Íbúalýðræði í Mosfellsbæ Jan Agnar Ingimundarson skrifar 28. maí 2014 14:15 Það er lýðræðinu stórhættulegt ef sami flokkurinn, sömu mennirnir, sitja of lengi við völd. Stjórnkerfið getur orðið sjúkt og veldissprotinn jafnvel misnotaður. Hætta er á að ráðamenn verði heimafrekir og leyfi sér yfirgang og jafnvel að hóta fólki svo það þorir ekki að fara gegn og eða gagnrýna ráðamenn, í tali eða í skrifum. Hvernig má það vera að einn flokkur, hér í Mosfellsbæ, getur orðið svona stór og haldið völdum svona lengi? Það er ekki hægt að segja með vissu. Fullyrða má þó að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ eiga ekki efnislega innistæðu fyrir þessu fylgi. Er kannski skýringuna að leita hjá stjórnarandstöðunni, sem veitt hefur stjórnarflokkunum veikt og ekki sjáanlegt aðhaldi í stjórnarandstöðuhlutverki sínu? Engin stjórn er sterkari en stjórnarandstaðan leyfir. Stjórnarandstaðan þarf að viðra sín mál, vera sýnileg, virk og trúverðug í sinni stjórnarandstöðu. Mosfellslistinn er nýtt framboð, framboð einstaklinga, sem eiga og ala þá hugsjón að manneskjan er alltaf númer eitt. Hugsjónir okkar ganga út á að gera Mosfellsbæ manneskjulegri, með opnari stjórnsýslu, í góðum tengslum og samskiptum við íbúa bæjarins. Mosfellslistinn mun leita í visku íbúanna og finna sameiginlega með þeim, bestu og réttlátustu lausnirnar á sérhverju máli hverju sinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar er í augum Mosfellslistans ein stór hópsál, fjölskylda, þar sem allir eru jafnir og sitja við sama borð. Út frá forsendum sérhverrar manneskju munum við vinna í samráði við hana, sem og við hagsmunaaðila, ef svo ber undir. Ég heitir á ykkur kæru bæjarbúar að vinna saman að öllum málum er varða manneskjuna, mannréttindi og mannhelgi hennar. Sameiginlega erum við sterk og með viljann að vopni getum við t.d. útrýmt fátækt í bænum. Munum aðeins að samtakamátturinn er okkar sterkasta afl og sameiginlega getum við flutt fjöll. Þannig mun Mosfellslistinn vinna í góðri sátt við íbúa Mosfellsbæjar. Manneskjan getur ekki staðið ein og horft með björtum augum til framtíðar nema í sterkri sátt og í tengslum við umhverfið sitt og náttúruna. Uppbygging bæjarfélags okkar þarf að gerast í þeirri sátt. Við verðum að finna sameiginlegar lausnir á svo mörgu, eins og t.d. á samgöngumálum, bæði hvað varðar farartæki, vegi, göngu- og hjólastígum – gott aðgengi fyrir alla. Það er svo margt sem fylgir samfélagsgerðinni sem við þurfum að vinna sameiginlega að. Skipulagsmál, skólarnir okkar og skólastefnan, menning og listir, íþróttir og íþróttahús. Að hvetja alla sem byggja ný íbúðar- og eða einbýlishús að hafa í huga aðgengi fyrir fatlaða, til að geta búið ævilangt í sinni íbúð og eða í sínu einbýlishúsi. Við verðum líka að finna leið og lausnir svo húsdýraeigendur geta notið þess að eiga sín dýr í sátt við samfélagið, umhverfi sitt og náttúru. Í sátt við fuglalífið. x-X Mosfellslistinn trúir á samskipti við ykkur bæjarbúa, trúir á samtakamátt fólksins. Í okkur öllum býr sterkasta loforðið að vinna saman, fyrir bæjarsamfélagið okkar inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er lýðræðinu stórhættulegt ef sami flokkurinn, sömu mennirnir, sitja of lengi við völd. Stjórnkerfið getur orðið sjúkt og veldissprotinn jafnvel misnotaður. Hætta er á að ráðamenn verði heimafrekir og leyfi sér yfirgang og jafnvel að hóta fólki svo það þorir ekki að fara gegn og eða gagnrýna ráðamenn, í tali eða í skrifum. Hvernig má það vera að einn flokkur, hér í Mosfellsbæ, getur orðið svona stór og haldið völdum svona lengi? Það er ekki hægt að segja með vissu. Fullyrða má þó að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ eiga ekki efnislega innistæðu fyrir þessu fylgi. Er kannski skýringuna að leita hjá stjórnarandstöðunni, sem veitt hefur stjórnarflokkunum veikt og ekki sjáanlegt aðhaldi í stjórnarandstöðuhlutverki sínu? Engin stjórn er sterkari en stjórnarandstaðan leyfir. Stjórnarandstaðan þarf að viðra sín mál, vera sýnileg, virk og trúverðug í sinni stjórnarandstöðu. Mosfellslistinn er nýtt framboð, framboð einstaklinga, sem eiga og ala þá hugsjón að manneskjan er alltaf númer eitt. Hugsjónir okkar ganga út á að gera Mosfellsbæ manneskjulegri, með opnari stjórnsýslu, í góðum tengslum og samskiptum við íbúa bæjarins. Mosfellslistinn mun leita í visku íbúanna og finna sameiginlega með þeim, bestu og réttlátustu lausnirnar á sérhverju máli hverju sinni. Allir íbúar Mosfellsbæjar er í augum Mosfellslistans ein stór hópsál, fjölskylda, þar sem allir eru jafnir og sitja við sama borð. Út frá forsendum sérhverrar manneskju munum við vinna í samráði við hana, sem og við hagsmunaaðila, ef svo ber undir. Ég heitir á ykkur kæru bæjarbúar að vinna saman að öllum málum er varða manneskjuna, mannréttindi og mannhelgi hennar. Sameiginlega erum við sterk og með viljann að vopni getum við t.d. útrýmt fátækt í bænum. Munum aðeins að samtakamátturinn er okkar sterkasta afl og sameiginlega getum við flutt fjöll. Þannig mun Mosfellslistinn vinna í góðri sátt við íbúa Mosfellsbæjar. Manneskjan getur ekki staðið ein og horft með björtum augum til framtíðar nema í sterkri sátt og í tengslum við umhverfið sitt og náttúruna. Uppbygging bæjarfélags okkar þarf að gerast í þeirri sátt. Við verðum að finna sameiginlegar lausnir á svo mörgu, eins og t.d. á samgöngumálum, bæði hvað varðar farartæki, vegi, göngu- og hjólastígum – gott aðgengi fyrir alla. Það er svo margt sem fylgir samfélagsgerðinni sem við þurfum að vinna sameiginlega að. Skipulagsmál, skólarnir okkar og skólastefnan, menning og listir, íþróttir og íþróttahús. Að hvetja alla sem byggja ný íbúðar- og eða einbýlishús að hafa í huga aðgengi fyrir fatlaða, til að geta búið ævilangt í sinni íbúð og eða í sínu einbýlishúsi. Við verðum líka að finna leið og lausnir svo húsdýraeigendur geta notið þess að eiga sín dýr í sátt við samfélagið, umhverfi sitt og náttúru. Í sátt við fuglalífið. x-X Mosfellslistinn trúir á samskipti við ykkur bæjarbúa, trúir á samtakamátt fólksins. Í okkur öllum býr sterkasta loforðið að vinna saman, fyrir bæjarsamfélagið okkar inn í framtíðina.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar