Gerum betur í Garðabæ Einar Karl Birgisson skrifar 27. maí 2014 09:00 Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því má halda fram að í raun séu forréttindi að fá að vera í framboði í kosningum til bæjarstjórnar. Á undanförnum vikum hef ég hitta fjöldan allan af íbúum í Garðabæ og rætt við þau um lífið í bænum. Það hefur eflt mig í þeirri baráttu að þjónustan í Garðabæ sé í grunnin góð, en það þýðir ekki að hægt sé að gera betur. Við eigum að setja markið hátt þannig að öll grunn- og lögbundin þjónusta sé til fyrirmyndar í alla staði. Það sló mig þannig verulega að heyra að 85 ára gamall maður sem býr heima þurfi að þrífa hjá sér sjálfur! Afhverju eigum við eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins en veitum ekki bestu þjónustu sem völ er á? Hér er hægt að gera betur. Í þessum málum viljum við í Framsókn fá að láta til okkar taka til að þjónustan verði enn betri og að sómi sé að.Allir við sama borð Námsárangur í skólum Garðabæjar er góður, það sýna mælingar. En aldrei er sú vísa of oft kveðin að halda þarf vel utan um það að börnum okkar líði vel. Börnum þarf að skapa það umhverfi að þau fái að þroskast sem einstaklingar og þurfi að grípa inní á einhvern hátt þarf að gera það strax og viðeigandi lausn að vera í boði. Afhverju þarf barn að bíða í 7 mánuði eftir sálfræðigreiningu? Þarna er kerfið ekki að virka rétt og hægt er gera betur.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra Nú eru rúm þrjú ár frá yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Hér er um lögbundna þjónustu að ræða. Afhverju er aðbúnaður á heimilum fatlaðra ekki sú besta sem völ er á? Við eigum að sjá okkur sóma í því að búa vel að aðstöðu og þjónustu þessa hóps, börn sem fullorðinna. Þarna má einnig gera betur. Kjörið tækifæri er fyrir Garðabæ við gerð skipulags í Garðaholti að vanda til verka og gefa húsnæðismálum fatlaðra aukið vægi. Byggja þarf íbúðir til að mæta þjónustuþörf. Íbúðir þar sem hver einstaklingur er sjálfstæður og fær þá þjónustu sem hentar hverju sinni. Velferðarráðuneytið setti á fót verkefnisstjórn sem fékk það hlutverk að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fatlað fólk á markvissan og árangursríkan hátt. Hér er kjörið tól sem getur nýst okkur til að gera betur. Afhverju þarf fatlaður íbúi í Garðabæ að þurfa panta sér ferð á föstudegi ef hann ætlar í bíó og á sunnudegi? og er það virkilega þannig að fjölskylda fatlaðs drengs þarf að flytja barn sitt í nágrannasveitarfélag til að fá íbúð við hæfi? Ef Garðabær vill verða í fararbroddi í þjónustu við íbúa sína, ekki síst félagsþjónstu, þarf að koma upp gæðaviðmiðum með skýrum markmiðum þannig að dæmin sem hér eru nefnd þurfi ekki að heyrast framar. Ný bæjarstjórn þarf að taka þessi mál föstum tökum og hefjast handa við að þjónusta við alla íbúa Garðabæjar verði sú besta. Börnin þurfa aðhald, fatlaðir þurfa húsnæði við hæfi og eldri borgarar Garðabæjar þurfa þá þjónustu sem þau eiga skilið. Á laugardaginn gefst Garðbæingum kjörið tækifæri til að koma nýjum röddum að í bæjarstjórn, röddum sem vinna hag og þjónustu íbúa sem best. Nýttu kosningarétt þinn og merktu X við B á kjördag, fyrir alla Garðbæinga.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar