Skipta lífsgæði allra Akureyringa ekki máli? Alma Axfjörð skrifar 23. maí 2014 14:43 Rödd Akureyringa þarf að heyrast til verðandi og núverandi stjórnenda bæjarins. Það er ekki hægt að skella allri ábyrgð og kostnaði á ríkið. Það hlítur að vera mikið hagsmunarmál fyrir Akureyri að styðja við og efla starf í velferðarmálum bæjarins og það er vitað mál að það kostar peninga. Það kostar pening að hlúa að fólki en sá peningur og auður kemur margfalt ti baka. Ég veit að það þarf að huga að ýmsu í stóru bæjarfélagi, en svo vitlaus er ég nú ekki að halda að allt gangi vel hjá mörgum íbúum bæjarins þegar kemur að geðheilsuheilbrigði. Allt of margir bæjarbúar, frá börnum til aldraða , glíma við /eða munu glíma við geðraskanir af völdum ýmissa orsaka og afleiðingar þeirra. Má þar nefna td. vegna óviðunandi heimilisaðstæðna, fíknisjúkdóma, ofbeldis, einhverskonar missis, atvinnuleysis, slysa , sjúkdóma, eineltis og fl. Afleiðingarnar geta verið og eru skelfilegar ef ekkert er gert. Viðkomandi einstaklingur er í mikilli hættu til að leita leiða til að deyfa sig frá sársaukanum og vanlíðan td. með áfengi og öðrum vímuefnum. Og því miður verður vanlíðanin stundum svo mikil að viðkomandi sér enga aðra leið en að taka líf sitt.Líf sem skiptir máli. Líf sem á réttindi, líf sem á rétt á skilningi, líf sem á rétt á umhyggju,líf sem á rétt á því að vera ekki dæmt af samfélaginu, líf sem á rétt á því að lifa , LÍF SEM ER EKKI SJÚKDÓMURINN! Hér á landi taka 2-3 einstaklingar líf sitt í hverjum mánuði og fleiri reyna það. Það vill enginn ganga í gegnum þá miklu sorg sem því fylgir hvort sem það tekst eða ekki . Það fæðist enginn geðveikur. Geðröskun, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verður geðveikur eða ekki. Að greinast með geðröskun er erfitt, og enn erfiðara vegna þess viðhorfs sem ríkir í samfélaginu. Viðhorf sem byggjast oft á því að þú ert talinn hættulegur, skrítinn, öðruvísi en aðrir, þér er kennt/ sagt að umgangast ekki þannig fólk og jafnvel sumir sem halda að það þurfi að setja fólk í spennitreyju ef það legst inná geðdeild. Fjölmiðlar taka það fram í fréttatilkynningum að viðkomandi eigi eða eigi ekki við geðröskun að stríða. Þú ert dæmdur. Það er skömm að þekkja einhvern með geðsjúkdóm eða láta sjá sig með honum. Þú ert talinn vanhæfur á ýmsum sviðum. Þú færð ekki sömu viðurkenningu og aðrir í þjóðfélaginu. Þú ert niðurlægður í samfélaginu. Þessi viðhorf , auka oft á sjálfsfordóma einstaklings með geðraskanir sem veldur því að hann leitar sér síður aðstoðar, hann þorir ekki að tala um veikindi sín og líðan sína og hann einangrar sig félagslega. Skilning vantar oft og viðkomandi á bara að fara út að ganga, rífa sig upp , vinir hverfa osfrv.Að vera geðveikur = að vera með geðröskun.Ég undirrituð er geðveik. Ég er þunglynd, með kvíðaröskun og áfallastreituröskun. Ég er með þessar geðraskanir og hef verið í rúma tvo áratugi, eða reyndar lengur því ég var mjög kvíðin sem barn. Ég er ekki hættuleg, ég ræðst ekki á fólk, þegar ég hef þurft að leggjast inná geðdeild þá er ég og engin þar bundinn niður. Ég er manneskja sem á sömu réttindi í þjóðfélaginu eins og aðrir, ég hef marga hæfileika og styrkleika. Ég fæddist ekki svona, en aðstæður , áföll og slys orsökuðu það að ég varð veik. Í dag er ég í bata og það geta allir sem glíma við geðraskanir, afleiðingar eineltis og eða ofbeldis náð bata. Að vera í bata þýðir einfaldlega að þú nærð tökum á sjúkdómnum, hann stjórnar ekki lengur, þó svo að þú finnir fyrir einkennum. Að komast í bata þarf vilja og mikla vinnu, 24 tíma sólarhrings alla daga. Þú þarft að mikinn stuðning og skilning og gott öryggisnet, viðtöl hjá lækni og eða öðru fagfólki. Þú þarft fræðslu og ég tel nauðsynlegt að taka þátt í starfi hjá félagasamtökum þar sem einstaklingar sem glíma við það sama hittast. Því þar færðu skilning og getur speglað þið í örðum, félagsleg einangrun rofnar, þú sérð bata hjá öðrum og það gefur þér von og þú valdeflist sem þýðir einfaldlega það að þú verður virkari og lærir að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi og þú ert ekki dæmd/ur og þar eru engir fordómar.Grófin geðverndarmiðstöð.Þann 10 okt. sl var opnuð hér á Akureyri , Grófin geðverndarmiðstöð eftir tveggja ára undirbúning. Unnið er eftir hugmyndafræði valdeflingar . Valdefling er í grunninn að trúa á bata, taka ábyrgð á sínu lífi og líðan, efla ákveðni og styrkja sjálfsmynd sína. Þarna hittast einstklingar sem hafa verið/eru að kljást við geðraskanir og við horfum í batann. Við ræðum saman á jafningjagrundvelli og allir eru jafnir. Við miðlum reynslu, hlustum, tölum, hlæjum og byggjum öll saman upp starfið á Grófinni. Starfrækt er hópastarf, sem notendur leiða. Kjarnafundir eru á fimmtudögum þar sem starfsemin er mótuð og hafa allir jafnan ákvörðunnarrétt. Og eru allir notendur velkomnir á þá fundi. Aðstandendur eru velkomnir og er Grófin þeirra staður líka, því eins og allir vita þá hafa veikindi áhrif á aðstandendur. Unga fólkið , Unghugar , hafa líka sinn stað í Grófinni . Þar hittast einstaklingar 18 ára og eldri, skipuleggja félagsstarf og móta sitt starf á jafningjagrundvelli. Einnig hefur Grófin tekið á móti hópum frá Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild og fl. Í kynningu og fræðslu. Samstarf var við Háskólann á Akureyri þar sem 3ja árs iðjuþjálfanemar komu og voru að æfa sig í hópastarfi. Einnig hafa fagaðilar komið með fyrirlestra og fræðslu til okkar. Þá hafa aðilar farið með forvarnarfræðslu í skóla. Mjög mikil þörf er á að auka forvarnir gegn geðröskunum hjá ungu fólki. Því það er staðreynd að einstaklingur sem á við andlega vanlíðan að stríða er í meiri hættu á að deyfa sig með vímuefnum. Það er mín skoðun að þær forvarnir ættu að koma á undan forvarnarfræðslu gegn vímuefnum. Ég sjálf hef mætt daglega frá opnun . Þessi vera mín í Grófinni og samveran við notendurna þar, hefur gert kraftaverk fyrir mig í bataferlinu. Ég hef eflst á öllum sviðum. Ég hef tilgang og ég hef hlutverk . Ég er komin með meiri trú á sjálfa mig og alla mína getu. Til mín er miðluð reynsla frá öðrum, sem eflir mig þar sem ég finn að ég er ekki ein sem hef verið að kljást við geðröskun. Ég sé bata hjá öðrum sem eflir mig í að halda áfram og halda mínum bata. Ég er virk. Og það sem er svo yndislegt að ég er virk allstaðar líka útá við og get verið í núinu. Ég sé framtíðarsýn og get gert mér markmið sem ég átti erfitt með áður. Ég get verið ég sjálf. Ég hef líka séð bata hjá öðrum , ég hef séð vonina vakna, ég hef séð einstaklinga fá trú á sjálfa sig og getu sína með virkni og samskiptum. FjárveitingÞað var Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis sem tók af skarið og opnaði miðstöðina og hafa viðræður verið við Akureyrarbæ um að komu á rekstri en ekkert gengið, vísað til ríkisins. Mín skoðun er sú að báðir aðilar akbær og ríkið eiga að koma að rekstri miðstöðvarinnar og tryggja hann til 5 ára. Frá opnun 10 október 2013 hefur Grófin verið opin í 150 virka daga og 2150 komur hafa verið. Það þýðir að daglega koma 14, 33 einstaklingar . Kostnaður við hverja heimsokn er því um 977 kr. Auk 60 einstaklinga sem hafa verið í hópastarfi. Það má því segja að mikil þörf er fyrir þessa starfsemi í bænum . Nú er starfsemin orðin það öflug að ráða þyrfti einn stafsmann. Fagaðila. Sé kostnaður Grófarinnar reiknaður með þeim lið auk húsaleigu og reksturs þá er það um 10 milljónir á ári. Ef við reiknum út frá komu sem verið hefur og er enn að aukast, þá er kostnaður per einstakling 2713 kr. Það vekur furðu mína að Akureyrarbær hafi ekki komið að rekstri þessum þar sem þetta skiptir mjög miklu máli fyrir lífsgæði fjölmargra einstaklinga í sveitarfélaginu jafnt unga sem aldraða. Svo ég tali nú ekki um þann sparnað sem af því hlýst að einstaklingur komist í bata og geti orðið virkur í samfélaginu. Má þar nefna sparnaður í heilbrigðiskerfinu, hvað varða innlagnir, lyfjakostnað, heimilislæknaheimsóknir, fækkun heimsókna til sálfræðinga og eða geðlækna, minna áreiti á fjölskyldudeild, minni aðstoð heimafyrir þegar einstaklingur kemst í meiri virkni, fordómar minnka, meiri þekking , minni hætta á misnotkun vímuefna, bættar fjölskylduaðstæður , bættar félagslegar aðstæður, og jafnvel aftur virkni á vinnumarkaði og svo mætti lengi telja. Ég veit að það vantar pening en ég veit líka að það er hægt að forgangsraða hlutum. Geðheilsuheilbrigði kemur að mörgum sviðum, og ástæður þess að einstaklingur veikist er margvíslegur , það fæðist enginn með geðsjúkdóm. Því ætti það að vera forgangsatriði fyrir bæjarfélag sem auglýsir sig með því að öll lífsins gæði séu á staðnum að þau séu þá fyrir alla og að ég tali nú ekki um að gera Akureyri að forystusveitarfélagi. Gerum Akureyri að forystusveitarfélagi í velferðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rödd Akureyringa þarf að heyrast til verðandi og núverandi stjórnenda bæjarins. Það er ekki hægt að skella allri ábyrgð og kostnaði á ríkið. Það hlítur að vera mikið hagsmunarmál fyrir Akureyri að styðja við og efla starf í velferðarmálum bæjarins og það er vitað mál að það kostar peninga. Það kostar pening að hlúa að fólki en sá peningur og auður kemur margfalt ti baka. Ég veit að það þarf að huga að ýmsu í stóru bæjarfélagi, en svo vitlaus er ég nú ekki að halda að allt gangi vel hjá mörgum íbúum bæjarins þegar kemur að geðheilsuheilbrigði. Allt of margir bæjarbúar, frá börnum til aldraða , glíma við /eða munu glíma við geðraskanir af völdum ýmissa orsaka og afleiðingar þeirra. Má þar nefna td. vegna óviðunandi heimilisaðstæðna, fíknisjúkdóma, ofbeldis, einhverskonar missis, atvinnuleysis, slysa , sjúkdóma, eineltis og fl. Afleiðingarnar geta verið og eru skelfilegar ef ekkert er gert. Viðkomandi einstaklingur er í mikilli hættu til að leita leiða til að deyfa sig frá sársaukanum og vanlíðan td. með áfengi og öðrum vímuefnum. Og því miður verður vanlíðanin stundum svo mikil að viðkomandi sér enga aðra leið en að taka líf sitt.Líf sem skiptir máli. Líf sem á réttindi, líf sem á rétt á skilningi, líf sem á rétt á umhyggju,líf sem á rétt á því að vera ekki dæmt af samfélaginu, líf sem á rétt á því að lifa , LÍF SEM ER EKKI SJÚKDÓMURINN! Hér á landi taka 2-3 einstaklingar líf sitt í hverjum mánuði og fleiri reyna það. Það vill enginn ganga í gegnum þá miklu sorg sem því fylgir hvort sem það tekst eða ekki . Það fæðist enginn geðveikur. Geðröskun, eins og svo margir sjúkdómar, á sér margar orsakir. Erfðafræðilega getur einstaklingur átt það á hættu að verða geðveikur, en aðrir þættir eins og uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta ráðið úrslitum um það hvort hann verður geðveikur eða ekki. Að greinast með geðröskun er erfitt, og enn erfiðara vegna þess viðhorfs sem ríkir í samfélaginu. Viðhorf sem byggjast oft á því að þú ert talinn hættulegur, skrítinn, öðruvísi en aðrir, þér er kennt/ sagt að umgangast ekki þannig fólk og jafnvel sumir sem halda að það þurfi að setja fólk í spennitreyju ef það legst inná geðdeild. Fjölmiðlar taka það fram í fréttatilkynningum að viðkomandi eigi eða eigi ekki við geðröskun að stríða. Þú ert dæmdur. Það er skömm að þekkja einhvern með geðsjúkdóm eða láta sjá sig með honum. Þú ert talinn vanhæfur á ýmsum sviðum. Þú færð ekki sömu viðurkenningu og aðrir í þjóðfélaginu. Þú ert niðurlægður í samfélaginu. Þessi viðhorf , auka oft á sjálfsfordóma einstaklings með geðraskanir sem veldur því að hann leitar sér síður aðstoðar, hann þorir ekki að tala um veikindi sín og líðan sína og hann einangrar sig félagslega. Skilning vantar oft og viðkomandi á bara að fara út að ganga, rífa sig upp , vinir hverfa osfrv.Að vera geðveikur = að vera með geðröskun.Ég undirrituð er geðveik. Ég er þunglynd, með kvíðaröskun og áfallastreituröskun. Ég er með þessar geðraskanir og hef verið í rúma tvo áratugi, eða reyndar lengur því ég var mjög kvíðin sem barn. Ég er ekki hættuleg, ég ræðst ekki á fólk, þegar ég hef þurft að leggjast inná geðdeild þá er ég og engin þar bundinn niður. Ég er manneskja sem á sömu réttindi í þjóðfélaginu eins og aðrir, ég hef marga hæfileika og styrkleika. Ég fæddist ekki svona, en aðstæður , áföll og slys orsökuðu það að ég varð veik. Í dag er ég í bata og það geta allir sem glíma við geðraskanir, afleiðingar eineltis og eða ofbeldis náð bata. Að vera í bata þýðir einfaldlega að þú nærð tökum á sjúkdómnum, hann stjórnar ekki lengur, þó svo að þú finnir fyrir einkennum. Að komast í bata þarf vilja og mikla vinnu, 24 tíma sólarhrings alla daga. Þú þarft að mikinn stuðning og skilning og gott öryggisnet, viðtöl hjá lækni og eða öðru fagfólki. Þú þarft fræðslu og ég tel nauðsynlegt að taka þátt í starfi hjá félagasamtökum þar sem einstaklingar sem glíma við það sama hittast. Því þar færðu skilning og getur speglað þið í örðum, félagsleg einangrun rofnar, þú sérð bata hjá öðrum og það gefur þér von og þú valdeflist sem þýðir einfaldlega það að þú verður virkari og lærir að taka ábyrgð á eigin líðan og lífi og þú ert ekki dæmd/ur og þar eru engir fordómar.Grófin geðverndarmiðstöð.Þann 10 okt. sl var opnuð hér á Akureyri , Grófin geðverndarmiðstöð eftir tveggja ára undirbúning. Unnið er eftir hugmyndafræði valdeflingar . Valdefling er í grunninn að trúa á bata, taka ábyrgð á sínu lífi og líðan, efla ákveðni og styrkja sjálfsmynd sína. Þarna hittast einstklingar sem hafa verið/eru að kljást við geðraskanir og við horfum í batann. Við ræðum saman á jafningjagrundvelli og allir eru jafnir. Við miðlum reynslu, hlustum, tölum, hlæjum og byggjum öll saman upp starfið á Grófinni. Starfrækt er hópastarf, sem notendur leiða. Kjarnafundir eru á fimmtudögum þar sem starfsemin er mótuð og hafa allir jafnan ákvörðunnarrétt. Og eru allir notendur velkomnir á þá fundi. Aðstandendur eru velkomnir og er Grófin þeirra staður líka, því eins og allir vita þá hafa veikindi áhrif á aðstandendur. Unga fólkið , Unghugar , hafa líka sinn stað í Grófinni . Þar hittast einstaklingar 18 ára og eldri, skipuleggja félagsstarf og móta sitt starf á jafningjagrundvelli. Einnig hefur Grófin tekið á móti hópum frá Starfsendurhæfingu Norðurlands, geðdeild og fl. Í kynningu og fræðslu. Samstarf var við Háskólann á Akureyri þar sem 3ja árs iðjuþjálfanemar komu og voru að æfa sig í hópastarfi. Einnig hafa fagaðilar komið með fyrirlestra og fræðslu til okkar. Þá hafa aðilar farið með forvarnarfræðslu í skóla. Mjög mikil þörf er á að auka forvarnir gegn geðröskunum hjá ungu fólki. Því það er staðreynd að einstaklingur sem á við andlega vanlíðan að stríða er í meiri hættu á að deyfa sig með vímuefnum. Það er mín skoðun að þær forvarnir ættu að koma á undan forvarnarfræðslu gegn vímuefnum. Ég sjálf hef mætt daglega frá opnun . Þessi vera mín í Grófinni og samveran við notendurna þar, hefur gert kraftaverk fyrir mig í bataferlinu. Ég hef eflst á öllum sviðum. Ég hef tilgang og ég hef hlutverk . Ég er komin með meiri trú á sjálfa mig og alla mína getu. Til mín er miðluð reynsla frá öðrum, sem eflir mig þar sem ég finn að ég er ekki ein sem hef verið að kljást við geðröskun. Ég sé bata hjá öðrum sem eflir mig í að halda áfram og halda mínum bata. Ég er virk. Og það sem er svo yndislegt að ég er virk allstaðar líka útá við og get verið í núinu. Ég sé framtíðarsýn og get gert mér markmið sem ég átti erfitt með áður. Ég get verið ég sjálf. Ég hef líka séð bata hjá öðrum , ég hef séð vonina vakna, ég hef séð einstaklinga fá trú á sjálfa sig og getu sína með virkni og samskiptum. FjárveitingÞað var Geðverndarfélag Akureyrar og nágrennis sem tók af skarið og opnaði miðstöðina og hafa viðræður verið við Akureyrarbæ um að komu á rekstri en ekkert gengið, vísað til ríkisins. Mín skoðun er sú að báðir aðilar akbær og ríkið eiga að koma að rekstri miðstöðvarinnar og tryggja hann til 5 ára. Frá opnun 10 október 2013 hefur Grófin verið opin í 150 virka daga og 2150 komur hafa verið. Það þýðir að daglega koma 14, 33 einstaklingar . Kostnaður við hverja heimsokn er því um 977 kr. Auk 60 einstaklinga sem hafa verið í hópastarfi. Það má því segja að mikil þörf er fyrir þessa starfsemi í bænum . Nú er starfsemin orðin það öflug að ráða þyrfti einn stafsmann. Fagaðila. Sé kostnaður Grófarinnar reiknaður með þeim lið auk húsaleigu og reksturs þá er það um 10 milljónir á ári. Ef við reiknum út frá komu sem verið hefur og er enn að aukast, þá er kostnaður per einstakling 2713 kr. Það vekur furðu mína að Akureyrarbær hafi ekki komið að rekstri þessum þar sem þetta skiptir mjög miklu máli fyrir lífsgæði fjölmargra einstaklinga í sveitarfélaginu jafnt unga sem aldraða. Svo ég tali nú ekki um þann sparnað sem af því hlýst að einstaklingur komist í bata og geti orðið virkur í samfélaginu. Má þar nefna sparnaður í heilbrigðiskerfinu, hvað varða innlagnir, lyfjakostnað, heimilislæknaheimsóknir, fækkun heimsókna til sálfræðinga og eða geðlækna, minna áreiti á fjölskyldudeild, minni aðstoð heimafyrir þegar einstaklingur kemst í meiri virkni, fordómar minnka, meiri þekking , minni hætta á misnotkun vímuefna, bættar fjölskylduaðstæður , bættar félagslegar aðstæður, og jafnvel aftur virkni á vinnumarkaði og svo mætti lengi telja. Ég veit að það vantar pening en ég veit líka að það er hægt að forgangsraða hlutum. Geðheilsuheilbrigði kemur að mörgum sviðum, og ástæður þess að einstaklingur veikist er margvíslegur , það fæðist enginn með geðsjúkdóm. Því ætti það að vera forgangsatriði fyrir bæjarfélag sem auglýsir sig með því að öll lífsins gæði séu á staðnum að þau séu þá fyrir alla og að ég tali nú ekki um að gera Akureyri að forystusveitarfélagi. Gerum Akureyri að forystusveitarfélagi í velferðarmálum.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun