Halló litli villikötturinn minn* Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 27. maí 2014 17:04 Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er fullt af flækingskisum í Reykjavík. Margar þeirra eru hraktar og smáðar, hungraðar og hálfvilltar. Svo eru hundar úti um allan bæ sem skipta um heimili eins og nærbuxur af því að þeir hættu að vera sætir hvolpar og þurfa nokkur fósturheimili áður en þeir komast í öruggt skjól eða, eins og því miður er oft raunin, til dýralæknisins að sofna svefninum langa. Enn verri ævi eiga ýmis smærri gæludýr oft og tíðum eða hverjum er ekki sama þótt ein og ein stökkmús eða naggrís lifi alla sína ævi í mjög litlu og óviðunandi búri við aðstæður sem á endanum gera dýrin geðveik. Dýr eru nefnilega persónur, rétt eins og við manndýrin. Hvað er til ráða? Að gefa börnum tækifæri til að umgangast og taka þátt í umhirðu alls kyns dýra, bæði húsdýra og gæludýra. Eitt af því sem við Píratar viljum gera í borginni er að auka tækifæri barna til umgengni við dýr, bæði í Húsdýragarðinum og eftir fleiri leiðum. Með kunningsskapnum verður til skilningur og væntumþykja. Það er til marks um siðun samfélags hversu vel það hugsar um dýrin, sem hafa sama tilverurétt á jörðinni eins og við manndýrin. Þess utan, ef við veitum dýrum illan aðbúnað er fullt eins líklegt að við látum skoðanir okkar á goggunarröð lífsgæða ná til mannfólks. Því miður er oft hænuhopp þarna á milli, að finnast dýr lítilsigld og að finnast fólk sem hvorki er ríkt eða valdamikið slíkt hið sama. Þetta er mjög augljóst í þeim löndum þar sem gjáin á milli örbirgðar og auðæva er gríðarlega breið og nánast ókleif yfirferðar, þar eru mannslíf hræódýr og dýravelferð hverfandi. Við skulum ekki hafa þetta svona hjá okkur. Komum vel fram við menn og málleysingja. *Fyrirsögnin er titill kvæðis eftir Stefán Hörð Grímsson.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar