Áttu 400 þúsundkall aflögu? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. maí 2014 10:20 Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa álögur hækkað um rúmlega 400 þúsund krónur á hverja meðalfjölskyldu í Reykjavík. Útsvarið hefur verið sett í hæstu mögulegu hæðir og þjónustugjöld borgarinnar hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Auk þess sem að skuldir borgarsjóðs hafa aukist um 625 þúsund krónur hverja klukkustund yfirstandandi kjörtímabils. Maður skyldi ætla að við slíka hækkun hefði annað tveggja gerst, að þjónusta við borgarbúa hefði stórbatnað eða að borgarsjóður væri rekinn með gríðarlegum hagnaði. Í nýlegri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi í 16 stærstu sveitarfélögum landsins , var Reykjavíkurborg í neðsta sæti hvað ánægju íbúa varðar. Þannig að ekki er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo einhverju nemi. Þó svo að með bókhaldsbrellum hafi verið hægt að láta rekstur borgarsjóðs koma út í plús árið 2013, er samt ekki hægt að sjá mikinn bata á rekstrinum. Enda handbært fé frá rekstri mun minna árið 2013 en það var árið 2012 þegar borgarsjóður var rekinn með tapi. Það er því ekki annað að sjá en að hækkandi álögur á borgarbúa hafi að mestu farið í hít óábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem fjámunum er forgangsraðað í þágu gæluverkefna á kostnað grunnþjónustu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var kynnt, var gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á þjónustugjöldum borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins neyddust borgaryfirvöld til að draga þessar hækkanir til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að: „Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014." Eftir því sem næst verður komist hafa engar forsendur fyrir því að taka hækkunina til baka breyst, hvað varðar almenna stöðu efnahagsmála í landinu. Engu að síður er það þó svo, að vissulega munu forsendur breytast, verði sami meirihluti enn við völd eftir kosningarnar í lok vikunnar. Hvorki Samfylking né Björt framtíð, boða beinlínis ábyrga fjármálastjórn í borginni, haldi þessir flokkar umboði sínu til meirihluta. Öðru nær er það svo öll þeirra kosningarloforð og þá sér í lagi loforð Samfylkingar munu hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir borgarsjóð. Auknum kostnaði verður eingöngu mætt með gjaldskrárhækkunum og eða frekari lántökum borgarsjóðs. Sú spurning hlýtur því að brenna á vörum kjósenda í Reykjavík, áður en þeir kjósa aftur yfir sig núverandi meirihluta í borginni; hvort þeir eigi annan 400 þúsundkall aflögu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa álögur hækkað um rúmlega 400 þúsund krónur á hverja meðalfjölskyldu í Reykjavík. Útsvarið hefur verið sett í hæstu mögulegu hæðir og þjónustugjöld borgarinnar hækkað langt umfram verðlagsbreytingar. Auk þess sem að skuldir borgarsjóðs hafa aukist um 625 þúsund krónur hverja klukkustund yfirstandandi kjörtímabils. Maður skyldi ætla að við slíka hækkun hefði annað tveggja gerst, að þjónusta við borgarbúa hefði stórbatnað eða að borgarsjóður væri rekinn með gríðarlegum hagnaði. Í nýlegri þjónustukönnun sem Gallup framkvæmdi í 16 stærstu sveitarfélögum landsins , var Reykjavíkurborg í neðsta sæti hvað ánægju íbúa varðar. Þannig að ekki er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo einhverju nemi. Þó svo að með bókhaldsbrellum hafi verið hægt að láta rekstur borgarsjóðs koma út í plús árið 2013, er samt ekki hægt að sjá mikinn bata á rekstrinum. Enda handbært fé frá rekstri mun minna árið 2013 en það var árið 2012 þegar borgarsjóður var rekinn með tapi. Það er því ekki annað að sjá en að hækkandi álögur á borgarbúa hafi að mestu farið í hít óábyrgrar fjármálastjórnunar, þar sem fjámunum er forgangsraðað í þágu gæluverkefna á kostnað grunnþjónustu. Þegar fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var kynnt, var gert ráð fyrir enn frekari hækkunum á þjónustugjöldum borgarinnar. Eftir nokkurn þrýsting, m.a. frá aðilum vinnumarkaðsins neyddust borgaryfirvöld til að draga þessar hækkanir til baka. Þó ekki með meira afgerandi hætti en að: „Ef forsendur bregðast hins vegar áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að taka gjaldskrár til endurskoðunar á síðari hluta árs 2014." Eftir því sem næst verður komist hafa engar forsendur fyrir því að taka hækkunina til baka breyst, hvað varðar almenna stöðu efnahagsmála í landinu. Engu að síður er það þó svo, að vissulega munu forsendur breytast, verði sami meirihluti enn við völd eftir kosningarnar í lok vikunnar. Hvorki Samfylking né Björt framtíð, boða beinlínis ábyrga fjármálastjórn í borginni, haldi þessir flokkar umboði sínu til meirihluta. Öðru nær er það svo öll þeirra kosningarloforð og þá sér í lagi loforð Samfylkingar munu hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir borgarsjóð. Auknum kostnaði verður eingöngu mætt með gjaldskrárhækkunum og eða frekari lántökum borgarsjóðs. Sú spurning hlýtur því að brenna á vörum kjósenda í Reykjavík, áður en þeir kjósa aftur yfir sig núverandi meirihluta í borginni; hvort þeir eigi annan 400 þúsundkall aflögu?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar