Handbolti

Handboltalið Benidorm komið í úrvalsdeildina

Strákarnir frá Benidorm fagna úrvalsdeildarsætinu.
Strákarnir frá Benidorm fagna úrvalsdeildarsætinu.
Benidorm er þekkt fyrir strendur og hressandi næturlíf en það eru færri sem vita að það er stundaður handbolti þar.

Það sem meira er þá verður stundaður úrvalsdeildarhandbolti á Benidorm næsta vetur því félag liðsins er búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni.

Í undanúrslitum um laust sæti í deildinni lagði BM Benidorm lið Zarauts, 26-22. Úrslitaleikurinn gegn Madridarliðinu Alcobendas var aftur á móti æsispennandi.

Framlengja þurfti leikinn en Benidorm vann eins marks sigur, 26-25, eftir framlengingu.

Það var reyndar varalið Barcelona sem vann B-deildina en liðið fær ekki að fara upp í úrvalsdeild þar sem Barcelona er fyrir með aðallið sitt þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×