Garðabær- fyrir okkur öll Steinþór Einarsson og Guðrún Arna Kristjánsdóttir skrifar 30. maí 2014 15:34 Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þjónustugjöld í Garðabæ eru einhver þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu svo sem fyrir leikskóla, tómstundaheimili og fæði í skólum. Þegar gerður er samanburður á útgjöldum fjögurra manna fjölskyldna í Garðabæ og í Reykjavík kemur í ljós að lægra útsvar í Garðabæ er ekki að hafa nein áhrif. Útgjöld fjögurra manna fjölskyldunnar í Garðabæ eru töluvert hærri í hverjum mánuði. Þessu viljum við í Samfylkingunni breyta. Það þarf að taka alla skatta inn í samanburðinn en ekki tala bara um útsvarið. Garðabær er ört stækkandi sveitarfélag og til þess að almenningssamgöngur geti verið raunhæfur valkostur fyrir alla íbúa þarf að fjölga ferðum á kvöldin og um helgar og tryggja þarf betri tengingar milli hverfa og sveitarfélaga. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa verið lengi við lýði í Garðabæ og þarf að gera átak til að taka á biðlistum ásamt því að koma upp þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga. Fjármagn hefur verið í fjárhagsáætlun bæjarins undanfarin ár til byggingar þjónustuíbúða án þess að nokkuð hafi verið aðhaft. Við í Samfylkingunni viljum gera opin svæði skemmtilegri með auknum afþreyingarmöguleikum fyrir bæjarbúa. Samfylkingin hefur í þessum efnum meðal annars fengið samþykktar tillögur í bæjarstjórn um strandblakvelli á Álftanesi og á Ásgarðssvæði og tillögu um skautasvell í nýjum miðbæ Garðabæjar. Mikilvægt er að unnið verði eftir tillögum starfshóps um aðstöðumál íþrótta- og tómstundafélaga. Starfshópurinn sem skipaður var af bæjarstjórn kom með tillögur um uppbyggingu mannvirkja svo sem knatthúsi í Ásgarði og gervigrasvelli á Álftanesi ásamt endurbótum á hinum ýmsu mannvirkjum félaga í Garðabæ.Guðrún Arna Kristjánsdóttir skipar 2. sæti á lista Samfylkingar og óháðra í Garðabæ.Hvatapeningar er mikilvæg viðbót fyrir barnafjölskyldur til að standa straum af íþrótta og tómstundaiðkun og viljum við í Samfylkingunni hækka hvatapeninga á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill að átak verði gert í endurnýjun gatna og gangstígum í eldri hverfum sem víða eru farin að láta verulega á sjá og að haldið verði áfram með vinnu við tengingar sveitarfélaga með göngu-og hjólastígum. Nú erum við í fyrsta skipti að kjósa í sameinuðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness. Stærra sameinað sveitarfélag gefur okkur mörg tækifæri í þjónustu og uppbyggingu sem við eigum að nýta okkur á sem bestan hátt. Nú er tækifæri til að breyta stjórnarháttum í Garðabæ, það er afar mikilvægt í opinberri stjórnsýslu að íbúar sveitarfélagsins geti með einföldum hætti nálgast upplýsingar um ákvarðanir sem teknar eru í nefndum og ráðum á heimasíðu bæjarins. Mikilvægt er að fundargerðir séu ítarlegar og niðurstöður í hverju máli komi fram í fundargerðum. Einnig að upplýsingar um þjónustu til handa eldri borgurum séu aðgengilegar á einum stað á heimasíðu bæjarins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar