Handbolti

Barcelona vann alla sína leiki í deildinni

Nikola Karabatic er ein af stjörnum Barcelona-liðsins.
Nikola Karabatic er ein af stjörnum Barcelona-liðsins. vísir/getty
Ofurlið Barcelona varð spænskur meistari með fáheyrðum yfirburðum. Liðið vann alla sína leiki í deildinni og ekkert lið var nálægt því að ógna Börsungum.

Þetta er aðeins í annað sinn sem lið nær að vinna alla 30 leiki sína í spænsku deildinni. Ciudad Real gerði það líka leiktíðina 2009-10.

Það munar vissulega mikið um að helsti keppinautur Barca, Atletico Madrid, fór á hausinn og var því ekki með lið í vetur.

Naturhouse La Rioja varð í öðru sæti með 13 stigum minna en Barcelona. Liðið skoraði einnig 236 mörkum færra en Barcelona sem segir enn eina sögu um yfirburði Börsunga.

Stóra prófið á styrkleika Börsunga kemur um helgina er úrslitahelgin í Meistaradeildinni fer fram í Köln. Þá fær Barcelona loksins almennilega mótspyrnu.

Úrslitahelgin verður í beinni á Stöð 2 Sport næstkomandi laugardag og sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×