Björt framtíð Edward H. Huijbens skrifar 27. maí 2014 10:02 Það skiptir máli hvernig við tölum um hlutina, hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur og hvaða orð við notum til að lýsa þeirri framtíð. Í dag eru við lýði orð og hugmyndir sem setja framtíð okkar í mjög svo fyrirfram mótaðan búning. Einstaklingshyggjan er efst á blaði og sú hugmynd að einstaklingurinn sé sjálfstæður gerandi, algerlega við stjórn eigin hugmynda og gerða og þær ráðist nánast aðeins af mati á eigin hagsmunum, hagsmunum sem yfirleitt eru peningalegs eðlis. Frelsi hverfist um þessa hugmynd og þetta frelsi hefur skilgreindan leikvöll, markaðinn sem er orðin alltumlykjandi og er að verða grundvöllur allra samskipta okkar. Hvert sem við komum, hvað sem við gerum ráða auglýsingar og almannatenglar upplýsingagjöf, kennarar og læknar eru orðnir þjónustuveitendur og við veljum eins og neytendur í búð. Markaðurinn er hinsvegar ekki vettvangur frelsis. Það er skilyrt frelsi sem snýst um auðsköpun, framlegð, hagvöxt og störf. Þetta eru ráðandi stef í samfélaginu og ef ekki er hægt að þýða það sem þú segir yfir á eitthvert þeirra er fljótt hætt að hlusta. Hagvöxtur er álitin náttúrulögmál en hvernig sá vöxtur kemur ólíkum hópum til góða er ekki rætt. Hagvexti er nefninlega mjög misskipt. Hvernig krafan um hagvöxt og framlegð er að fara með umhverfi okkar og hvort hagvöxturinn og gróðinn eru að skila einhverri raunverulegri lífsfyllingu eða hamingju falla einnig í skuggann. Hvernig væri að snúa þessu við. Ræða lífsfyllingu, hamingju, heill umhverfis og náttúru og skiptingu þess auðs sem við búum yfir og ræða svo tilhvers hagvöxtur og framlegð ættu að vera? Atvinna og störf eru annar flötur markaðar og hinnar sjálfgefnu kröfu um hagvöxt og framlegð. En hvað er vinna? Er það kvöð sem við neyðumst til að leysa að jafnaði átta tíma á dag til að geta keypt okkur hamingju? Hvað með alla þá vinnu sem ekki er borguð, sem viðheldur samfélagi okkar, s.s. þegar afi og amma passa eða þegar við tökum til heima. Hvernig væri að snúa hugmyndum okkar um vinnu við? Hætta að horfa á hana sem fjáröflunarleið til að kaupa dót og horfa á vinnu sem uppsprettu lífsfyllingar og hamingju, merkingar og tilgangs. Þá gæti fleira farið að teljast til starfa í okkar samfélagi og það mun hafa raunverulegar afleiðingar fyrir t.d. jafnrétti kynjanna þar sem t.d. umönnum og þrif teljast ekki vinna og eru oft kvennastörf. Markaðurinn snýst líka um fjárfestingu og kostnað. Fjárfesting er góð, kostnaður slæmur. Þegar einkaaðili byggir skólahús er það fjárfesting til eflingar hagvaxtar en að reka það með skattfé er kostnaður, sem leggur til hallareksturs hins opinbera (þarna er líka áhugaverð kynjavídd en skólastörf oftast kvennastörf). Hvernig væri að snúa þessu við og horfa á rekstur skóla og velferðarþjónustu sem hagvöxt framtíðar, hætta að líta á steypu sem fjárfestingu og horfa frekar til þess sem hún á að hýsa. Markaðinn, þarf að hugsa útfrá tengslum allra þeirra ólíku einstaklinga sem mynda hann sem heild. Þar hafa ýmsir mikilla hagsmuna að gæta af því að telja okkur trú um að um að markaðurinn sé náttúrulögmál og núverandi skipting auðs mótuð framtakssemi einstaklinga á markaði. Það er gert með orðfæri sem skilgreinir sambönd okkar og hlutverk hverju sinni. Sambönd sem gera okkur meðvirk í viðhaldi kerfisins ef við hugsum ekki vandlega um samhengi orðanna og merkingar þeirra. Að tala um lífsfyllingu, hamingju, gleði og skemmtun án þess að horfa til þess sem mótar skilning okkar á þeim hugmyndum í dag er ekki ávísun á þá björtu framtíð sem margir vilja kenna sig við. Það að andæfa og taka meðvitaða afstöðu gegn þeim hugmyndum og orðum sem skilgreina líf okkar í dag með allri þeirri misskiptingu og sóun sem þeim fylgja er það hinsvegar. Þar duga ekki stubbaknús eða hamingjusöngvar, heldur aðeins raunveruleg þétt og öflug varðstaða um þær hugmyndir sem geta viðhaldið bjartri framtíð allra og fara gegn raunverulegum hagsmunum og völdum í samfélaginu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hvernig við tölum um hlutina, hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur og hvaða orð við notum til að lýsa þeirri framtíð. Í dag eru við lýði orð og hugmyndir sem setja framtíð okkar í mjög svo fyrirfram mótaðan búning. Einstaklingshyggjan er efst á blaði og sú hugmynd að einstaklingurinn sé sjálfstæður gerandi, algerlega við stjórn eigin hugmynda og gerða og þær ráðist nánast aðeins af mati á eigin hagsmunum, hagsmunum sem yfirleitt eru peningalegs eðlis. Frelsi hverfist um þessa hugmynd og þetta frelsi hefur skilgreindan leikvöll, markaðinn sem er orðin alltumlykjandi og er að verða grundvöllur allra samskipta okkar. Hvert sem við komum, hvað sem við gerum ráða auglýsingar og almannatenglar upplýsingagjöf, kennarar og læknar eru orðnir þjónustuveitendur og við veljum eins og neytendur í búð. Markaðurinn er hinsvegar ekki vettvangur frelsis. Það er skilyrt frelsi sem snýst um auðsköpun, framlegð, hagvöxt og störf. Þetta eru ráðandi stef í samfélaginu og ef ekki er hægt að þýða það sem þú segir yfir á eitthvert þeirra er fljótt hætt að hlusta. Hagvöxtur er álitin náttúrulögmál en hvernig sá vöxtur kemur ólíkum hópum til góða er ekki rætt. Hagvexti er nefninlega mjög misskipt. Hvernig krafan um hagvöxt og framlegð er að fara með umhverfi okkar og hvort hagvöxturinn og gróðinn eru að skila einhverri raunverulegri lífsfyllingu eða hamingju falla einnig í skuggann. Hvernig væri að snúa þessu við. Ræða lífsfyllingu, hamingju, heill umhverfis og náttúru og skiptingu þess auðs sem við búum yfir og ræða svo tilhvers hagvöxtur og framlegð ættu að vera? Atvinna og störf eru annar flötur markaðar og hinnar sjálfgefnu kröfu um hagvöxt og framlegð. En hvað er vinna? Er það kvöð sem við neyðumst til að leysa að jafnaði átta tíma á dag til að geta keypt okkur hamingju? Hvað með alla þá vinnu sem ekki er borguð, sem viðheldur samfélagi okkar, s.s. þegar afi og amma passa eða þegar við tökum til heima. Hvernig væri að snúa hugmyndum okkar um vinnu við? Hætta að horfa á hana sem fjáröflunarleið til að kaupa dót og horfa á vinnu sem uppsprettu lífsfyllingar og hamingju, merkingar og tilgangs. Þá gæti fleira farið að teljast til starfa í okkar samfélagi og það mun hafa raunverulegar afleiðingar fyrir t.d. jafnrétti kynjanna þar sem t.d. umönnum og þrif teljast ekki vinna og eru oft kvennastörf. Markaðurinn snýst líka um fjárfestingu og kostnað. Fjárfesting er góð, kostnaður slæmur. Þegar einkaaðili byggir skólahús er það fjárfesting til eflingar hagvaxtar en að reka það með skattfé er kostnaður, sem leggur til hallareksturs hins opinbera (þarna er líka áhugaverð kynjavídd en skólastörf oftast kvennastörf). Hvernig væri að snúa þessu við og horfa á rekstur skóla og velferðarþjónustu sem hagvöxt framtíðar, hætta að líta á steypu sem fjárfestingu og horfa frekar til þess sem hún á að hýsa. Markaðinn, þarf að hugsa útfrá tengslum allra þeirra ólíku einstaklinga sem mynda hann sem heild. Þar hafa ýmsir mikilla hagsmuna að gæta af því að telja okkur trú um að um að markaðurinn sé náttúrulögmál og núverandi skipting auðs mótuð framtakssemi einstaklinga á markaði. Það er gert með orðfæri sem skilgreinir sambönd okkar og hlutverk hverju sinni. Sambönd sem gera okkur meðvirk í viðhaldi kerfisins ef við hugsum ekki vandlega um samhengi orðanna og merkingar þeirra. Að tala um lífsfyllingu, hamingju, gleði og skemmtun án þess að horfa til þess sem mótar skilning okkar á þeim hugmyndum í dag er ekki ávísun á þá björtu framtíð sem margir vilja kenna sig við. Það að andæfa og taka meðvitaða afstöðu gegn þeim hugmyndum og orðum sem skilgreina líf okkar í dag með allri þeirri misskiptingu og sóun sem þeim fylgja er það hinsvegar. Þar duga ekki stubbaknús eða hamingjusöngvar, heldur aðeins raunveruleg þétt og öflug varðstaða um þær hugmyndir sem geta viðhaldið bjartri framtíð allra og fara gegn raunverulegum hagsmunum og völdum í samfélaginu í dag.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar