Eflum íþróttir – Horfum til framtíðar Willum Þór Þórsson skrifar 27. maí 2014 15:17 Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Willum Þór Þórsson Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun