Hættuminni sprautunálar og neyslurými, já takk! Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 17:13 Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn vetur var aðbúnaður utangarðsfólks töluvert í umræðunni. Þá var m.a. rætt plássleysi í gistiskýlum Reykjavíkurborgar og um mikilvægi dreifingu hreinna sprautnála. Sumum finnst þessi málaflokkur ekki skipta máli en hann gerir það. Með aðgerðum í þessum málaflokki er unnið á móti dreifingu sjúkdóma og gífurlega háar fjárhæðir sparast þegar til framtíðar er litið. Við í Dögun í Reykjavík viljum að fólk sem neytir fíkniefna í æð hafi ótakmarkað aðgengi að hreinum sprautunálum í Reykjavík. Dögun í Reykjavík vill einnig panta til landsins sprautur sem eru þannig hannaðar að nálin fellur inn í sprautuna að notkun lokinni. Þannig er hægt að sporna við deilingu sprautunála, smithætta minnkar sem og hætta af völdum förgunar nála á víðavangi. Við í Dögun viljum einnig að förgunarboxum verði dreift þannig að fólk sem notar fíkniefni í æð geti fargað notuðum sprautum í þar til gerð box. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta er gerlegt og að margir fíkniefnaneytendur axla þessa ábyrgð samviskusamlega. Dögun í Reykjavík mun ávallt hvetja fólk til ábyrgðar á eigin heilsufari. Dögun í Reykjavík vill einnig koma upp neyslurými. Víða um heim er komin góð reynsla af slíkri aðstöðu. Tekið skal fram að fólk sem leitar í slík rými er ekki nýbyrjað í fíkniefnaneyslu heldur langt leitt. Í slíku neyslurými verði heilbrigðisstarfsfólk sem geti hlúð að þeim einstaklingum er þangað leita. Neyslurými eykur öryggi margra sem munu einnig geta fengið aðstoð við að sprauta sig óski þeir þess, því margir valda sjálfum sér skaða er þeir sprauta sig. Einnig verður hægt að sækja þangað lyf, s.s. sýklalyf, eða aðra heilbrigðisþjónustu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður eindregið við skaðaminnkandi aðferðarfræði og úrræði. Mannréttindaframboð Dögunar þarf á þínu atkvæði að halda til þess að fulltrúar Dögunar í Reykjavík geti unnið að þessum mikilvæga málstað innan Reykjavíkurborgar, X-T.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun