Svona er staðan! Bjarni Halldór Janusson skrifar 21. maí 2014 09:07 Í síðustu grein minni fjallaði ég stuttlega um stöðu bæjarins og þá aðallega skuldastöðuna. Þar var slæmri skuldastöðu líkt við grískan harmleik og að ekki væri lausn í sjónmáli og því ætti bærinn enn mjög langt í land. Talsverð umræða fór af stað í samfélaginu eftir birtingu greinarinnar og hafa menn haldið því fram að andstæðingar meirihlutans væru einfaldlega að ganga til hlaðborðs og velja einstaka bita til þess að nota sem skotfæri á sitjandi meirihluta. Því ákvað ég að skrifa ítarlega grein um heildarstöðu Reykjanesbæjar, hér verður fjallað um skuldastöðu, atvinnuleysi, félagslega þætti, rekstur bæjarins og fleira. Ég geri hér heiðarlega og sem sanngjarnasta tilraun til að mála hlutlæga mynd af núverandi stöðu bæjarins og myndi best lýsa mér sem ólituðum og áhyggjufullum íbúa bæjarins, því núverandi staða veldur mér miklum áhyggjum og í slíku tilviki verða menn að losa sig við alla flokkspólitík og taka höndum saman til að leysa vandann. Það er því algjörlega tilgangslaust að beita bókhaldsbrellum og fegra stöðu bæjarins. Ef við eigum að geta leyst vandamálin þurfum við að byrja á að gera okkur grein fyrir að þau séu til staðar. N.B. til þess að koma í veg fyrir vafamál eða misskilning lesenda ætla ég að byrja á að útskýra tvennt fyrir lesendum. Annars vegar að í greininni mun ég notast á við tölur úr samstæðureikningi og hins vegar útskýra muninn á skuldaviðmiði og skuldahlutfalli.Villandi framsetning talna hjá sveitarstjórnarmönnum Samstæðan samanstendur af bæjarsjóði og stofnunum og fyrirtækjum í eigu bæjarins. Staða samstæðunnar lýsir stöðunni í heild sinni best og því er æskilegast að tala um stöðu samstæðunnar þegar talað er um stöðu Reykjanesbæjar. Hvað skuldahlutfallið varðar þá er því oft haldið fram af núverandi meirihluta að skuldahlutfall Reykjanesbæjar sé nú 248%, slíkar fullyrðingar eru á sandi reistar. Þarna er framsetning talna afar villandi og talað um skuldahlutfallið og skuldaviðmiðið sem sama hlutinn. Það er rétt að skuldaviðmið bæjarins sé 248% en skuldahlutfallið er 271% og því ættu menn ekki að rugla þessu tvennu saman. Skuldaviðmiðið kemur fram í reglugerð og er aðallega mælikvarði sem notaður er við störf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Í nýjum sveitastjórnarlögum frá árinu 2011 er það skuldahlutfallið sem sýnir heildarmyndina og menn ættu miklu frekar að einblína á skuldahlutfall fremur en skuldaviðmið. Samkvæmt 2. mgr. 64. gr. sveitastjórnarlaga er átt við um skuldahlutfall þegar samtala allra skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins eru reiknaðir sem hluti af rekstartekjum þess. Samkvæmt sveitastjórnarlögum má skuldahlutfall ekki vera hærra en 150%. Sveitarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Skuldahlutfall sýnir stöðu bæjarins svart á hvítu og fylgist eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga grannt með skuldahlutfallinu til þess að sjá hvort að sveitarfélagið sé hæft til þess að sinna þessum lögbundnum verkefnum sínum í náinni framtíð, ef ekki þá er lítið annað í stöðunni en sameining sveitarfélaga líkt og gerðist með Álftanes og Garðabæ þegar Álftanes gat ekki greitt niður gríðarlegt skuldafjall sitt.Ýmsar tölur og staðreyndir um rekstur bæjarins Árið 2013 var samstæðan rekin með eins milljarðs króna tapi, eða 972 milljónum samkvæmt ársreikningi. Eigið fé bæjarins minnkaði um hálfan milljarð árið 2013 og hefur nú minnkað um tæpa 4 milljarða síðan árið 2009. Ef við skoðum framlegð rekstrar sem hlutfall af tekjum og veltufé frá rekstri er staðan ekki góð, þar hefur þó náðst einhver árangur en í samanburði við önnur sveitarfélög er sá árangur alls ekki nógu hraður. Svo dæmi sé tekið er veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum að meðaltali rétt yfir 18% á öllu landinu á meðan það er undir 14% í Reykjanesbæ. Veltufé frá rekstri hefur alltaf verið töluvert undir landsmeðaltali, sama á við um framlegð rekstrar sem hlutfall af tekjum. Í ljósi þess að mikill meirihluti sveitarfélaga á landinu eru rekin með hagnaði og sýna mun betri rekstrarútkomu heldur en Reykjanesbær þá veldur slæm staða bæjarins miklum áhyggjum. Eigið fé sem hlutfall af rekstrartekjum er miklu minna núna heldur er árið 2002. Þá var eigið fé um 3 milljarðar og rekstrartekjur 3.3 milljarðar. Nú 12 árum seinna eru rekstrartekjur 14.5 milljarðar á meðan eigið fé nemur einungis um 7.5 milljarða kr.Skuldastaða Reykjanesbæjar Í síðustu grein fjallaði ég stuttlega um skuldastöðu bæjarins. Hér mun ég þó taka skrefinu enn lengra og fjalla ítarlega um skuldastöðu bæjarins og birti töflu sem sýnir skuldastöðu og skuldahlutfall bæjarins allt frá árinu 2002. Auk þess mun ég bera stöðu Reykjanesbæjar saman við sveitarfélög með svipaðan íbúafjölda og Reykjanesbær. Þar sem Reykjanesbær er 5. fjölmennasta sveitarfélag landsins hef ég ákveðið að æskilegast sé að bera Reykjanesbæ saman við Akureyri, sem er 4. fjölmennasta, Garðabæ sem er þar í 6. sæti, Mosfellsbæ sem er í því 7. og svo loks Árborg sem er 8. fjölmennasta sveitarfélag landsins. Samkvæmt tölum frá ársreikningi Reykjanesbæjar árin 2002-2013 og tölum frá upplýsingaveitu Sambands Íslenskra Sveitarfélaga þá er staðan alls ekki góð og hefur í raun aldrei verið það. Þar má einna helst nefna það að skuldahlutfall Reykjanesbæjar hefur aldrei náð niður fyrir 150% en það er einmitt sú tala sem ný sveitastjórnarlög gefa okkur 7 og hálft ár til viðbótar til þess að ná, í ljósi þess að þessari tölu hefur aldrei verið náð á þessum 12 árum er afar hæpið að þessari tölu verði náð á næstu árum. Hér verður tafla lögð fyrir lesendur og sýnir hún stöðu síðustu ára nokkuð skýrt:Eins og sjá má á töflunni hér að ofan hefur skuldastaða bæjarins verið gríðarlega slæm undanfarin ár. Í Reykjanesbæ skuldar hver íbúi um það bil 2.8 milljónir- á meðan talan er ríflega 2 milljónum- kr. lægri í Garðabæ. Á Akureyri skuldar hver íbúi um það bil 1.3 milljónir og hver íbúi Mosfellsbæjar og Árborgar skuldar í kringum milljón. Skuldir á hvern íbúa í Reykjanesbæ eru talsvert meiri en tekjur á íbúa. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar var 271% árið 2013 og jókst um 1% frá árinu 2012, við erum því ekki að ná að greiða niður skuldir heldur að bæta við okkur skuldum. Skuldahlutfallið er miklu skárra í hinum sveitarfélögunum. Talan þar er einungis 124% á Akureyri, 138% í Árborg, 142% í Mosfellsbæ og svo 98% í Garðabæ. Þess má síðan geta að í öllum þessum sveitarfélögum er rekstrarhagnaður upp á milljarð, en í Reykjanesbæ er rekstrartap upp á rúmlega milljarð.Eignir Reykjanesbæjar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur gagnrýnt áætlanir síðustu ára harðlega og sagt þær einkennast af hallarekstri auk sölu eigna. Eignir fyrir á annan tug milljarða hafa verið seldar til að greiða skuldir og koma jafnvægi á rekstur bæjarins. Árið 2013 var Reykjanesbær með eignir upp á 40.5 milljarða, en miðað við skuldastöðu síðustu ára hefur engin innistæða verið fyrir þessari eignaaukningu. Menn halda því gjarnan fram að eignir bæjarins séu svo miklar og nota þetta sem einhvers konar mótrök gegn því að skuldir bæjarins séu svo miklar. Í málefnalegri umræðu ættu menn að varast að falla ekki ofan í djúpa gryfju rökleysunnar. Mörg sveitarfélög eru eignarmikil og skuldalítil, ég hef ákveðið að nefna hér Kópavog og Akureyri sem dæmi. Kópavogur er með eignir upp á 60 milljarða en samt er skuldahlutfallið þar 76% lægra en hér. Einnig sýnir rekstrarniðurstaða Kópavogsbæjar 1.2 milljarð króna hagnað. Akureyri er með eignir upp á 38 milljarða, þrátt fyrir að skuldahlutfall þar sé einungis 124% og rekstarreikningur sýnir milljarð í hagnað. Því geta menn ekki notað mikla eignaaukningu bæjarins sem mótrök gegn skuldastöðunni, að auki má nefna að þessi svokallaða eignaaukning hefur verið aukning sem engin innistæða var fyrir og munu þessar eignir því verða seldar til þess að greiða niður skuldir. Best væri að vera skuldalítið sveitarfélag og eignamikið, líkt og Akureyri eða Kópavogur. Þess má síðan geta að eiginfjárhlutfall bæjarins hefur alls ekki verið gott undanfarin ár. Árið 2012 var eiginfjárhlutfall bæjarins um 17.1% af heildarfjármagni og lækkaði svo niður í 15% árið 2013. Á árunum 2008-2013 var meðaltal eiginfjárhlutfalls einungis 16.9%. Til samanburðar var eiginfjárhlutfall Mosfellsbæjar 29% árið 2013 og var meðaltalið þar 31% árin 2008-2013. Meðaltalið í Garðabæ var hátt í 56% og eiginfjárhlutfallið þar á síðasta ári var um 52%. Akureyri var svo með 40% hlutfall árið 2013 og hefur að meðaltali verið með ríflega 35%. Í Árborg var eiginfjárhlutfallið 29.4% árið 2013 og hefur að meðaltali verið rétt yfir 21%. Að auki má síðan nefna að veltufjárhlutfall Reykjanesbæjar hefur lækkað úr 1.59 í 1.15 á síðastliðnum 2 árum, meðaltal veltufjárhlutfalls í Reykjanesbæ var 0.90 á árunum 2008-2013. Í Garðabæ var meðaltalið á þessum árum 1.42 og á Akureyri var talan rétt yfir 1.16.Kostnaður við að búa í Reykjanesbæ Miðað við þá staðreynd að um 25% vinnandi íbúa í Reykjanesbæ eru með um 250 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er næstum helmingi lægri en meðaltal launa á landsvísu, þá á fólk í bænum erfitt með að ná endum saman. Ofan á það er Reykjanesbær með ein hæstu gjöld sveitarfélaga á landinu. Samkvæmt úttekt ASÍ er mjög kostnaðarsamt að búa í Reykjanesbæ og talsvert dýrara að búa hér en annars staðar á landinu. Hér er útsvarið í hámarki, fasteignaskattur 0.3% af fasteignamati lóðar og lóðaleiga hátt í 2% af fasteignamati lóðar, lóðaleiga er því sú allra hæsta á landinu. Einnig er vatnsgjaldið í hærri kantinum og sorphirðugjöld með því hæsta á öllu landinu.Atvinnuleysi Samkvæmt tölum frá Datamarket og Vinnumálastofnun hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ oftast verið hærra en á landsvísu. Það ber þó að nefna og taka inn í myndina að atvinnuleysið jókst talsvert eftir brottfar bandaríska hersins í kringum 2006, því er einkar athyglisvert að sjá að tölur frá árunum 2002-2006 sýna einnig hærra atvinnuleysi í Reykjanesbæ heldur en á landsvísu. Þegar ný bæjarstjóri tók við í júní árið 2002 var atvinnuleysi rétt undir 1% í Reykjanesbæ, næsta ár rauk það upp í 3-4% og árið eftir það fór það í um það bil 3%. Næstu þrjú ár eftir það var atvinnuleysi ríflega 2% í Reykjanesbæ á meðan það var rétt yfir 1% á landsvísu. Eftir banka- og gengishrunið í lok árs 2008 jókst atvinnuleysi gríðarlega á öllu landinu en náði þó hæstu hæðum hér í Reykjanesbæ og hér á tímabili varð atvinnuleysið í Reykjanesbæ allt að 4% hærra en á öllu landinu og hefur á árunum 2008-2013 að meðaltali verið 2% hærra en á landsvísu. Það ber síðan að nefna að árin 1992-2002 var atvinnuleysi í Reykjanesbæ að meðaltali ívið lægra en á landsvísu. Á þessu tímabili var atvinnuleysi á landsvísu oftast um 1% hærra en í Reykjanesbæ. Fyrrnefndar tölur sýna að árin 2002-2013 hefur staðan svo verið allt önnur og blaðinu því snúið við í kringum árið 2002.Að lokum Líkt og það er ekki hægt að byggja hús á sandi, þá er ekki hægt að byggja bæ á skuldum. Frá árinu 2002 hefur sami flokkur verið í meirihluta og sama stjórn farið með völdin. Íbúar bæjarins hafa gefið þeim heil þrjú kjörtímabil til þess að sanna sig, það hefur ekki tekist. Allt er þá þegar þrennt er og það lítur allt út fyrir að meirihlutinn falli í næstu kosningum. Undanfarin ár hefur eitt mesta skuldahlutfallið verið í Reykjanesbæ, sömuleiðis eitt mesta atvinnuleysið, ívið lægri félagsbætur og minni fjárhagsaðstoð en annars staðar. Í Reykjanesbæ hefur einnig verið ein hæstu fasteignagjöld á landinu og sveitarfélagið eitt launalægsta sveitarfélagið á landinu. Í ljósi þess að staðan hefur verið svo slæm undanfarin ár þá er ekkert annað í stöðunni en að fá hæfara fólk til þess að fara með rekstur bæjarins. Stjórnendur bæjarins vinna í okkar þágu og við, íbúar bæjarins, borgum launin þeirra í gegnum skattgreiðslu. Því eru það við sem erum yfirmenn þeirra og í gegnum lýðræðislegar kosningar ráðum við hverjir starfa fyrir okkur. Það er því alls ekkert persónulegt að vilja núverandi meirihluta burt og er ég alls ekki að setja út á neinn flokk eða neina tiltekna einstaklinga. Ég vil einfaldlega að hæfara fólk sjái um rekstur bæjarins, líkt og er gert á vinnumarkaði, þá er hæfasta starfsfólkið valið. Ef stjórnendur fyrirtækja þykja ekki starfi sínu vaxnir er þeim vikið úr starfi af hluthöfum fyrirtækisins og aðrir stjórnendur taka þá við. Íbúar Reykjanesbæjar þurfa að fylgja þessu fordæmi og víkja núverandi stjórnendum úr starfi, því ekki vilja íbúarnir að fyrirtækið þeirra (Reykjanesbær) verði gjaldþrota. Í síðustu grein minni endaði ég á því að segja að endurkosning meirihlutans yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Eftir að hafa rýnt í málin og skoðað stöðuna ítarlega, þá ætla ég að umorða setningu mína aðeins og ljúka þessari grein með að segja að endurkosning meirihlutans yrði síðasti naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni fjallaði ég stuttlega um stöðu bæjarins og þá aðallega skuldastöðuna. Þar var slæmri skuldastöðu líkt við grískan harmleik og að ekki væri lausn í sjónmáli og því ætti bærinn enn mjög langt í land. Talsverð umræða fór af stað í samfélaginu eftir birtingu greinarinnar og hafa menn haldið því fram að andstæðingar meirihlutans væru einfaldlega að ganga til hlaðborðs og velja einstaka bita til þess að nota sem skotfæri á sitjandi meirihluta. Því ákvað ég að skrifa ítarlega grein um heildarstöðu Reykjanesbæjar, hér verður fjallað um skuldastöðu, atvinnuleysi, félagslega þætti, rekstur bæjarins og fleira. Ég geri hér heiðarlega og sem sanngjarnasta tilraun til að mála hlutlæga mynd af núverandi stöðu bæjarins og myndi best lýsa mér sem ólituðum og áhyggjufullum íbúa bæjarins, því núverandi staða veldur mér miklum áhyggjum og í slíku tilviki verða menn að losa sig við alla flokkspólitík og taka höndum saman til að leysa vandann. Það er því algjörlega tilgangslaust að beita bókhaldsbrellum og fegra stöðu bæjarins. Ef við eigum að geta leyst vandamálin þurfum við að byrja á að gera okkur grein fyrir að þau séu til staðar. N.B. til þess að koma í veg fyrir vafamál eða misskilning lesenda ætla ég að byrja á að útskýra tvennt fyrir lesendum. Annars vegar að í greininni mun ég notast á við tölur úr samstæðureikningi og hins vegar útskýra muninn á skuldaviðmiði og skuldahlutfalli.Villandi framsetning talna hjá sveitarstjórnarmönnum Samstæðan samanstendur af bæjarsjóði og stofnunum og fyrirtækjum í eigu bæjarins. Staða samstæðunnar lýsir stöðunni í heild sinni best og því er æskilegast að tala um stöðu samstæðunnar þegar talað er um stöðu Reykjanesbæjar. Hvað skuldahlutfallið varðar þá er því oft haldið fram af núverandi meirihluta að skuldahlutfall Reykjanesbæjar sé nú 248%, slíkar fullyrðingar eru á sandi reistar. Þarna er framsetning talna afar villandi og talað um skuldahlutfallið og skuldaviðmiðið sem sama hlutinn. Það er rétt að skuldaviðmið bæjarins sé 248% en skuldahlutfallið er 271% og því ættu menn ekki að rugla þessu tvennu saman. Skuldaviðmiðið kemur fram í reglugerð og er aðallega mælikvarði sem notaður er við störf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Í nýjum sveitastjórnarlögum frá árinu 2011 er það skuldahlutfallið sem sýnir heildarmyndina og menn ættu miklu frekar að einblína á skuldahlutfall fremur en skuldaviðmið. Samkvæmt 2. mgr. 64. gr. sveitastjórnarlaga er átt við um skuldahlutfall þegar samtala allra skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins eru reiknaðir sem hluti af rekstartekjum þess. Samkvæmt sveitastjórnarlögum má skuldahlutfall ekki vera hærra en 150%. Sveitarstjórn ber að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Skuldahlutfall sýnir stöðu bæjarins svart á hvítu og fylgist eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga grannt með skuldahlutfallinu til þess að sjá hvort að sveitarfélagið sé hæft til þess að sinna þessum lögbundnum verkefnum sínum í náinni framtíð, ef ekki þá er lítið annað í stöðunni en sameining sveitarfélaga líkt og gerðist með Álftanes og Garðabæ þegar Álftanes gat ekki greitt niður gríðarlegt skuldafjall sitt.Ýmsar tölur og staðreyndir um rekstur bæjarins Árið 2013 var samstæðan rekin með eins milljarðs króna tapi, eða 972 milljónum samkvæmt ársreikningi. Eigið fé bæjarins minnkaði um hálfan milljarð árið 2013 og hefur nú minnkað um tæpa 4 milljarða síðan árið 2009. Ef við skoðum framlegð rekstrar sem hlutfall af tekjum og veltufé frá rekstri er staðan ekki góð, þar hefur þó náðst einhver árangur en í samanburði við önnur sveitarfélög er sá árangur alls ekki nógu hraður. Svo dæmi sé tekið er veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum að meðaltali rétt yfir 18% á öllu landinu á meðan það er undir 14% í Reykjanesbæ. Veltufé frá rekstri hefur alltaf verið töluvert undir landsmeðaltali, sama á við um framlegð rekstrar sem hlutfall af tekjum. Í ljósi þess að mikill meirihluti sveitarfélaga á landinu eru rekin með hagnaði og sýna mun betri rekstrarútkomu heldur en Reykjanesbær þá veldur slæm staða bæjarins miklum áhyggjum. Eigið fé sem hlutfall af rekstrartekjum er miklu minna núna heldur er árið 2002. Þá var eigið fé um 3 milljarðar og rekstrartekjur 3.3 milljarðar. Nú 12 árum seinna eru rekstrartekjur 14.5 milljarðar á meðan eigið fé nemur einungis um 7.5 milljarða kr.Skuldastaða Reykjanesbæjar Í síðustu grein fjallaði ég stuttlega um skuldastöðu bæjarins. Hér mun ég þó taka skrefinu enn lengra og fjalla ítarlega um skuldastöðu bæjarins og birti töflu sem sýnir skuldastöðu og skuldahlutfall bæjarins allt frá árinu 2002. Auk þess mun ég bera stöðu Reykjanesbæjar saman við sveitarfélög með svipaðan íbúafjölda og Reykjanesbær. Þar sem Reykjanesbær er 5. fjölmennasta sveitarfélag landsins hef ég ákveðið að æskilegast sé að bera Reykjanesbæ saman við Akureyri, sem er 4. fjölmennasta, Garðabæ sem er þar í 6. sæti, Mosfellsbæ sem er í því 7. og svo loks Árborg sem er 8. fjölmennasta sveitarfélag landsins. Samkvæmt tölum frá ársreikningi Reykjanesbæjar árin 2002-2013 og tölum frá upplýsingaveitu Sambands Íslenskra Sveitarfélaga þá er staðan alls ekki góð og hefur í raun aldrei verið það. Þar má einna helst nefna það að skuldahlutfall Reykjanesbæjar hefur aldrei náð niður fyrir 150% en það er einmitt sú tala sem ný sveitastjórnarlög gefa okkur 7 og hálft ár til viðbótar til þess að ná, í ljósi þess að þessari tölu hefur aldrei verið náð á þessum 12 árum er afar hæpið að þessari tölu verði náð á næstu árum. Hér verður tafla lögð fyrir lesendur og sýnir hún stöðu síðustu ára nokkuð skýrt:Eins og sjá má á töflunni hér að ofan hefur skuldastaða bæjarins verið gríðarlega slæm undanfarin ár. Í Reykjanesbæ skuldar hver íbúi um það bil 2.8 milljónir- á meðan talan er ríflega 2 milljónum- kr. lægri í Garðabæ. Á Akureyri skuldar hver íbúi um það bil 1.3 milljónir og hver íbúi Mosfellsbæjar og Árborgar skuldar í kringum milljón. Skuldir á hvern íbúa í Reykjanesbæ eru talsvert meiri en tekjur á íbúa. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar var 271% árið 2013 og jókst um 1% frá árinu 2012, við erum því ekki að ná að greiða niður skuldir heldur að bæta við okkur skuldum. Skuldahlutfallið er miklu skárra í hinum sveitarfélögunum. Talan þar er einungis 124% á Akureyri, 138% í Árborg, 142% í Mosfellsbæ og svo 98% í Garðabæ. Þess má síðan geta að í öllum þessum sveitarfélögum er rekstrarhagnaður upp á milljarð, en í Reykjanesbæ er rekstrartap upp á rúmlega milljarð.Eignir Reykjanesbæjar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur gagnrýnt áætlanir síðustu ára harðlega og sagt þær einkennast af hallarekstri auk sölu eigna. Eignir fyrir á annan tug milljarða hafa verið seldar til að greiða skuldir og koma jafnvægi á rekstur bæjarins. Árið 2013 var Reykjanesbær með eignir upp á 40.5 milljarða, en miðað við skuldastöðu síðustu ára hefur engin innistæða verið fyrir þessari eignaaukningu. Menn halda því gjarnan fram að eignir bæjarins séu svo miklar og nota þetta sem einhvers konar mótrök gegn því að skuldir bæjarins séu svo miklar. Í málefnalegri umræðu ættu menn að varast að falla ekki ofan í djúpa gryfju rökleysunnar. Mörg sveitarfélög eru eignarmikil og skuldalítil, ég hef ákveðið að nefna hér Kópavog og Akureyri sem dæmi. Kópavogur er með eignir upp á 60 milljarða en samt er skuldahlutfallið þar 76% lægra en hér. Einnig sýnir rekstrarniðurstaða Kópavogsbæjar 1.2 milljarð króna hagnað. Akureyri er með eignir upp á 38 milljarða, þrátt fyrir að skuldahlutfall þar sé einungis 124% og rekstarreikningur sýnir milljarð í hagnað. Því geta menn ekki notað mikla eignaaukningu bæjarins sem mótrök gegn skuldastöðunni, að auki má nefna að þessi svokallaða eignaaukning hefur verið aukning sem engin innistæða var fyrir og munu þessar eignir því verða seldar til þess að greiða niður skuldir. Best væri að vera skuldalítið sveitarfélag og eignamikið, líkt og Akureyri eða Kópavogur. Þess má síðan geta að eiginfjárhlutfall bæjarins hefur alls ekki verið gott undanfarin ár. Árið 2012 var eiginfjárhlutfall bæjarins um 17.1% af heildarfjármagni og lækkaði svo niður í 15% árið 2013. Á árunum 2008-2013 var meðaltal eiginfjárhlutfalls einungis 16.9%. Til samanburðar var eiginfjárhlutfall Mosfellsbæjar 29% árið 2013 og var meðaltalið þar 31% árin 2008-2013. Meðaltalið í Garðabæ var hátt í 56% og eiginfjárhlutfallið þar á síðasta ári var um 52%. Akureyri var svo með 40% hlutfall árið 2013 og hefur að meðaltali verið með ríflega 35%. Í Árborg var eiginfjárhlutfallið 29.4% árið 2013 og hefur að meðaltali verið rétt yfir 21%. Að auki má síðan nefna að veltufjárhlutfall Reykjanesbæjar hefur lækkað úr 1.59 í 1.15 á síðastliðnum 2 árum, meðaltal veltufjárhlutfalls í Reykjanesbæ var 0.90 á árunum 2008-2013. Í Garðabæ var meðaltalið á þessum árum 1.42 og á Akureyri var talan rétt yfir 1.16.Kostnaður við að búa í Reykjanesbæ Miðað við þá staðreynd að um 25% vinnandi íbúa í Reykjanesbæ eru með um 250 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem er næstum helmingi lægri en meðaltal launa á landsvísu, þá á fólk í bænum erfitt með að ná endum saman. Ofan á það er Reykjanesbær með ein hæstu gjöld sveitarfélaga á landinu. Samkvæmt úttekt ASÍ er mjög kostnaðarsamt að búa í Reykjanesbæ og talsvert dýrara að búa hér en annars staðar á landinu. Hér er útsvarið í hámarki, fasteignaskattur 0.3% af fasteignamati lóðar og lóðaleiga hátt í 2% af fasteignamati lóðar, lóðaleiga er því sú allra hæsta á landinu. Einnig er vatnsgjaldið í hærri kantinum og sorphirðugjöld með því hæsta á öllu landinu.Atvinnuleysi Samkvæmt tölum frá Datamarket og Vinnumálastofnun hefur atvinnuleysi í Reykjanesbæ oftast verið hærra en á landsvísu. Það ber þó að nefna og taka inn í myndina að atvinnuleysið jókst talsvert eftir brottfar bandaríska hersins í kringum 2006, því er einkar athyglisvert að sjá að tölur frá árunum 2002-2006 sýna einnig hærra atvinnuleysi í Reykjanesbæ heldur en á landsvísu. Þegar ný bæjarstjóri tók við í júní árið 2002 var atvinnuleysi rétt undir 1% í Reykjanesbæ, næsta ár rauk það upp í 3-4% og árið eftir það fór það í um það bil 3%. Næstu þrjú ár eftir það var atvinnuleysi ríflega 2% í Reykjanesbæ á meðan það var rétt yfir 1% á landsvísu. Eftir banka- og gengishrunið í lok árs 2008 jókst atvinnuleysi gríðarlega á öllu landinu en náði þó hæstu hæðum hér í Reykjanesbæ og hér á tímabili varð atvinnuleysið í Reykjanesbæ allt að 4% hærra en á öllu landinu og hefur á árunum 2008-2013 að meðaltali verið 2% hærra en á landsvísu. Það ber síðan að nefna að árin 1992-2002 var atvinnuleysi í Reykjanesbæ að meðaltali ívið lægra en á landsvísu. Á þessu tímabili var atvinnuleysi á landsvísu oftast um 1% hærra en í Reykjanesbæ. Fyrrnefndar tölur sýna að árin 2002-2013 hefur staðan svo verið allt önnur og blaðinu því snúið við í kringum árið 2002.Að lokum Líkt og það er ekki hægt að byggja hús á sandi, þá er ekki hægt að byggja bæ á skuldum. Frá árinu 2002 hefur sami flokkur verið í meirihluta og sama stjórn farið með völdin. Íbúar bæjarins hafa gefið þeim heil þrjú kjörtímabil til þess að sanna sig, það hefur ekki tekist. Allt er þá þegar þrennt er og það lítur allt út fyrir að meirihlutinn falli í næstu kosningum. Undanfarin ár hefur eitt mesta skuldahlutfallið verið í Reykjanesbæ, sömuleiðis eitt mesta atvinnuleysið, ívið lægri félagsbætur og minni fjárhagsaðstoð en annars staðar. Í Reykjanesbæ hefur einnig verið ein hæstu fasteignagjöld á landinu og sveitarfélagið eitt launalægsta sveitarfélagið á landinu. Í ljósi þess að staðan hefur verið svo slæm undanfarin ár þá er ekkert annað í stöðunni en að fá hæfara fólk til þess að fara með rekstur bæjarins. Stjórnendur bæjarins vinna í okkar þágu og við, íbúar bæjarins, borgum launin þeirra í gegnum skattgreiðslu. Því eru það við sem erum yfirmenn þeirra og í gegnum lýðræðislegar kosningar ráðum við hverjir starfa fyrir okkur. Það er því alls ekkert persónulegt að vilja núverandi meirihluta burt og er ég alls ekki að setja út á neinn flokk eða neina tiltekna einstaklinga. Ég vil einfaldlega að hæfara fólk sjái um rekstur bæjarins, líkt og er gert á vinnumarkaði, þá er hæfasta starfsfólkið valið. Ef stjórnendur fyrirtækja þykja ekki starfi sínu vaxnir er þeim vikið úr starfi af hluthöfum fyrirtækisins og aðrir stjórnendur taka þá við. Íbúar Reykjanesbæjar þurfa að fylgja þessu fordæmi og víkja núverandi stjórnendum úr starfi, því ekki vilja íbúarnir að fyrirtækið þeirra (Reykjanesbær) verði gjaldþrota. Í síðustu grein minni endaði ég á því að segja að endurkosning meirihlutans yrði enn einn naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar. Eftir að hafa rýnt í málin og skoðað stöðuna ítarlega, þá ætla ég að umorða setningu mína aðeins og ljúka þessari grein með að segja að endurkosning meirihlutans yrði síðasti naglinn í líkkistu Reykjanesbæjar.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun