Sigmundur ósammála Bjarna um sölu Landsvirkjunar 28. maí 2014 11:03 Forsætisráðherra ósammála fjármálaráðherra um sölu á hlut Landsvirkjunar visir/valli/daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“ Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00
Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46
Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22