Eflum íþróttir – Horfum til framtíðar Willum Þór Þórsson skrifar 27. maí 2014 15:17 Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Willum Þór Þórsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun