Fréttablaðið mismunar Dögun í Reykjavík Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. skrifar 23. maí 2014 19:53 Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar