"Ég nenni ekki að kjósa” Björg Baldursdóttir skrifar 27. maí 2014 15:21 Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa fullyrðingu hef ég heyrt nokkrum sinnum núna undanfarið. Mig langar með nokkrum orðum að fá að ávarpa ykkur sem hafið ekki hugsað ykkur að nýta rétt ykkar til að kjósa. Í mínum huga eru hrein og klár mannréttindi að fá að fara á kjörstað, mér finnst að með því að nýta kosningarétt minn þá sé ég að sinna samfélagslegri skyldu minni og láta í ljós mína skoðun á því hvernig samfélagi ég vil búa í. Með því er ég líka að virða lýðræðið sem ríkir á Íslandi, lýðræði sem við fengum svo sannarlega ekki gefins. Við skulum ekki gleyma því að ekki er svo langt síðan við konur fengum réttinn til að kjósa, það var árið 1915 sem konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Það skyldi enginn vanmeta þennan rétt og alls ekki sitja heima á kjördag þann 31. maí. Ef þú vilt að þín afstaða skipti máli við mótun samfélagsins að þín rödd heyrist, þá verður þú að taka þátt. Með kosningum til sveitastjórna höfum við tækifæri til að láta í ljós vilja okkar og hafa áhrif á samfélagsleg málefni. Njótum þess að eiga val. Mætum á kjörstað og setjum x við þann flokk sem hefur á sinni stefnuskrá menn og málefni sem okkur hugnast. Að sjálfsögðu höfum við öll misjafnar skoðanir á því hvað okkur hugnast en við skulum ekki láta það stoppa okkur í að nýta atkvæðisrétt okkar. Það að ,,nenna” ekki á kjörstað er ekki í boði í mínum huga sem samfélagsþegn í Kópavogi. Ég er búin að ákveða mig og ég kýs lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á málefni barnafjölskyldna, skólamál og frístundastyrk fyrir eldri borgara svo einhver dæmi séu tekin. Ég ætla að fara í sunnudagsfötin mín þann 31.maí, virða lýðræðið, mæta á kjörstað og setja mitt X við B.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar