Ekki vera fýlupoki – virkt íbúalýðræði í Reykjavík! Heiðar Ingi Svansson skrifar 27. maí 2014 09:59 Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Flest erum við örugglega sammála um að við viljum sem einstaklingar, hafa meira að segja um þær ákvarðanir sem eru teknar og snerta okkar nærumhverfi. Við viljum vera með í ráðum og vera spurð hvaða þjónustu eða framkvæmdir við teljum mikilvægast að ráðist sé í. Með ákvörðun núverandi meirihluta í Reykjavík um brautargengi verkefnisins Betra Hverfi, hafa íbúar átt þess kost s.l. fjögur ár að kjósa um forgangsröðun framkvæmda og viðhalds í sínu hverfi í gegnum rafrænt kosningakerfi á vef Reykjavíkurborgar. Þannig að í staðinn fyrir að það séu kjörnir fulltrúar eða embættismenn borgarinnar sem taka allar ákvarðanir er valdið fært til íbúanna sjálfra. Í ár kusu Reykvíkingar 78 verkefni víðsvegar um borgina og er áætlað að þau komi til framkvæmda á þessu ári. Í ár kusu alls 5.505 manns sem er 5,7% af íbúum sem hafa kosningarrétt samkvæmt þjóðskrá. Samanlögð upphæð þessara verkefna sem íbúarnir tóku ákvarðanir um í ár, er 295 milljónir en sé upphæðin lögð saman fyrir árin 2010 – 2013 þá er hún 850 milljónir. Það að 5.505 íbúar, sem þekkja sitt nærumhverfi best, hafi ákvarðað hvernig þessum 295 milljónum var ráðstafað í ár er að mínu viti töluvert betra heldur en fyrra fyrirkomulag þar sem einstaka embættismenn eða kjörnir fulltrúar, höfðu þetta vald. Aðferðin er alls ekki gallalaus en hún er samt miklu betri heldur en ef þátttaka hefði verið á opnum íbúafundum þar sem kosið hefði verið um þetta. Reynið bara að ímynda ykkur íbúafundi þar sem 5.505 manns mæta til að greiða atkvæði. Ein helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á þetta mikilvæga skref í átt að betra íbúalýðræði er að verkefnin sem fólk á kost á að kjósa um séu ekki nógu stór og merkileg. Nær væri að færa stærri og mikilvægari verkefni til fólksins með beinum íbúakosningum t.d. ýmis verkefni sem tengjast skipulagsmálum, samgöngu- og gatnakerfi, skólamálum o.s.frv. Ekki er þetta nú mjög efnisleg og uppbyggileg gagnrýni. Heldur meira svona tuð ofan í bringu, helst frá þeim sem ekki vilja sleppa tökunum á þeim fjármunum sem íbúarnir ráðstafa núna sjálfir. Og þar erum við komin að kjarna málsins. Íbúalýðræði snýst nefnilega um það hvaða verkefnum við veitum kjörnum fulltrúum umboð til að taka ákvarðanir um og hvaða verkefni íbúarnir eiga sjálfir að taka ákvarðanir um. Um þetta á umræðan um íbúalýðræði að snúast. Þess vegna skiptir máli að taka ábyrgð og fylkja okkur um þau verkefni sem okkur er treyst fyrir núna því að ef að vel tekst til með þau er mun líklegra að okkur verði treyst fyrir fleiri verkefnum. En til þess að svo megi verða þarf þátttaka að vera meira en 5,7% enda erfitt að sjá mikið lýðræði í því að 5.500 manns taki fyrir okkar allar meiriháttar ákvarðanir m.a. í skipulagsmálum. Þess vegna snýst þetta ekki bara um þau verkefni sem við erum að kjósa um í dag þ.e.a.s. lýsingu við gangbrautir, róluvelli, gróðursetningu á trjám, malbikun, göngustíga, frisbígolfvelli, bekki, ruslafötur, sleðabrekkur, hraðahindranir o.s.frv. Heldur er hér verið að bjóða íbúum í Reykjavík að taka þátt í stærsta og mikilvægasta verkefni á sviði íbúalýðræðis sem nokkurt sveitarfélag á landinu hefur ráðist í. Þetta er lykillinn að því að hægt sé að þróa og útvíkka áfram verkefnið sem Betra Hverfi byggist á. Þátttaka og áhugi á því gefi tilefni til þess. Það að þú sem íbúi í Reykjavík eigir áfram beina hlutdeild í því að ráðstafa 295 milljónum á hverju ári eða 1,1 milljarði á næsta kjörtímabili miðað við sömu upphæð á ári, úr sameiginlegum sjóðum okkar er ekki sjálfsagt. Það eru réttindi sem þér hafa verið færð og það er þitt að segja til um hvort þú viljir halda í þau áfram. Ekki vera fýlupoki og tuða ofan í bringuna á þér. Taktu afstöðu með auknu íbúalýðræði og settu X við Æ í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun