Ábyrgð, festa og tækifæri Guðmundur Magnússon skrifar 26. maí 2014 15:18 Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu. Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.Ábyrg og öguð fjármálastjórnÁbyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.Framtíðin er björtSú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu. Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.Ábyrg og öguð fjármálastjórnÁbyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.Framtíðin er björtSú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar