Seltjarnarnes unga fólksins Magnús Örn Guðmundsson skrifar 23. maí 2014 15:42 Það er varla hægt að hugsa sér betri uppeldisstað en Seltjarnarnes. Það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið, og þar með sjálfstæðismenn, að ungir Seltirningar vilji búa hér áfram og tryggja börnum sínum þau lífsgæði sem bærinn býður uppá. Góðir skólar og öflugt íþróttastarf eru lykilþættirnir í að hér er gott að ala upp börn. Staðsetning gerir það að verkum að börn ferðast stutta vegalengd í skóla, íþróttir og annað tómstundastarf. Vel skipulagt skólastarf og samstarf við Gróttu gerir daginn samfelldan með tilheyrandi þægindum fyrir börn og foreldra. Um 17% af rekstri bæjarins fara í íþrótta- og tómstundamál og yfir 50% fara í fræðslumál árið 2014. Fá bæjarfélög geta státað af slíkum myndarskap. En þetta er ekki sjálfgefið. Seltjarnarnesbær skuldar lítið í samanburði við önnur sveitarfélög. Skynsamur rekstur og lágar skuldir eru forsenda árangurs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur bærinn staðið dyggilega við barna- og unglingastarf Gróttu og það mikla sjálfboðastarf sem þar er unnið af foreldrum. Niðurstaðan er öflug forvörn og sterkari einstaklingar. Ungt fólk kann vel að meta lægra útsvar hér en í Reykjavík en tæplega 6% munar á álagningunni. Fasteignagjöld verða lækkuð um 5% á næsta ári og leikskólagjöld um 25%. Tómstundastyrkir munu hækka úr 30 þúsund í 50 þúsund. Um 40% íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi er undir 120fm að stærð og tæplega 60% er undir 150fm af stærð. Málflutningur vinstrimanna um húsnæðisskort ungra fjölskyldna er því villandi. Húsnæðisverð er vitanlega hátt á Seltjarnarnesi, í samræmi við þjónustu og lífsgæði Nessins – og lágar álögur. Seltjarnarnesbær laðar að sér barnafjölskyldur enda mælist ánægja þeirra hærri en í öðrum sveitarfélögum. Í kosningunum 31. maí óska sjálfstæðismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eftirsóknarvert að ala upp börn. Og eldast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er varla hægt að hugsa sér betri uppeldisstað en Seltjarnarnes. Það er mikil viðurkenning fyrir sveitarfélagið, og þar með sjálfstæðismenn, að ungir Seltirningar vilji búa hér áfram og tryggja börnum sínum þau lífsgæði sem bærinn býður uppá. Góðir skólar og öflugt íþróttastarf eru lykilþættirnir í að hér er gott að ala upp börn. Staðsetning gerir það að verkum að börn ferðast stutta vegalengd í skóla, íþróttir og annað tómstundastarf. Vel skipulagt skólastarf og samstarf við Gróttu gerir daginn samfelldan með tilheyrandi þægindum fyrir börn og foreldra. Um 17% af rekstri bæjarins fara í íþrótta- og tómstundamál og yfir 50% fara í fræðslumál árið 2014. Fá bæjarfélög geta státað af slíkum myndarskap. En þetta er ekki sjálfgefið. Seltjarnarnesbær skuldar lítið í samanburði við önnur sveitarfélög. Skynsamur rekstur og lágar skuldir eru forsenda árangurs. Undir forystu sjálfstæðismanna hefur bærinn staðið dyggilega við barna- og unglingastarf Gróttu og það mikla sjálfboðastarf sem þar er unnið af foreldrum. Niðurstaðan er öflug forvörn og sterkari einstaklingar. Ungt fólk kann vel að meta lægra útsvar hér en í Reykjavík en tæplega 6% munar á álagningunni. Fasteignagjöld verða lækkuð um 5% á næsta ári og leikskólagjöld um 25%. Tómstundastyrkir munu hækka úr 30 þúsund í 50 þúsund. Um 40% íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi er undir 120fm að stærð og tæplega 60% er undir 150fm af stærð. Málflutningur vinstrimanna um húsnæðisskort ungra fjölskyldna er því villandi. Húsnæðisverð er vitanlega hátt á Seltjarnarnesi, í samræmi við þjónustu og lífsgæði Nessins – og lágar álögur. Seltjarnarnesbær laðar að sér barnafjölskyldur enda mælist ánægja þeirra hærri en í öðrum sveitarfélögum. Í kosningunum 31. maí óska sjálfstæðismenn eftir traustum meirihluta til að hér verði áfram eftirsóknarvert að ala upp börn. Og eldast.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar