Handbolti

Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson spilar með stórliði Barcelona næstu tvö árin.
Guðjón Valur Sigurðsson spilar með stórliði Barcelona næstu tvö árin. Vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning við stórlið Barcelona. Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu síðustu vikur.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn skrifaði undir tveggja ára samning við spænska risann. Hann er þriðji Íslendingurinn sem spilar fyrir félagið. Viggó Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen gerðu það einnig.

Guðjón Valur kemur til liðsins frá þýska meisturunum í Kiel þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár.

Þar áður lék Guðjón með danska félaginu AG. Hann hefur einnig spilað með Rhein-Neckar Löwen, Gummersbach og Tusem Essen.

Hinn 34 ára gamli Guðjón Valur hefur orðið meistari í bæði Danmörku og Þýskalandi og hann verður örugglega meistari líka á Spáni þar sem Barcelona valtaði yfir deildina síðasta vetur.

Það er óhætt að segja að Barcelona tefli fram algjöru ofurliði en á meðal leikmanna liðsins eru Nikola Karabatic, Kiril Lazarov og Sergei Rutenka.

Hér að neðan má sjá myndir af Guðjóni í læknisskoðun hjá félaginu.

Guðjón Valur í læknisskoðun.Mynd/fcbarcelona.es
Mynd/fcbarcelona.es
Mynd/fcbarcelona.es
Mynd/fcbarcelona.es
Mynd/fcbarcelona.es

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×