Velferðarkerfi Kirkjunnar fyrir einstæðar mæður? Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:31 Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík og reyndar víðar um land er aukin fátækt. Bæði Rauði Kross Íslands og Barnaheill hafa gefið út skýrslur og yfirlýsingar sem lýsa áhyggjum af þessari þróun. Velferð barna er í húfi. Æ ofan í æ heyrast súrrealísk dæmi frá ungu fólki. Þrælmenntað fólk er annað hvort atvinnulaust eða að vinna venjuleg sómasamleg störf en þrá vinnu við hæfi. Langflestir þessara einstaklinga eiga erfitt með að borga niður námslánin sín og sjá ekki fram á að klára það fyrr en á gamals aldri. Margir þeirra sem eru að mennta sig eiga ekki eða varla rétt á fjárhagsaðstoð að námi loknu. Eitt dæmi er einstæð tveggja barna móðir sem er nemi á milli anna í Háskóla Íslands. Hún mun fá rétt rúmar 44.000 krónur frá sveitafélaginu í fjárhagsaðstoð í næsta mánuði. Konan sem um ræðir hefur ekki haft tíma til þess að finna vinnu enda verið í prófum. Hún hefur ekki meiri rétt en þetta vegna þess hve námslánin hennar voru „há‟. Eins og fram er komið sér hún fyrir tveimur börnum. Það er eins gott að konan hafi gott bakland, fái vinnu eins og skot og geti borgað fyrir barnapíu í sumar. Ef eitthvað eitt af þessu bregst er voðin vís. Á það sama yfir alla að ganga? Í dag var umræddri konu bent á að tala við Hjálparstofnun Kirkjunnar. Skrifstofan væri opin þar í dag. Er þetta velferðarkerfið okkar? Með fullri virðingu og þökk fyrir störf allra hjálparsamtaka á Íslandi. Dögun í Reykjavík er mannréttindarframboð sem vill að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Dögun talar fyrir tekjutengingu gjaldskráa sem viðkoma börnum og að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Fólk skammast sín fyrir fátæktina og fyrir að geta ekki staðið betur á eigin fótum. Margir eru líka reiðir og finnst brotið á sér. Enn er spurt: Á það sama yfir alla að ganga? Það er ekkert gaman að setja út á neinn. Helst af öllu ekki fólk sem hefur fylkt sér saman til að vinna að betra samfélagi en það verður ekki orða bundist. Síðustu stjórnendur Reykjavíkurborgar, Björt Framtíð og Samfylkingin, tóku við erfiðu búi eftir hrun en að hverju eru flokkarnir að barma sér? Sameiningu leikskólanna? Á því að OR seldi hlut í HS veitum til Ursus til þess að greiða upp óreiðuskuldir? Að það kosti orðið jafn mikið fyrir börn og fullorðna í strætó? Eða er það 6600 króna mánaðargjaldið fyrir skólamáltíð barns? Að fjárhagsaðstoðin sé „hæfilega‟ há? Björt framtíð fyrir hverja? Er Samfylkingarfólk jafnaðarfólk? Mörgum finnst kannski fullmikið sagt en hafa þeir það þá ekki bara ansi gott? Er ekki komin tími til að standa vörð um lágmarks réttindi fólks? Hvert verður svar þitt við þessum spurningum á kjördag? X-T.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun