Erlendir svikahrappar halda vöku fyrir Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 14:57 VISIR/AFP Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Súrínam Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Súrínam Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira