Úlfarsárdalur: Fimm stjörnu hótel! Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 22. maí 2014 10:26 Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Framboðin fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hafa verið spurð um afstöðu sína til einstakra mála, þar á meðal til uppbyggingar í Úlfarsárdal. Undirritaður hefur mætt á íbúafund þar til að kynna áherslur Dögunar.Verkefnið framundan Í stuttu máli er það svo að við erum hlynnt skynsamlegri þéttingu byggðar. En það sem skiptir mestu máli er að reyna eftir megni að blanda byggðina þannig að hverfin verði sem mest sjálfbær. Það á við um Úlfarsárdal sem önnur svæði. Sjálfsagt myndu íbúarnir skipuleggja borgina öðruvísi ef núna ætti að skapa 120 000 manna byggð en borgin er eins og hún er, teygir sig upp í Norðlingaholt og út á Kjalarnes og verkefnið er að þróa hana alla.Áherslur Dögunar Framboð Dögunar í Reykjavík vill að:Borgin verði byggð upp í samræmi við vilja og þarfir íbúanna. Þétting byggðar verði ekki til þess að ónýta götumyndir, byggðarmynstur eða mikilvæg opin svæði né heldur til að rýra verðgildi þeirra eigna sem fyrir eru.Dögun í Reykjavík vill að uppbygging borgarinnar eigi sér stað fyrir austan Elliðaár sem og vestan.Aðalskipulag verði endurskoðað með tilliti til þéttingar byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík, s.s. áætluð þétting byggðar í Elliðaárdalnum.Almenningssamgöngur verði stórefldar í Reykjavík og forgangsakreinar fyrir Strætó verði settar í öll hverfi. Til að hverfi teljist sjálfbært þarf meðal annars skóla, leikskóla, aðstöðu fyrri íþróttir og tómstundir, bókasafn, góðar almenningssamgöngur, verslanir, veitingastaði og atvinnu og svo almennilega þjónustumiðstöð borgarinnar. Í huga umhverfisverndar - og félagshyggjufólks er sjálfbært hverfi, þannig skipulagt að íbúarnir verði ekki að sækja sér grunnþarfir annað. Þannig verði ferðalög lágmörkuð. Komist Dögun í Reykjavík til áhrifa mun framboðið stuðla að því að öll hverfi borgarinnar verði sem sjálfbærust og íbúarnir kjósi sér fulltrúa í hverfisráð sem stjórni í þeirra nafni. Og allt sem tilheyrir nærumhverfinu verði flutt í þangað.Forsendubrestur í Úlfarsárdal! Ekkert hverfi í Reykjavík hefur orðið fyrri jafn miklum forsendubresti og Úlfarsárdalur og borgaryfirvöld ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta fyrir hann. Það er kominn tími til að hætta að tala þetta hverfi niður. Byggð í skjólgóðum og sólríkum suðurhlíðum, áin og góðar samgöngutengingar, allt þetta gerir það að verkum að Úlfarsárdalurinn getur orðið að 5 stjörnu hverfi svo notað sé líkingamál úr heimi hótelrekstrar.Ég sé fyrir mér … Brýnt er að skipuleggja fleiri lóðir, ég sé ég fyrir mér lágreista byggð – raðhús ekki síður en blokkir og einbýlishús. Þetta þarf að markaðssetja upp á nýtt sem hverfi þar sem gott verður að ala börn upp. Þannig verður líka hægt að nýta þá innviði sem lagðir voru fyrir mun stærra hverfi og yrðu ella vannýttir, samfélaginu til mikils tjóns.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun