Nýtum kosningaréttinn okkar Berglind Vignisdóttir skrifar 31. maí 2014 14:15 Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslensku kosningarannsókninni síðustu ár eru ungt fólk sá hópur kjósenda sem er með hvað dræmustu kjörsóknina. Pólitíkin er margir hlutir og að mínu mati er hún spennandi, krefjandi og tækifæri til þess að gera betur. Hins vegar getur pólitíkin líka verið illskiljanleg, flókin og oft á tímum afskaplega langdregin. Margt ungt fólk hugsar þannig um pólitíkina, að hún sé málefni fullorðinna og við yngra fólkið þurfum ekki að hugsa út í þetta. Ég er algjörlega ósammála því. Stjórnmál eru málefni allra, sérstaklegra ungra kjósenda. Ég vil hvetja alla unga kjósendur að nýta sér þennan lýðræðislega rétt sem við eigum í þessu lýðræðislega samfélagi sem að við búum í.Það búa ekki allir við lýðræði Ég heimsótti Venesúela fyrr á þessu ári og var þar í mánuð. Daginn sem ég fór úr landi byrjuðu nemendur að mótmæla ríkisstjórninni á götum úti. Kosningar eru spilltar og stjórnvöld að sama skapi. Fólkið þar hefur ekkert val þegar kemur að stjórnvöldum og lýðræðið er ekki nema að nafninu til. Ég frétti af dauðsföllum ungra krakka þar sem hernum var skipað að skjóta á mótmælendur, og eftir mína eigin dvöl þarna hef ég það sterklega á tilfinningunni að stjórnvöld þar í landi standa ekki með fólkinu heldur á móti því. Ímyndið ykkur kæru ungu kjósendur að réttur ykkar væri svo skertur sem og allra í samfélaginu að þegar fólkið reynir að vekja athygli á erfiðleikum þá neita stjórnvöld fólkinu um internet, rafmagn og jafnvel vatn. Ímyndið ykkur að þegar þið mótmælið á götum úti fyrir rétti ykkar þá skýtur lögreglan á ykkur. Ímyndið ykkur að enginn fjölmiðill sé frjáls og að þátttaka í mótmælum gæti þýtt dauða. Ímyndaðu þér að lögreglan sé það spillt að þú ert jafn hræddur við hana og aðra ótínda glæpamenn.Nýtum réttinn Við búum í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við ungir og aldnir eigum virkilega kost á því að breyta einhverju. Ég er ekki að biðja alla unga kjósendur að hella sér út í stjórnmál ef áhuginn liggur ekki þar, einungis að hugsa um þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir. Ég hvet ykkur því að nýta kosingaréttinn ykkar. Ekki taka því sem gefnu. Farið á kjörstað og sannið að stjórnmál eru ekki einungis málefni fullorðinna, stjórnmálamanna eða hagfræðinga heldur samfélagsins í heild.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar