Ótrúverðugur viðsnúningur Ármanns viku fyrir kosningar Hafsteinn Karlsson skrifar 27. maí 2014 17:34 Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun