Handbolti

Austurríki hafði betur gegn Noregi | Stórsigur Serba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur og félagar eru í ágætis stöðu fyrir seinni leikinn gegn Noregi.
Patrekur og félagar eru í ágætis stöðu fyrir seinni leikinn gegn Noregi. Vísir/Daníel
Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu tveggja marka heimasigur, 28-26, á Noregi í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári. Norðmenn leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.

Hornamaðurinn Raul Santos var markahæstur Austurríkismanna með sjö mörk, en næstir komu Vyatautas Ziura og Viktor Szilagyi með sex mörk hvor. Kristian Björnsen skoraði átta mörk fyrir Noreg og Bjarte Myrhol sex.

Makedónía gerði góða ferð til Grikklands og vann tveggja marka sigur, 25-27. Kiril Lazarov var sem fyrr markahæstur í liði Makedóníu með sjö mörk, en næstur kom Dejan Manaskov með sex. Raki Marango skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn.

Þá unnu Serbar stórsigur á Tékkum á heimavelli, 23-15. Staðan í hálfleik var 13-6, Serbum í vil.

Momir Ilic skoraði mesta fyrir Serba, eða sjö mörk, en næstir komu Ivan Nikcevic og Marko Vujin með fimm mörk hvor. Martin Strzinek skoraði sex mörk fyrir Tékka.

Öll úrslit dagsins í umspili um sæti á HM í Katar:

Rússland 30-22 Litháen

Pólland 25-24 Þýskaland

Rúmenía 24-25 Svíþjóð

Grikkland 25-27 Makedónía

Austurríki 28-26 Noregur

Bosnía 33-32 Ísland

Serbía 23-15 Tékkland

Á morgun tekur Ungverjaland á móti Slóveníu og Hvít-Rússar sækja Svartfellinga heim.


Tengdar fréttir

Naumur sigur Svía

Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.

Jurkiewicz hetja Pólverja

Pólland vann eins marks sigur, 25-24, á Þýskalandi í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2015 í Katar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×