Eru vinstri grænir, hægri grænir? Kjartan Due Nielsen skrifar 30. maí 2014 11:22 Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun