Að skapa bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi Freyja Haraldsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 30. maí 2014 12:11 Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sem frjálslyndur mannréttindaflokkur hefur Björt framtíð mikinn metnað fyrir því að á Íslandi sé samfélag sem býður íbúum sínum upp á félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitir öryggi, val og fjölbreytni, minnkar vesen, stuðlar að frelsi og möguleikum til þátttöku allra og dregur úr sóun á hæfileikum, tíma og fjármagni. Við trúum á verðmætið í fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að gera ráð fyrir því að fólk er alls konar – sem þýðir að fara þarf alls konar leiðir til þess að tryggja mannréttindi allra. Það má að mörgu leyti segja að hver sem er geti haldið á lofti slíkri stefnu en við teljum að ákveðin grunngildi séu mikilvæg ef raunverulega á að ná markmiðunum. Þessi gildi eru stefna Bjartrar framtíðar og eiga við í samskiptum einstaklinga og samfélags, samfélags og stjórnvalda og þjóðar og umheims. Um er að ræða hugrekki, svigrúm, jafnvægi, hlýju, skilning, hreyfingu, traust og ábyrgð. En hvað þýðir það?Ilmur Kristjánsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar í Reykjavík.Fjölbreyttar þjónustuleiðir og fjölbreytt rekstrarform Við viljum skapa svigrúm svo fólk geti verið alls konar og valið alls konar. Við viljum að allir hafi jafnan aðgang að þjónustu sem tryggir heilsu þeirra, öryggi og réttindi. Við teljum að eina leiðin til þess sé að þjónustan geri ráð fyrir að fólk sé margbreytilegt, að virkja fjölbreytni í þjónustuleiðum og rekstrarformi og virkja hugmyndir og sköpunargleði þeirra sem starfa á sviðinu. Við teljum að þannig megi best mæta fólki á öllum aldri með ólíkar þarfir, lífsstíl og væntingar. Við erum ekki mikið fyrir annað hvort eða. Við viljum horfa á velferðarþjónustu heildrænt og að unnið sé að því að byggja upp nýjan spítala samhliða því að efla heilsugæsluna svo betri nýting verði á tíma, þekkingu og fjármagni. Þetta hefur áhrif til hagræðingar, dregur úr álagi á starfsfólk og bætir gæði þjónustunnar. Við leggjum áherslu á að opinber velferðarþjónusta er burðarás þjónustunnar og að alls konar rekstrarform getur verið þar góð viðbót en þá er mikilvægt að fylgst sé með gæðum og kostnaði til að tryggja árangur, öryggi og hagkvæmni.Nærþjónusta og hagkvæmar leiðir með fjartækni Við viljum sjá hreyfingu í félags- og heilbrigðisþjónustu. Okkur finnst ekki heillandi að þjónusta sé alfarið bundin við byggingar heldur geti hún einnig verið bundin við manneskjurnar sem þurfa að nota hana. Sem dæmi um slíkt leggjum við mikla áherslu á að notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögbundinn og raunverulegur valkostur fyrir fatlað fólk á Íslandi. Jafnframt að þjónusta í nærumhverfi aldraðs fólks verði efld en þó þannig að hún skapi raunverulegt öryggi. Við viljum einnig nýta tæknina betur og finna hagkvæmar leiðir til þess að fagfólk og notendur þjónustu þurfi síður að ferðast langar vegalengdir þegar mál má leysa með öðrum hætti, t.d. í gegnum síma, tölvur og spjaldtölvur. Allt þetta teljum við búa til aðstöðu og svigrúm fyrir alla til þess að gera það sem hugur þeirra stendur til í stað þess að stjórnast af kerfum sem oft hafa tilhneigingu til þess að draga úr lífsgæðum og aðgreina hópa hvor frá öðrum. Það er mikilvægt að við aðlögumst kröfum samfélagsins og þróumst í takt við breytingar. Við viljum þora að fara óhefðbundnar leiðir og treysta fólki til þess að velja. Við aðhyllumst rótttækt traust á þessu sviði sem og á öðrum og við viljum ekki staðna því hreyfing er líf.Sigrún Gunnarsdóttir er varaþingkona Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi Suður.Nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustu Forsendu þessa alls teljum við vera að sýna hugrekki er við fylgjum sannfæringu okkar um uppbyggingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem grundvallast á alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Um leið og aðgangur að þjónustu er tryggður er mikilvægt að aðstæður fólks og umhverfi styðji við heilbrigða lífshætti og geri einstaklingum kleift að efla og styðja eigin heilsu og lífsgæði. Við viljum vera nógu hugrökk til þess að eiga góð og flæðandi samskipti við fólkið sem notar þjónustuna í sínu daglega lífi, fólkið sem starfar við að veita þjónustuna og aðra sérfræðinga á sviðinu. Við erum ekki hrædd við þekkingu, rök og upplýsingar allra þessara hópa og við viljum axla ábyrgð með því að taka ákvarðanir á grundvelli hennar. Því viljum við raunverulegt samráð og nánari samvinnu stjórnmálafólks og þeirra sem lifa við ákvarðanir þess. Við vitum að við verðum að byrja hjá okkur sjálfum og taka ábyrgð á því hvernig við hugsum, tölum og hlustum. Við trúum því að öllum á að geta liðið vel og af því hljótist efnahagslegur ávinningur en ekki uppnám. Til þess að samfélag virki og þar ríki jafnvægi og friður er grundvallaratriði að það sé ekki álitið náttúrulögmál að sumir hafi það betra en aðrir. Við viljum taka þátt í að skapa nýjar hugmyndir og ný viðhorf til velferðarþjónustunnar þar sem fagleg þekking og sjálfstæði einstaklinganna eru hornsteinar. Við viljum þannig stunda ábyrg og þjónandi stjórnmál og skapað bjarta framtíð í velferðarþjónustu á Íslandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun