Bolaflokkurinn Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2014 15:24 Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn á ævinni geng ég óákveðinn til kosninga og í fyrsta sinn á ævinni er líklegt að ég skili auðu í kosningum. Þess vegna er allt eins gott að láta einkamálaauglýsingu flakka og athuga hvort einhver svarar kallinu á síðustu stundu. Auglýsingin hljóðar svo: Óskað er eftir stjórnmálaflokki. Hann skal hvorki vera of langt til hægri né of langt til vinstri. Hann má vera í meðalholdum og hafa gaman af Derrick. Hann skal bæði vera flokkur jafnaðarmanna og flokkur frjálshyggjumanna. Hann skal vera flokkur þess meginþorra Íslendinga sem í senn styður frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri og velferð samborgaranna. Hann skal vera flokkur hins íslenska bols. Þessi flokkur verður að viðurkenna að kynjakvótar og fléttulistar eru hallærislegir, en líka að þrír rykfallnir karlmenn í þremur efstu sætum framboðslista er jafn glatað. Flokkurinn skal bæði vera Conchita Wurst og Vigdís Finnbogadóttir, en hvorki Jörg Haider né Vigdís Hauksdóttir. Hann skal vera þjóðernissinni á 17. júní en heimsborgari alla aðra daga. Þessi flokkur verður að leyfa allar skoðanir og öll trúarbrögð. Hann skal leyfa áfengi í matvöruverslunum, matvörur í klámverslunum og klám í áfengisverslunum. Hann skal leyfa fólki að hugsa og haga lífi sínu eins og því sýnist. Hann má líka eiga gæludýr. Flokkurinn verður á sama tíma að viðurkenna að fólk fæðist ekki jafnt og vera tilbúinn að gera sitt til að tryggja jafnrétti allra til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. En hann má þó heldur ekki vera hræddur við að prófa mismunandi rekstrarform á þessum sviðum. Hann verður bæði að geta fílað einkavæðingu og sagt fokk jú við einkavæðingu. Það skiptir ekki beinlínis máli hvar og hvernig þessi flokkur býr, en það er kostur ef hann vill frekar hafa tekk mublu en flugvöll í forstofunni hjá sér. Hann má vera einhleypur og hann má vera í sambandi. Hann má jafnvel vera í Evrópusambandi ef bolurinn er til í það (a.m.k. verður hann að leyfa bolnum að segja skoðun sína á því, hvort sem það er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða bara með því að skipta brauðstöngum út fyrir ESB í Dominos-appinu). Hann má líka hafa gaman af U2. Þetta er held ég svona nokkurn veginn það sem til þarf og í raun ekki mjög flókið. Ef einhver stjórnmálaflokkur eða framboð telur sig uppfylla framangreint má viðkomandi hafa samband fyrir 31. maí nk. A.v.á.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun