Aukum lýðræði og lífsgæði í Betri Garðabæ Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 27. maí 2014 19:00 Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stóra flotta sveitarfélaginu okkar Garðabæ hefur margt gott gerst á liðnum árum, sem endurspeglar vilja og metnað íbúa. Við höfum sameinast náttúruperlunni Álftanesi, Garðabær á framúrskarandi skóla og gríðarlega góður árangur margra Garðbæinga í íþróttum er aðdáunarverður. Því má segja að fólksfjölgun og uppbygging hafi einkennt kjörtímabilið sem er að líða. En sum mál hafa orðið útundan og ekki fengið pólitískan hljómgrunn í samfélaginu okkar. Með ástúð og virðingu má gera Garðabæ að betri bæ og bæta lífsgæði með því að fegra, endurbæta og stækka fjölskylduvæn græn svæði og tryggja öruggt aðgengi íbúa að öllum svæðum bæjarins. Í litla sæta hverfinu við Silfurtún, urðu fyrir nokkru miklar deilur um deiliskipulag þess en að lokum var komið til móts við ýmsar óskir og sátt skapaðist en biðin er orðin löng eftir efndum. Eitt stærsta málið var gamla rólósvæðið við Faxatún, rólóhúsið í eigu Garðabæjar. Þrátt fyrir að húsið sé víkjandi hús á deiliskipulagi er það svo pólítískt mál að bæjaryfirvöld treysta sér ekki til að fjarlægja húsið. En íbúar Faxatúns spyrja sig hver þeirra réttur sé til fegurra umhverfis og þar með aukinna lífsgæða. Hvers vegna er ekki hlustað á skýran vilja íbúa götunnar eftir íbúaþing Faxatúns sem skilaði af sér gögnum sumarið 2013. Eftir lýðræðislega kosningu á íbúaþinginu var samhljóða vilji íbúanna að víkjandi húsið viki fyrir gróðursælum, fjölskylduvænum Bragalundi, til minningar um okkar ástsæla heiðursborgara séra Braga Friðriksson. En því miður hafa bæjaryfirvöld kosið að ljá þessu máli ekki athygli og hygla í staðin innanflokks mönnum með því að veita þeim aðgang að húsinu. Hroki og yfirgangur hefur því miður einkennt samskiptin við flokksbræður Sjálfstæðismanna í húsinu. Flokkapólitík á ekki að koma í veg fyrir umbætur og fegrun hverfa. Að halda heilu hverfi í gíslingu vegna þrjósku nokkurra flokksbæðra sem neita öðrum tilboðum um húsnæði á ekki að líðast í lýðræðislegu samfélagi. Líkt og fegrun svæða er nauðsyn, er líka nauðsynlegt að tryggja öruggan aðgang að öllum svæðum Garðabæjar. Við breytingu á skipulagi og byggingu verslunarhúsa við Litlatún hefur aðgengi barna að skóla- og íþróttasvæði bæjarins stórlega versnað. Fyrir uppbyggingu reitsins var Litlatúnið rólegt, íbúar á öllum aldri norðan við Vífilstaðaveg áttu greiða leið að Ásgarðssvæðinu. Í dag er raunin önnur. Gönguleiðin er ekki jafn örugg og brýtur því í bága við Skipulagðsreglugerð nr. 400/1998 um að „skipulagningu íbúðarsvæða skal jafnan hagað þannig að sem minnst umferð verði um húsagötur og að gönguleiðir barna að leiksvæðum, leikskólum og skólum séu öruggar“. Ný göng hafa verið teiknuð en önnur uppbygging átti greiðari samþykktarleið í skipulagsmálum. Á meðan bíða gangandi vegfarendur jafnt sem hjólreiðarmenn og vona og vona að umferð aukist ekki enn frekar á þessu svæði. Við hjá Bjartri framtíð viljum tryggja réttindi, sem felast meðal annars í því að jafnréttis sé gætt í skipulagsmálum. Við óskum eftir því að ekki sé brotið á lífsgæðum okkur vegna vangrundaðra ákvarðana og hagsmunagæslu. Byggjum fallegan, litskrúðugan, fjölbreyttan bæ með umhverfis- og fjölskylduvænum görðum í öllum hverfum og gefum íbúum þannig tækifæri til að tengjast og blómstra með náttúrunni.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar