kvöldmatarborðið fyrir framan börnin sín? Hvaða áhrif hefur þetta á börn sem heyra foreldra sína tala svona, fullir af áhyggjum og ótta? Hvernig taka þessi börn svo á móti börnum af erlendum uppruna í skólanum næsta dag? Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að börn af erlendum uppruna verða nú þegar fyrir einelti í meiri mæli en önnur börn. Er oddviti Framsóknarflokksins virkilega tilbúinn að kaupa sér atkvæði á kostnað þeirra? Þann 10. maí var haldið upp á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þar sem við fögnuðum fjölbreytileikanum, þetta er borg eins og við viljum hafa hana, borg sem er litrík og skemmtileg, sem ber virðingu fyrir öllu því jákvæða sem fólk flytur með sér alls staðar að úr heiminum. En einn dagur á ári er ekki nóg. Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun