Sveitalubbi fer í framboð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 14:02 Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Sjá meira
Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun