Nýjar íbúðir fyrir hjúkrunarfræðinga í Vatnsmýrinni? Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir skrifar 27. maí 2014 17:37 Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar