Skipta hugmyndir máli? Anna Lára Steindal skrifar 27. maí 2014 21:56 Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun