Körfubolti

U16 ára stelpurnar norðurlandameistarar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Norðurlandameistararnir
Norðurlandameistararnir mynd/Facebooksíða KKÍ
Íslenska U16 ára landslið kvenna í körfubolta tryggði sér í dag norðurlandameistaratitilinn í körfubolta í sínum aldursflokki þrátt fyrir að eiga enn einn leik eftir.

Stelpurnar eru búnar að vinna alla leiki sína í keppninni til þessa og mæta Dönum á morgun í síðasta leiknum sínum í keppninni.

Ísland vann frækinn sigur á Svíþjóð í dag 52-37 þar sem Sylvía Rún Hálfdánardóttir skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Inga Rún Svansdóttir skoraði 9 stig og Linda Þórdís Róbertsdóttir 8.

Þetta er fyrsti norðurlandameistaratitill Íslands í kvennaflokki frá því að U16 ára liðið vann 2004 með Helenu Sverrisdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur í fararbroddi.

Liðið hafði áður sigrað Eistland 61-34, Noreg 69-41 og Finnland 70-59.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×